Leita í fréttum mbl.is

Seilst til sjálfseyðingar

Nýja fiskeldisfrumvarp matvælaráðherra, eru þvílíkar gælur við núverandi rekstraraðila, þar sem leyfi eru gefin út til eilífðar og þeim gefinn réttur til að veðsetja og leigja leyfin. Frumvarpið er þannig úr garði gert að eindregnir stuðningsmenn fiskeldis þykir nóg um óhófið í dekri.

Það er ekki úr vegi að fara yfir það hvers vegna í ósköpunum ráðherra Vg sé kominn í þá stöðu að leggja það fram, en Jón Bjarnason fyrrum sjávarútvegsráðherra fer með greinargóðum hætti hér yfir að frumvarpið fari þvert gegn stefnu Vg.

Ábyrgð núverandi og fyrrverandi ráðherra er vissulega mikil á málinu, en á löngum pólitískum ferlum sínum hafði hvorug sýnt  áhuga á málefnum fiskeldis né sjávarútvegs áður en þær gengu inn í ráðuneytið. Forysta Vg hafði skýra kosti sem voru betur fallnir til þess að stýra ráðuneytinu þ.e. þeir Orri Páll og Bjarni Jónsson. Þeir félagarnir eru víst ekki konur og því áttu þeir ekki möguleika í femínískum flokki.

Í verkum sínum hafa þær Svandís og Bjarkey á stuttum ferli, lagt til hliðar stefnu Vg og látið þess í stað þrönga sérhagsmuni SFS (LÍÚ) ráða för  í helstu málum með örfáum undantekningum. 

Í ljósi þess hve pólitísk forysta í ráðuneytinu hefur verið veik þá er rétt að skoða ráðuneytið sjálft sem er fámennt og líta til tengsla þess við SFS (LÍÚ) sem hefur úr ómældum sjóðum að spila. 

Fyrrverandi framkvæmdastjóri SFS (LÍÚ) stýrir skrifstofunni í matvælaráðuneytinu sem sér um fiskeldismálin, fyrrum fiskifræðingur SFS er orðinn að sérfræðingi inn í ráðuneytinu og fyrrum sjávarútvegsráðherra er kominn í grimma hagsmunagæslu fyrir fiskeldisfyrirtækin, svo eitthvað sé talið upp. 

Afkvæmið er frumvarp sem ráðherra virðist varla skilja eða á minnsta kosti mjög bágt með að rökstyðja a.m.k út frá almannahag. 

Niðurstaðan er sú að í stað þess að lagt væri fram frumvarp sem myndi efla greinina og skapa aukið traust á umgjörðinni um fiskeldið, þá hefur sérhagsmunapotið gengið út fyrir öll siðleg mörk og skaðar framtíð fiskeldisins.

 

 

 

 

  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband