3.8.2024 | 11:54
Aðeins Pútín sem býður upp á hærri vexti en Bjarni Ben
Það hálf hjákotlegt að hlýða á málflutning Sigurðar Inga fyrrum innviða- og núverandi fjármálaráðherra, gera því skóna að óánægja með ríkisstjórn Íslands snúist fyrst og fremst um alþjóðlega þróun vegna þrenginga í efnahagsmálum í kjölfar stríðsins í Úkraínu.
Það stenst auðvitað enga skoðun þar sem íslensk stjórnvöld eiga Evrópumet í vaxtaokri ef frá er talið Rússland. Það sem meira er, vaxtaokrinu er velt af fullum þunga á neytendur á meðan lánastofnanir baða sig í gulli. Þessar hörmungar sem leiddar eru yfir almenning eru birtingamynd óstjórnar, þar sem ytri aðstæður eru að mörgu leyti góðar fyrir þjóðarbúið, allur fiskur sem má veiða er seldur háu verði, gott verð er fyrir rafmagn til stóriðju og enn streyma ferðamenn í miklum mæli til landsins þó eitthvað hafi dregið þar úr.
Miklu nær væri fyrir Sigurð Inga að líta sér nær t.d. til vaxtaokursins, öngþveitisins og hættu sem hann hefur sjálfur búið til á leigubílamarkaði, algerrar óstjórnar í húsnæðismálum og hælisleiteindamálum sem kristallast í máli M.Th.Jóhannessonar.
Jú og svo má ekki gleyma augljósum spillingarmálum þegar vinir verða sendiherrar og allt vegafé lendir fyrir undarlegar tilviljun í kjördæmi fjármálaráðherra. Fleiri furður má nefna t.d. þegar megnið af byggðakvótum sem hugsaðir eru m.a. til að draga úr neikvæðum áhrifum samþjöppunar fara til þeirra útgerða sem stunda það að kaupa upp veiðiheimildir.
Síðasta afrek ríkisstjórnarinnar, var að færa veiðiheimildir frá nokkrum trillum m.a. á Hofsósi til stórfyrirtækisins FISK-Seafood eða KS.
Það er augljóst hverjir eiga skjól hjá ríkisstjórn Bjarna Ben og hverjir eigi að éta það sem úti frýs.
Stundum óþarflega margradda ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 111
- Frá upphafi: 1013226
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 62
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Algjörlega sammál öllu í þessum fína pistli.
Sigurður Kristján Hjaltested, 4.8.2024 kl. 11:18
Vel mælt.
Hversu mikið af hreinum vaxtatekjum sem voru 29,1 milljarður króna ætli séu tekjur af verðtryggingu? Það kemur aldrei neins staðar fram hversu mikill gróði bankanna er af þessum ógeðslegu lánum…
Nonni (IP-tala skráð) 4.8.2024 kl. 12:48
Nonni.
Verðtryggðu lánin eru rétt rúmlega helmingur af útlánum bankanna og því má giska að u.þ.b. helmingur vaxtatekna sé af þeim lánum. Þetta er auðvitað ekki mjög nákvæm ágiskun en gefur samt ákveðna hugmynd um stærðargráðuna.
Nákvæmari tölur eru svo sem alveg til hjá seðlabankanum og heildarupphæðirnar eru eflaust ekkert leyndarmál. Sennilega væri líka hægt að grúska eftir og lesa þetta út úr hagtölum sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Vaxtatekjur af óverðtryggðum lánum eru eflaust svipaðar enda hafa vextir þeirra verið mjög háir að undanförnu.
Stærsti undirliggjandi vandinn er húsnæðisskortur og ég hef aldrei séð vaxtahækkanir auka framboð húsnæðis. Ég hef ekki heldur heyrt neinn halda því fram að þær geri það. Eina leiðin til að auka framboð húsnæðis er að byggja meira og hvorki seðlabankinn né ríkisstjórnin gera það.
Guðmundur Ásgeirsson, 4.8.2024 kl. 18:42
Sæll það þarf nú e.t.v. ekki að koma á óvart að yfirlýsingin í byrjun er einfaldlega röng. Látum það liggja á milli hluta en síðan Ólafi Íslafssyni og Karli Gauta Hjaltasyni var vísað ú Flokki fólksins var vísað er ekki mikið eftir af þekkingu á efnahagsmálum innan flokksins. Hefði talið að Jakob Frímann gæti komið sér upp lágmarksþekkingu á sviðinu en hann virðist láta það duga að stofna kló á Alþingi. Ólafur og Karl voru farnir í viðræður um að yfirgefa Flokk fólksins vegna kunnáttuleysis Ingu Snælands en þá ekki bara á sviði efnahagsmála. Flokkurinn mun ekki koma með neitt af viti á þessum málaflokki. Lítil þekking er einfaldlega hættuleg þekking. Innan þingflokksins er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Sem situr þar sem fastast þrátt fyrir að vera hrörnari en Biden. Miklar vonir bundnar við samtökin en Ásthildur Lóa hefur nánast rústað samtökunum. Hún og Inga Snæland eru sammála um að ríkisstjórnin eigi að reka Ásgeir Jónsson, sem ríkisstjórnin hefur auðvitað hafa ekkert með að gera. Fyrir utan að lögin um Seðlabankann eiga að tryggja sjálfstæði hans. Það skilja dömurnar ekki og ættu því að gera þjóðinni þann greiða að segja af sér. Auðvitað væri betra að þróunin yrði sú að verðtryggð lán legðust af að mestu. Það er hins vegar vont þegar þeir sem mest tjá sig um þessi lánaform, virðast hafa hvað minnst vit á málefninu.
Sigurður Þorsteinsson, 5.8.2024 kl. 08:35
Sigurður Þorsteinsson.
Þau sem hafa tjáð sig af mestri vanþekkingu um verðtryggða lánsformið hafa jafnan verið þau sem hafa verið í ríkisstjórn og þingmeirihluta á hverjum tíma síðan ég byrjaði að fylgjast með slíkri umræðu fyrir meira en 15 árum síðan.
Hvaða vonir eru það sem þú vísar til að hafi verið bundnar við Hagsmunasamtök heimilanna og af hverjum? Ert þú í samtökunum og hvað hefur þú lagt af mörkum til þeirra? Öllum sem vilja ljá málstaðnum lið er það velkomið.
Hvernig færðu það út að Ásthildur Lóa hafi "rústað" Hagsmunasamtökum heimilanna, þegar hún hefur verið öflugasti og duglegasti liðsmaður þeirra í seinni tíð? Segir þú þetta sem félagsmaður og vilt að eitthvað sé gert öðruvísi eða betur eða ert þú bara almennt á móti málstaðnum?
Þú virðist a.m.k. vera sammála því stefnumáli að afnema skuli verðtryggingu lána til neytenda. Hagsmunasamtök heimilanna hafa ekki aðeins útfært tillögur þar að lútandi heldur hefur Ásthildur Lóa einnig lagt þær fram á Alþingi í formi frumvarps. Hefur einhver annar gert það?
Guðmundur Ásgeirsson, 5.8.2024 kl. 16:23
Þú byrjar á fullyrðingu sem er tómt bull. Man ég þegar ég las eina grein eftir þig um verðtryggingu og velti fyrir mér hversu vel þér tókst að troða jafn miklu bulli í svo litla grein.
Vann sem sérfræðingur á þessu sviði í nokkur ár og þegar samtökin voru stofnuð komu allnokkrir til að ræða þau tækifæri sem þessi samtök gætu áorkað. Ég hvatti þau til þess að láta til sín taka og vanda til verka.Það voru margar vonir sem þeir höfðu í brjósti sem að komu í byrjun, en eins og sagan segir okkur koma oft óhæft fólk að samtökum sem skaða framgang þeirra.
Held að Ásthildur Lóa sé hin besta manneskja en hún ætti fyrir löngu að hafa yfirgefið formennskuna í samtökunum. Hún hefur í gegnum tíðina fengið fjölda ábendinga þar um. Það að hún eftir setu á Alþingi að ríkistjórn eigi að reka Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóra er dæmi um leti Ásthildar að kynna sér málin. Seðlabankinn hefur sér stjórn þannig að ríkisstjórn hefur ekkert með málið að gera.
Ekki gera mér upp skoðanir. Þó ég teldi æskilegra að hluti verðtryggðra lána myndi minnka mikið þá getur vertrygging verið val þeirra sem lán taka. Það gerir t.d. Seðlabankanum erfiðara fyrir að stuðla að minni verðbólgu að hafa jafn stóran hluta lána verðtryggðan. Sú rót sem nú heldur uppi verðbólgu á Íslandi er lóðaskortur vegna bygginga t.d. íbúðarhúsnæðis. Það að hækka lóðaverð eins og Sveitarfélögin hafa verið að gera er hrein aðför að ungu fólki og þeim sem minna mega sín. Þar ber meirihlutinn í Reykjavík á undanförnum árum mesta ábyrgð, en nú líka þeir aðilar sem komu að gerð kjarasamningunum.
Sigurður Þorsteinsson, 6.8.2024 kl. 07:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.