Leita í fréttum mbl.is

Sigurður Ingi skammaður

Þingmaður Vg er hér að skammast í Vegagerðinni fyrir að flytja megnið af því fé sem ætlað er til vegaframkvæmda á landinu í kjördæmi Sigurðar Inga þvert á samþykkta samgönguáætlun Alþingis. 

Það blasir við að þingmaður Vg er hér fyrst og fremst að beina spjótum sínum að formanni Framsóknarflokksins Sigurði Inga og fyrrum innviðaráðherra en ekki að vinkonu hans Bergþóru Þorkelsdóttur vegamálastjóra. Þessar sviptingar með vegaféð ættu ekki að koma á óvart en Ríkisendurskoðun hefur nýlega skrifað skýrslur af mikilli tæpitungu um Vegagerðina þar sem kemur m.a. fram eins og ekkert sé eðlilegra að undirritaðir hafi verið tveir ólíkir ársreikningar fyrir sum árin og stofnun sem sér um verklegar framkvæmdir eigi bágt með að veita upplýsingar um kostnað við einstök verk.

Öll þessi lausatök og vitleysa í stjórnun voru augljóslega viðhöfð með vitund og vilja fyrrum innviðaráðherra en þau gáfu svigrúm til þess að hann gæti ástundað grimmt kjördæmapot.

Fyrir þjóðina er það mikið áhyggjuefni nú á verðbólgutímum að í fjármálráðuneytinu sé ráðherra sem er þekktari af því að ota sínum tota, en að gæta aðhalds.

 

 


mbl.is Brýnt að Alþingi sé upplýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurjón.

Þú mælir oft vel, þekki rök þín gegn kvóta auðs og sægreifa.

En þeir blessaðir vísa alltaf í sérfræðinga, pistill þinn hér að ofan er dæmi um trú á þessa meintu sérfræðinga.

Ónýtir vegir snúast ekki um flokkspólitík, heldur uppgjöf skynseminnar fyrir kvenkyns verkfræðingum sem ákváðu í nafni meints kolefnaspors að blanda matarolíu í vegi landsins, með skelfilegum afleiðingum.

Sigurjón, þú ert Rebel úr Flokki Sverris Hermannssonar, að lúta í gras fyrir atlögum forheimsku loftslagstrúboðsins gegn vegakerfi þjóðarinnar, með því að flokkavæða þá forheimsku, kallast að skjóta sig í fótinn Sigurjón.

Það er ef maður er Rebel.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.7.2024 kl. 17:14

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég á bágt með að sjá nokkuð það í þessum stutta pistli sem bendir til þess að ég sé að taka undir með loftslagskirkjunni eða vafasömum tilraunum í malbiksgerð.  Ég er hins vegar að benda á að þegar Bjarni Jóns formaður samgöngunefndar Alþingis er að gagnrýna Vegagerðina þá er hann að gagnryna formann Framsóknar sem ber alla ábyrgð á óstjórninni.

Sigurjón Þórðarson, 26.7.2024 kl. 17:32

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurjón.

Ég er svo sem ekki fæddur í gær, og er líka þokkalega læs.

Skildi alveg tilganginn, en fordæmdi nálgunina.

Svo ég vísi í eitthvað sem þú þekkir, þegar grunnmiðin eru vannýtt, og bannað að sækja þau líkt og bann VG gagnvart sjálfbærum veiðum srandveiðaflotans, og ef ég væri trillukarl, þá myndi ég skrifa sömu athugasemd ef þú, af öllum Rebelum, teldi það veiðibann snúast um flokkakitrur andstæðinga þinna í pólitík.

Með réttlætingu að vísa í einhverja sérfræðinga.

Þar sem ég er læs, þá tók ég alveg eftir því Sigurjón að þú vísaðir ekki í verkfræðinga loftslagstrúboðsins sem hafa útdeilt matvælum á þjóðvegum landsins, en þegar fávitahátturinn ógnar grunninum, þá fjalla Rebelar ekki um aukaatriði.

Það væri eins og veganistarnir í Loftslagstrúboðinu myndi sannfæra matvælaráðherra eða hvað sem þetta veruleikafirrta fólk dettur í hug, um að hætta fiskveiðum, út frá kolefnaspori þeirra.

Svipuð veruleikafirring eins og fjalla um vegakerfi þjóðarinnar, ræða um pólitískar deilur, í stað þess að benda á kjarnann sem ógnar tilvist og byggð í landinu.

Matarolíu sem bindiefni í klæðningu og malbiki.

Í því samhengi er allt annað röfl Sigurjón, ég met þig það mikils til að benda þér á það.

Taldi þig betri en vitleysingahjörðina sem bæði tröllríður bæði þingi og umræðunni.

Ég get samt haft rangt fyrir mér.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.7.2024 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband