Leita í fréttum mbl.is

Aðeins Pútín sem býður upp á hærri vexti en Bjarni Ben

Það hálf hjákotlegt að hlýða á málflutning Sigurðar Inga fyrrum innviða- og núverandi fjármálaráðherra, gera því skóna að óánægja með ríkisstjórn Íslands snúist fyrst og fremst um alþjóðlega þróun vegna þrenginga í efnahagsmálum í kjölfar stríðsins í Úkraínu. 

Það stenst auðvitað enga skoðun þar sem íslensk stjórnvöld eiga Evrópumet í vaxtaokri ef frá er talið Rússland. Það sem meira er, vaxtaokrinu er velt af fullum þunga á neytendur á meðan lánastofnanir baða sig í gulli. Þessar hörmungar sem leiddar eru yfir almenning eru birtingamynd óstjórnar, þar sem ytri aðstæður eru að mörgu leyti góðar fyrir þjóðarbúið, allur fiskur sem má veiða er seldur háu verði, gott verð er fyrir rafmagn til stóriðju og enn streyma ferðamenn í miklum mæli til landsins þó eitthvað hafi dregið þar úr.  

Miklu nær væri fyrir Sigurð Inga að líta sér nær t.d. til vaxtaokursins,  öngþveitisins og hættu sem hann hefur sjálfur búið til á leigubílamarkaði, algerrar óstjórnar í húsnæðismálum og hælisleiteindamálum sem kristallast í máli M.Th.Jóhannessonar.

Jú og svo má ekki gleyma augljósum spillingarmálum þegar vinir verða sendiherrar og allt vegafé lendir fyrir undarlegar tilviljun í kjördæmi fjármálaráðherra.  Fleiri furður má nefna t.d. þegar megnið af byggðakvótum sem hugsaðir eru m.a. til að draga úr neikvæðum áhrifum samþjöppunar fara til þeirra útgerða sem stunda það að kaupa upp veiðiheimildir. 

Síðasta afrek ríkisstjórnarinnar, var að færa veiðiheimildir frá nokkrum trillum m.a. á Hofsósi til stórfyrirtækisins FISK-Seafood eða KS.

Það er augljóst hverjir eiga skjól hjá ríkisstjórn Bjarna Ben og hverjir eigi að éta það sem úti frýs.

 


mbl.is Stundum „óþarflega margradda“ ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Algjörlega sammál öllu í þessum fína pistli.

Sigurður Kristján Hjaltested, 4.8.2024 kl. 11:18

2 identicon

Vel mælt.
Hversu mikið af hreinum vaxtatekjum sem voru 29,1 milljarður króna ætli séu tekjur af verðtryggingu? Það kemur aldrei neins staðar fram hversu mikill gróði bankanna er af þessum ógeðslegu lánum…

Nonni (IP-tala skráð) 4.8.2024 kl. 12:48

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nonni.

Verðtryggðu lánin eru rétt rúmlega helmingur af útlánum bankanna og því má giska að u.þ.b. helmingur vaxtatekna sé af þeim lánum. Þetta er auðvitað ekki mjög nákvæm ágiskun en gefur samt ákveðna hugmynd um stærðargráðuna.

Nákvæmari tölur eru svo sem alveg til hjá seðlabankanum og heildarupphæðirnar eru eflaust ekkert leyndarmál. Sennilega væri líka hægt að grúska eftir og lesa þetta út úr hagtölum sem eru aðgengilegar á vef bankans.

Vaxtatekjur af óverðtryggðum lánum eru eflaust svipaðar enda hafa vextir þeirra verið mjög háir að undanförnu.

Stærsti undirliggjandi vandinn er húsnæðisskortur og ég hef aldrei séð vaxtahækkanir auka framboð húsnæðis. Ég hef ekki heldur heyrt neinn halda því fram að þær geri það. Eina leiðin til að auka framboð húsnæðis er að byggja meira og hvorki seðlabankinn né ríkisstjórnin gera það.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.8.2024 kl. 18:42

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæll það þarf nú e.t.v. ekki að koma á óvart að yfirlýsingin í byrjun er einfaldlega röng. Látum það liggja á milli hluta en síðan Ólafi Íslafssyni og Karli Gauta Hjaltasyni var vísað ú Flokki fólksins var vísað er ekki mikið eftir af þekkingu á efnahagsmálum innan flokksins. Hefði talið að Jakob Frímann gæti komið sér upp lágmarksþekkingu á sviðinu en hann virðist láta það duga að stofna kló á Alþingi. Ólafur og Karl voru farnir í viðræður um að yfirgefa Flokk fólksins vegna kunnáttuleysis Ingu Snælands en þá ekki bara á sviði efnahagsmála. Flokkurinn mun ekki koma með neitt af viti á þessum málaflokki. Lítil þekking er einfaldlega hættuleg þekking. Innan þingflokksins er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Sem situr þar sem fastast þrátt fyrir að vera hrörnari en Biden. Miklar vonir bundnar við samtökin en Ásthildur Lóa hefur nánast rústað samtökunum. Hún og Inga Snæland eru sammála um að ríkisstjórnin eigi að reka Ásgeir Jónsson, sem ríkisstjórnin hefur auðvitað hafa ekkert með að gera. Fyrir utan að lögin um Seðlabankann eiga að tryggja sjálfstæði hans. Það skilja dömurnar ekki og ættu því  að gera þjóðinni þann greiða að segja af sér. Auðvitað væri betra að þróunin yrði sú að verðtryggð lán legðust af að mestu. Það er hins vegar vont þegar þeir sem mest tjá sig um þessi lánaform, virðast hafa hvað minnst vit á málefninu. 

Sigurður Þorsteinsson, 5.8.2024 kl. 08:35

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sigurður Þorsteinsson.

Þau sem hafa tjáð sig af mestri vanþekkingu um verðtryggða lánsformið hafa jafnan verið þau sem hafa verið í ríkisstjórn og þingmeirihluta á hverjum tíma síðan ég byrjaði að fylgjast með slíkri umræðu fyrir meira en 15 árum síðan.

Hvaða vonir eru það sem þú vísar til að hafi verið bundnar við Hagsmunasamtök heimilanna og af hverjum? Ert þú í samtökunum og hvað hefur þú lagt af mörkum til þeirra? Öllum sem vilja ljá málstaðnum lið er það velkomið.

Hvernig færðu það út að Ásthildur Lóa hafi "rústað" Hagsmunasamtökum heimilanna, þegar hún hefur verið öflugasti og duglegasti liðsmaður þeirra í seinni tíð? Segir þú þetta sem félagsmaður og vilt að eitthvað sé gert öðruvísi eða betur eða ert þú bara almennt á móti málstaðnum?

Þú virðist a.m.k. vera sammála því stefnumáli að afnema skuli verðtryggingu lána til neytenda. Hagsmunasamtök heimilanna hafa ekki aðeins útfært tillögur þar að lútandi heldur hefur Ásthildur Lóa einnig lagt þær fram á Alþingi í formi frumvarps. Hefur einhver annar gert það?

Guðmundur Ásgeirsson, 5.8.2024 kl. 16:23

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Þú byrjar á fullyrðingu sem er tómt bull. Man ég þegar ég las eina grein eftir þig um verðtryggingu og velti fyrir mér hversu vel þér tókst að troða jafn miklu bulli í svo litla grein.

Vann sem sérfræðingur á þessu sviði í nokkur ár og þegar samtökin voru stofnuð komu allnokkrir til að ræða þau tækifæri sem þessi samtök gætu áorkað. Ég hvatti þau til þess að láta til sín taka og vanda til verka.Það voru margar vonir sem þeir höfðu í brjósti sem að komu í byrjun, en eins og sagan segir okkur koma oft óhæft fólk að samtökum sem skaða framgang þeirra. 

Held að Ásthildur Lóa sé hin besta manneskja en hún ætti fyrir löngu að hafa yfirgefið formennskuna í samtökunum. Hún hefur í gegnum tíðina fengið fjölda ábendinga þar um. Það að hún eftir setu á Alþingi að ríkistjórn eigi að reka Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóra er dæmi um leti Ásthildar að kynna sér málin. Seðlabankinn hefur sér stjórn þannig að ríkisstjórn hefur ekkert með málið að gera. 

Ekki gera mér upp skoðanir. Þó ég teldi æskilegra að hluti verðtryggðra lána myndi minnka mikið þá getur vertrygging verið val þeirra sem lán taka. Það gerir t.d. Seðlabankanum erfiðara fyrir að stuðla að minni verðbólgu að hafa jafn stóran hluta lána verðtryggðan. Sú rót sem nú heldur uppi verðbólgu á Íslandi er lóðaskortur vegna bygginga t.d. íbúðarhúsnæðis. Það að hækka lóðaverð eins og Sveitarfélögin hafa verið að gera er hrein aðför að ungu fólki og þeim sem minna mega sín. Þar ber meirihlutinn í Reykjavík á undanförnum árum mesta ábyrgð, en nú líka þeir aðilar sem komu að gerð kjarasamningunum. 

Sigurður Þorsteinsson, 6.8.2024 kl. 07:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband