Leita í fréttum mbl.is

Kerfið ver kerfið

Ríkisendurskoðun er farin að snúast upp í andhverfu sína en það birtist skýrt fyrir þjóðinni í Lindarhvolsmálinu þar sem Ríkisendurskoðun beitti sér að afli fyrir leynd yfir rökstuddum grun um spillingu núverandi forsætisráðherra.

Nú er komin út skýrsla Ríkisendurskoðunar um úthlutun á byggðakvóta m.a. Byggðastofnunar, en hún einkennist af meðvirkni og átakafælni með ónýtu fyrirkomulagi. Skýrslan er einkar áhugaverð fyrir það sem hún fjallar ekki um þrátt fyrir skýrar ábendingar.

Ríkisendurskoðun fjallar ekki um þann þátt málsins sem gagnrýndur hefur verið m.a. á Alþingi að byggðakvótar sem nefndir hafa verið félagsleg úrræði til að bregst við áhrifum samþjöppunar, renna að stórum hluta til stórútgerðarinnar og jafnvel til útgerða sem komnar eru upp fyrir lögbundið kvótaþak.

Ríkisendurskoðun virðist ekki hafa fjallað um þá greinargóðu gagnrýni sem hefur verið sett fram varðandi úthlutun Byggðastofnunar á fiskveiðiheimildum sem meta má á 2 milljarðar kr. árlega.

Hún hefur komið fram í Heimildinni og á Alþingi m.a.:

a) Byggðastofnun úthlutaði byggðakvóta til erlendra fiskeldismanna.

b) Einn aðili er með úthlutaðan byggðakvóta fyrir nokkur byggðalög og fær liðlega fimmtung af öllum sértæka kvóta stofnunarinnar.

c) Eftirliti er verulega áfátt en ekki hefur verið hægt að sýna fram á að úhlutaður byggðakvóti hafi verið veiddur í viðkomandi byggðalagi með skýrum hætti og flest bendir til þess að hann hafi leigður.

d) Ríkisendurskoðun hefur ekki fjallað um þann þátt sem snýr að félagslegum undirboðum í þeim þorpum sem byggðakvóta Byggðastofnunar hefur verið ætlað að styrkja. Þeir sem hafa fengið samning frá Byggðastofnun hafa í framhaldinu gert verktakasamninga við litlar útgerðir í þorpunum sem teljast ekkert annað en félagsleg undirboð.

e) Byggðakvóta er ekki landað í viðkomandi byggðum sem fá honum úthlutað og jafnvel í allt öðrum landshluta.

Mörg dæmi eru um að handhafi samnings í brothættri byggð búi ekki í plássinu og sé komin í forréttinda og yfirburðastöðu gagnvart þeim sem stunda útgerð í byggðinnni.


mbl.is Þörf á veigamiklum breytingum á úthlutunarkerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sigurjón minn, þú ættir að þekkja þetta manna best. Var á fundum með smáfyrirtækjum í matvælaframleiðslu og vitnaði í þig. Þá komu sumir fundarmenn strax með svona dylgjur eins og þú gerir m.a. um mútur. 

Sigurður Þorsteinsson, 17.6.2024 kl. 06:38

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Að allir starfsmenn Ríkisendurskoðunar séu gjörspilltir

er nú ansi mögnuð fullyrðing

Grímur Kjartansson, 17.6.2024 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og fimmtán?
Nota HTML-ham

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband