Leita í fréttum mbl.is

Saksóknari á að segja hlutina eins og þeir eru

Hvers vegna er það fyrirferðamikil frétt í hinum ýmsu fjölmiðlum að lögmaður fari fram á að vararíkissaksóknara sé sagt upp störfum fyrir það eitt að segja sannleikann um að hér sé kominn inn hópur fólks sem gerir ekki mikið fyrir íslenska samfélagsgerð og sáttmála? 

Er málið að umræddur lögmaður sé kominn af hreinræktuðu íslensku stjórnmálakyni? 

Mér finnst löngu tímabært að blaðamenn spyrji þá sem ganga svo langt eins og raun ber vitni í að koma í veg fyrir eðlilega og gagnrýna umræðu um alvarlega glæpamenn í röðum hælisleitenda hvaða þeim gangi eiginlega til.  Í leiðinni mætti spyrja hvað lögmaðurinn og fyrirtækið hans hafi haft miklar tekjur af þessum hælisiðnaði?

 

 


mbl.is Segir orðræðu Helga ala á sundrung og fordómum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Með aðeins einn mann til sönnunar um einhverja hópa fólks mætti telja að matsaðferðir saksóknarans séu vafasamar. Skoðanir hans byggist á þekkingarleysi, fordómum og jafnvel rasisma. Nokkuð sem ekki telst æskilegt hjá manni í hans embætti. En nokkuð sem búast má við þegar ráðning er pólitísk en ekki fagleg. Og gæti kostað mat á öllum málum hans og endurupptöku eða niðurfellingu hjá þeim sem þess óska. Í það minnsta verður hann héðan í frá ónothæfur í öll mál sem tengjast á einhvern hátt útlendingum.

Vagn (IP-tala skráð) 18.7.2024 kl. 22:45

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta er augljóslega tilraun til þöggunar.

Sem segir okkur að við ættum að fjalla meira um þetta mál, og spyrja allra þeirra áleitnu spurninga um palestínumenn og aðra múslima sem okkur kann að detta í hug.

Fyrst menn finna sig þurfa að þagga allt sem þeim að kemur, þá er það allt hið verðugasta efni til skoðunar og gagnrýni á opinberu vetvangi

Þöggun er náttúrlega bara árás á lýðræðið.  Það vita allir.

Ásgrímur Hartmannsson, 18.7.2024 kl. 23:02

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Vagn, auðvitað er Helgi Magnús ekki að tjá sig með þessum hætti vegna þess að hann er rasisti líkt og Oddur fullyrðir heldur má leið líkum að því að tölfræðin sé með svipuðum hætti hér og í Danmörku þ.e. að innflytjendur frá ákveðnum menningarheimum séu stórtækari í afbrotum en aðrir. Það þarf að fjalla meira um þessa þætti ef ekki á illa að fara eins og Ásgrímur bendir á og það er rétt að spyrja hvers vegna í ósköpunum þessari fyrirspurn minni og Flokks fólksins hefur ekki enn verið svarað af dómsmálaráðherra?  1336/154 fsp. til skrifl. svars: ríkisfang brotamanna | Þingtíðindi | Alþingi (althingi.is)

Sigurjón Þórðarson, 18.7.2024 kl. 23:17

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sigurjon það skiptir miklu máli að opinberir aðilar tjá sig ðð það sé rétt gert. Ef Helgi hafði sagt að allir Sauðkrælingar væru ofbeldismenn og til vandræða, myndi hann gera sig óhæfan til þess að fjalla um mál Sauðkrækonga. Það hefur ekkert með það að gera að það að opna landamærin var mjög vont mál. Tók Flokkur fólksins ekki þátt í því að opna landamærin, með samráði flokkana á Alþingi?

Sigurður Þorsteinsson, 19.7.2024 kl. 09:22

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Einmitt það þarf að tjá sig rétt þ.e. að segja satt og rétt frá stöðunni og það er það sem Helgi Magnús gerði en hann hefur um árabil setið undir hótunum frá þessum Muhammad Kourani.

Nei Flokkur fólksins tók engan þátt í því en þau voru opnuð upp á gátt árið 2016, í kjölfar vinnu nefndar á vegum Óttars Proppé þáverandi þingmanns og með dyggum stuðningi Sjálfstæðisflokksins.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk Óttar Ólaf Proppé síðan aftur til starfa í fyrra við að stýra vinnu og skipan útlendingamála. Reynslan segir hvað sú vinna mun leiða af sér.

Sigurjón Þórðarson, 19.7.2024 kl. 10:32

6 Smámynd: Birgir Loftsson

Það er búið að vera í fréttum um afbrot útlendinga og hversu umfangsmiklir þeir eru í afbrotum á Íslandi. Meirihluti þeirra sem sitja í fangelsum Íslands eru útlendingar. Er það ekki óeðlilegt miðað við hversu lítill hópur þetta er? Svo eru blaðamenn upp til hópa woke lið og munu því aldrei spyrja réttu spurninga.

Birgir Loftsson, 19.7.2024 kl. 11:34

7 identicon

Ákveðinn vitleysingur sem kennir sig við vagn hefur greinilega ekki vit né þekkingu til að greina á milli saksóknara og dómara.

Þar með er hann orðinn dómari í eigin sök, hvorki marktækur né dómbær í málinu.  En það var svosem ekki von á neinu vitrænu frá vitleysingnum.

Bjarni (IP-tala skráð) 20.7.2024 kl. 17:50

8 identicon

Saksóknarar velja og hafna því að ákæra, þeirra er valdið. Ef saksóknari ákærir frekar, eða sækir fastar, í málum sem tengjast útlendingum er um mismunun að ræða og ástæðu til að ógilda mál sem hann hefur sótt gegn útlendingum. Og setja má stórt spurningamerki við allar ákærur hans gegn útlendingum í framtíðinni. Enda má ætla að ákæra hefði verið með öðrum hætti, refsikrafa vægari, og jafnvel ekkert dómsmál rekið nema vegna erlends uppruna ákærða. Og ekki er heldur gott ef útlendingar geta ekki lengur treyst því að saksóknari ákæri þegar brotið er gegn þeim.

Vagn (IP-tala skráð) 20.7.2024 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband