Leita í fréttum mbl.is

Fíllinn í Vegagerðinni

Morgunblaðið fjallaði nýlega um það sem blaðið kallaði losarabrag Vegagerðarinnar á opinberu fé í tengslum við framkvæmdir stofnunarinnar. Í stað þess að 2.500 milljónir króna færu til framkvæmda við að brúa Hornafjarðarfljót líkt og þingið hafði samþykkt, þá er búið að verja 9.000 milljónum króna til verksins. Vegagerðin hefur því varið án heimilda 6,5 milljörðum, sem bitnar nú á öðrum framkvæmdum vítt og breitt um landið.

Morgunblaðið fer nokkuð mjúkum höndum um algert skeytingaleysi við samþykktar áætlanir með því að tala um losarabrag þegar Vegagerðin ver fjármunum til verksins sem nema 360% umfram fjárheimildir.  Hér er greinilega fjármálasukk í gangi á pari við Braggann dýra og Brákarborg ofl. því miður.

Í opinberri umræðu um málið m.a. ítrekað á Sprengisandi þá hefur málið verið rætt út frá því að það hverfist um óánægju einstakra þingmanna í umhverfis- og samgöngunefnd þingsins við vinnubrögð Vegagerðarinnar. Forstjóri Vegagerðarinnar hefur síðan komist upp með að vísa á að þingið sé þröskuldur fyrir því að verk hafi tafist þar sem samgönguáætlun hafi ekki verið samþykkt sl. vor, þegar augljóslega liggur fyrir að forstjórinn hefur tæmt framkvæmdafé Vegagerðarinnar í ósamþykkt verk.

Í fjölmiðlaumræðu skortir verulega á að minnst sé á þátt og ábyrgð fílsins í stjórnarráðinu, Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra. 

Það er borðleggjandi að þúsundir milljónir hefðu ekki streymt úr ríkissjóði umfram fjárheimildir nema með vitund og vilja formanns Framsóknarflokksins fyrrverandi innviðaráðherra og stórfurðulegt að hann sé algerlega stikkfrí í umræðunni.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þau ætla að verða þjóðinni dýr þessir "Dýralæknar"!!

Sigurður I B Guðmundsson, 28.7.2024 kl. 18:33

2 identicon

Það sem sett var í framkvæmdir við að brúa Hornafjarðarfljót var ekki umfram fjárheimildir þó það væri meira en hin sérstaka aukafjárveiting. Ekki frekar en þegar Landspítalinn fékk aukafjárveitingu til að fjölga liðskiptiaðgerðum. Kostnaður við liðskiptiaðgerðir það árið var töluvert hærri en aukafjárveitingin. Að brúa Hornafjarðarfljót var á verkefnalista vegagerðarinnar og aldrei stóð annað til en að veita fé af framkvæmdasjóði vegagerðarinnar í verkið. Sjálfsagt einhverjum ekki þótt verra að Alþingi vildi flýta framkvæmdum og setja auka fjármagn í púkkið. Það er allavega borðleggjandi að þúsundir milljónir hafa ekki streymt úr ríkissjóði umfram fjárheimildir.

En til hvers að segja alla söguna, fara með rétt mál eða láta vera að skrumskæla sannleikan ef það þjónar bara pólitískum andstæðingum? Nóg er til af fólki sem trúir hverju sem er og eins og einn góður sagði „Let them deny it“.

Vagn (IP-tala skráð) 28.7.2024 kl. 22:49

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Vagn það sem þú heldur fram að það hafi verið farið að vilja Alþingis, en það kemur einfaldlega fram í bókun umhverfis og samgöngunefndar að svo hafi ekki verið. Samgönguáætlun frestað til næsta þings (mbl.is)

Sigurjón Þórðarson, 28.7.2024 kl. 23:37

4 identicon

Að byggja brú var augljóslega vilji Alþingis.

Vagn (IP-tala skráð) 29.7.2024 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband