Leita í fréttum mbl.is

Tveir ráðherrar játa vanrækslu

Í kvöldfréttum RÚV birtust tveir ráðherrar þau Svandís Svavars og Sigurður Ingi og báru sig aumlega yfir ástandi vegakerfisins og gengust við því að viðhald hefði verið vanrækt um árabil.  

Það hefði farið betur á því ef fréttamaður RÚV hefði spurt þau einnar gagnrýnnar spurningar um málið t.d. hvernig standi á því að staðan sé með þessum hætti eftir 7 ára starf ríkisstjórnar sem var víst sögð mynduð um að byggja upp innviði landsins? 

Nei það kom engin spurning og var látið gott heita að buna út glamrinu í ráðherrunum sem gekk út á að vegabölið væri arfur sem ríkisstjórnin hefði fengið í fangið og hefði gert allt til þess að lagfæra m.a.að margfalda fé til viðhalds vega.

Þessar skýringar ráðherranna eru beinlínis kjánalegar og furðulegt að þeim detti það í hug að nokkur gleypi þær.  Í framhaldinu þá er nauðsynlegt að setja þá upphæð sem fer nú til endurbóta á vegum landsins við t.d. aðrar framkvæmdir. Gott ef það sem fer í viðhald vegakerfisins í ár sé rúmir 12 milljarðar kr. þ.e. ríflega sú upphæð sem farið hefur verið í að brúa Hornarfjarðarfljót. 

Það er kominn tími á að það verði farið fram á að það verði gerð stjórnsýsluúttekt á því hvernig í ósköpunum fyrrverandi innviðaráðherra Sigurður Ingi gat ráðstafað öllum þeim milljörðum af framkvæmdafé til einnar brúar þvert á samþykkta Samgönguáætlun Alþingis.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Vegagerðin um Hornafjarðarfljót er stytting á þjóðvegi 1 um 12 km, þetta er nú aðeins meira en 1 brú:::                                                       Þjóðvegir (C8), alls um 18,5 km                                                  Tengivegir (C7), alls um 4,4 km

Hliðarvegir (D), alls um 4,4 km

Brú yfir Djúpá, 52 m

Brú yfir Hornafjarðarfljót, 250 m

Brú yfir Hoffellsá, 114 m

Brú yfir Bergá, 52 m

Áningarstaðir, 2 stk.

Við Brunnhól

Við Hafnarafleggjara

Vegagerð

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 6.8.2024 kl. 08:15

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Að sjálfsögðu viðurkenna bæði Sigurður Ingi og Svandís að staða samgöngumála er slæm, það hefur bara ekkert með vanrækslu að gera. Auðvitað á að fara endurmat á samgöngumálum, en margir þættir hafa orðið til þess að tafir hafa orðið, sem ekki voru fyrirsjáanlegir. Þetta viðurkenna þessir ráðherrar fúslega. 

Líttu á konurnar í þínum flokki. Þær hafa ekki nennu, eða getu til að kynna sér grunn í efnahagsmálum. Ef einhver kemur í forystuna sem hefur slíka þekkingu þá fá viðkomandi að fjúka. Rétt eins og hjá Pútin. Flokksformaðurnn fékk þá gagnrýni af sínum fremstu alþingismönnum að vera algjörlega óstjórntæk og óhæf til að stjórna stjórnmálaflokki. Játaði hún, nei aldeilis ekki þá kom hrokinn fram, en hann er jú afkvæmi vanmáttarkenndarinnar. Svo fær þingmaðurinn sem jafnframt er formaður Samtaka heimilanna og bullaði um Seðlabankastjóra með stuðningi formanns flokksins. Játaði hún, nei að sjálfstöðu ekki. Þú sjálfur harðneitar því að heilbrigðiseftirlitin um landið fái á sig harða gagnrýni. Ráðherrarnir eru ykkur miklu fremri a.m.k. hvað varðar að játa þessi mistök. Það að hafa ekki nennu eða getu til þess að kynna sér efnahagsmál, skaðar þá sem minnst mega sín. Það þarf aðgerðir og hugmyndir í þá átt koma ekki frá fulltrúum úr Flokki fólksins. Þess vegna eru þau vanhæf og gagnslaus,  sem fulltrúar þeirra sem minnst mega sín á Alþingi. 

Sigurður Þorsteinsson, 7.8.2024 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband