Leita í fréttum mbl.is

Skýringar Jens Garðars og Biblían

Skýringar á sveiflum og minnkandi veiði í íslenskum laxveiðiám taka á sig æ undarlegari mynd.  

Sumir "fiskifræðingar" hafa beitt fyrir sig hálfgerðum Biblíuskýringum á sveiflum í veiði þ.e. í stað 7 ára tímabila Biblíunnar er komið fram með kenningu um 5 mögur ár sem síðan leiða af sér 5 feit laxveiðiár. 

Jens Garðar fyrrum stjórnarformaður SFS stekkur hér fram með stórundarlega kenningu um að það eigi sér stað einhver stórtæk ofveiði í íslenskum laxveiðiám.  Þessi kenning Jens Garðars er furðulegri en Biblíukenningarnar þar sem í meira mæli en áður tíðkast það hálfgerða dýraníð að veiða og sleppa hrygningarfiski. Í öðru lagi sýna allar athuganir fram á að enginn skortur er á laxaseiðum í ánum og ýmislegt bendir jafnvel  þess að árnar séu ofsetnar af seiðum.

Hvers vegna er Jens Garðar að ala á ofveiðigrýlunni?  


mbl.is Segir hnignunina ekki tengjast sjókvíaeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Þetta hrun laxveiða í Noregi vakti athygli mína. Helst vildi ég fá mat sérfræðinga og helst þeirra sem ekki tengjast flokkapólitíkinni. 

Í þínum sporum myndi ég hafa meiri áhyggjur af því að Inga Sæland formaður flokksins og Áthildur Lóa Þórsdóttir formaður Hagsmunasamtaka heimilanna koma fram og ásaka ríkisstjórnina að reka ekki Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóra. Þegar þeim er bent á að það er ekki á verksviði ríkistjórnarþ koma þær af fjöllum. Þekki allvel til efnahagsmála og í þeim umræðum sem þær stöllur koma fram verðu maður ekki var við ögn af þekkingu á því sviði 

Reyndar er afar fátt sem flokkurinn hefur afkastað á Þingi. Einna helst á afrekalistanum er að Jakob Frímann Magnússon hafi náð að stofna kór á Alþingi. Svo er það Tómas Tómasson sem mest er þekktur fyrir að sofa á Alþingi. Þá er afrekalistinn tæmdur. 

Sigurður Þorsteinsson, 23.6.2024 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og nítján?
Nota HTML-ham

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband