Leita í fréttum mbl.is

Íslenska helgimyndin af hryðjuverkamanninum Ismail Haniyeh

Eins og fleiri hef ég verið á ferðinni í dag og heyrt af og til glefsur úr fréttatímum fjölmiðlanna m.a. RÚV þar sem dreginn hefur verið upp hálfgerð helgimynd af leiðtoga hryðjuverkasamtakanna Hamas, Ismail Haniyeh. Leiðtogi Hamas sem féll í loftárás Ísraela er kynntur til leiks af of mörgum íslenskum fjölmiðlum sem einkar kurteis og góður maður og hann jafnvel sagður vera boðberi friðar í Miðausturlöndum! 

Það var því ákveðið stílbrot og léttir að sjá viðtal blaðamannsins Hermanns Nökkva við Svein Rúnar Hauksson þar sem læknirinn er spurður nokkurra gagnrýnna spurninga um fallinn leiðtoga Hamas. 

Nú er það svo að burt séð frá voðaverkunum sem framin voru þann 7. október í Ísrael sem mannvinurinn Sveinn Rúnar lítur á sem réttlætanlega aðgerð í frelsisbaráttu, þá verður seint sagt um stjórnarhætti Hamas að þeir geti talist góðir á nokkurn mælikvarða.  Arabískir pólitískir andstæðingar hafa verið teknir af lífi, alið hefur verið á skefjalausu hatri á nágrönnum og brotið á mannréttindum m.a. með ofsóknum gegn samkynhneigðum. 

 

 


mbl.is „Sorg að þessi góði maður“ hafi verið drepinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir að benda á þessa frétt á RÚV. Ég las hana og var kjaftstopp.

Wilhelm Emilsson, 1.8.2024 kl. 03:02

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Afsakið, ég átti við fréttina í Vísi. 

Wilhelm Emilsson, 1.8.2024 kl. 03:07

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Umfjöllun Spegils RÚV í gær var síst skárri, en þar var rætt við baráttukonuna Magneu Marinósdóttur.

Sigurjón Þórðarson, 1.8.2024 kl. 08:59

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir að benda mér á þetta viðtal í Speglinum, Sigurjón. Ég er sammála því sem þú segir. Samkvæmt Magneu er Haniyeh "friðelskandi Hamasgæinn". Þetta er svolítið eins og að horfa á stríðsmynd þar sem einn gaurinn er "góði nasistinn".

Wilhelm Emilsson, 1.8.2024 kl. 09:52

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er áhugavert að bera helgimynd íslenskra fjölmiðla við raunsærri umfjöllun í danska ríkisútvarpinu af föllnum forystumanni Hamas - Hvað ætli ráði þessum sláandi mun?  Mens omverdenen så et 'sympatisk og pragmatisk ansigt', strammede Ismail Haniyeh grebet om palæstinenserne | Udland | DR

Sigurjón Þórðarson, 1.8.2024 kl. 13:02

6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir greinina, Sigurjón. Nú komu allir dönskutímarnir að góðum notum. Þetta er alvöru umfjöllun. Það læðist að mér sá grunur að íslenskir blaðamenn hreinlega óttist að fjalla á hreinskilinn og gagnrýnin hátt um hryðjuverkasamtökin Hamas.

Wilhelm Emilsson, 1.8.2024 kl. 20:01

7 identicon

Hér gleyst eða visyvitandi ekki nefnd einu sinni að leiðtogar Hamas, Ismail Haniyeh, sendu Erdogan einræðisherra hamingjuóskir og aðdáun í aðdraganda hernáms sýrlensku/kúrdnesku borgarinnar Afrin og blessuðu dráp óbreyttra borgara í borgum og bæjum sem tyrkneska hernámið hernumdi. Valdirnar...þetta er sagt um tvískinnung og hræsni.

Salah karim (IP-tala skráð) 2.8.2024 kl. 08:14

8 identicon

Salah Karim.

Þörf og góð ábending.

Hördur Thormar (IP-tala skráð) 2.8.2024 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband