Leita í fréttum mbl.is

Tvístígandi dómsmálaráðherra

Dómsmálaráðherrann Guðrún Hafsteinsdóttir setur sig gjarnan í stellingar og segist ábúðarfull vilja herða útlendingalöggjöfina en yfirgnæfandi meirihluti landsamanna er sammála því þó svo að mikill meirihluti núverandi þingmanna og stór hluti þingamanna Sjálfstæðisflokksins sé það ekki. 

Dómsmálaráðherra bauðst í vor  að styðja tillögu Ingu Sæland um að hægt yrði vísa þeim úr landi, sem hafa fengið alþjóðlega vernd eða stöðu flóttamanns og brotið alvarlega af sér þ.e. að losa þjóðfélagið við glæpamenn á borð við M.Thor Jóhannesson. Ekki treysti dómsmálaráðherrann né nokkur þingmanna Sjálfstæðisflokksins sér til þess að styðja tillöguna m.a. vegna þessa að þeir sögðust vilja vanda til verka!

Nú er komið upp annað borðleggjandi mál á borð dómsmálaráðherra þ.e. að taka afstöðu til dæmalausrar kröfu ríkissaksóknara um að Helgi Magnús Gunnarsson verði leystur frá störfum sem vararíkissaksóknari. Krafa ríkissaksóknara er byggð á sjónarmiðum samtakanna Solaris sem telja að vararíkissaksóknari hafi farið yfir einhverja fína línu í umræðu um hælisleitendur. Þessi viðkvæmni Semu Erlu kemur nokkuð á óvart þar sem hún hefur ekki hikað við að kalla íslenska stjórnmálamenn nasista.

Dómsmálaráðherra segist nú hvorki geta tjáð sig né afgreitt mál Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara, þar sem hún segist vera að vanda sig! Með þessum vandræðagangi vegna ummæli sem féllu í kjölfar þess að umræddur M. Thor Jóhannesson var dæmdur í fangelsi, þá er verið grafa undan tjáningarfrelsinu. Það er verið senda út þau skilaboð að ef ekki er tekið þátt í samsöng um að dásama núverandi stefnu í innflytjenda- og hælisleitendamálum, þá verði menn rannsakaðir í þaula með það fyrir augum að svipta þá vinnunni. 

 

Er von að spurt sé hvernig ráðherrann farnist að leysa úr flóknum málum, þegar hvorki gengur né rekur með sáraeinföld mál?

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarfur pistill.

Skiljanlegt að fylgi Sjálfstæðisflokksins sé sem það er, fallandi.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 5.8.2024 kl. 13:37

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Býst við flestir séu sammála um að ótækt sé að fjölskylda ríkissaksóknaran sæti ofbeldishótunum. En þeir eru til sem vilja þvinga fjölskylduföðurinntil að kyssa á vöndinn. Aumingja dómsmálaráðherra er í þeirri vonlausu stöðu að vilja hvorugan hópinn styggja. 

Sigurður Þórðarson, 5.8.2024 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband