Leita í fréttum mbl.is

Vg vill selja og veðsetja íslenska firði!

Vg segist gjarnan vera róttækur grænn umbótaflokkur en leggur engu að síður fram hvert nýfrjálshyggjufrumvarpið á fætur öðru.

Nú er það frumvarpið um lagareldi en það kom í hlut núverandi matvælaráðherra að leggja það fram en það var samið undir handleiðslu tilvonandi formanns Vg, Svandísar Svavarsdóttur.

Ráðandi öfl virðast ganga út frá því sem vísu að fiskeldið verði óþrjótandi gullnáma sem muni skila ómældum gróða - Er það svo?

Nei alls ekki og það vita þeir sem þekkja sögu fiskeldisins sem er saga áfalla. Sjávarströndin á Íslandi er á ystu mörkum þess að hægt sé að ala fisk í sjó vegna lágs sjávarhita og umhverfið er ávallt skrefinu á eftir samkeppnislöndunum, hvað varðar vöxt. Á níunda áratugnum drapst t,d, allur lax í kerjum í Hvalfirði og fyrir utan afföll vegna kulda má búast við að hafísinn geti gert sig heimakominn sbr. á 7 og 8 áratugnum og valdið ómældu tjóni.

Vissulega hefur eldið gengið þokkalega síðustu árin en það er því miður ekki á vísan að róa. 

Það segir ákveðna sögu um hugsanaganginn hjá hefðarfólkinu í Vg að í stað þess að það séu áberandi grænar áherslur í frumvarpi eða viðbúnaður til þess að bregðast við áföllum, að þá sé lagt fram nýfrjálshyggjufrumvarp byggt á blautum draumi nýfrjálsrar gullgerðarmanna.

Best skín það í gegn í 120 gr. frumvarpsins þar sem tilvonandi formaður Vg leggur það til að handhafi ótímabundins rekstrarleyfis verði heimilt að  framselja og leigja út rétt til þess að nýta íslenska náttúru.

Stofnandi Vg samþykkti framsal á vafasömum fiskveiðikvótum á sínum tím og þá er það kannski vel við hæfi að síðasti formaður hreyfingarinnar leggi það til að firðir landsins séu leigðir veðsettir og jafnvel seldir.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Segir nýtt frumvarp gefa eldisfyrirtækjum auðlindir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dominus Sanctus.

Vg er  væntanlega ekki að fara að selja neina firði

í hendur erlendra aðlia.

þeir munu verða áfram í eigu HINS OPINBERA,

þó svo hafið í fjörðunum sé nýtt. 

Fiskeldið er að skila þjóðarbúinnu góðum arði

bæði með beinum og óbeinu hætti.

Bæði í gegnum VSK af öllum seldum fiski

og síðan skapast 1000 störf í kringum þessa atvinnugrein

og það fólk borgar allt SKATTA til hins opinbera:

FIskeldið hefur verið lyftisöng fyrir marga firði;

er það ekki skárra heldur en mengandi málmbræðslur.

Þó svo að eitthvað af ágóðanum fari til noregs

að þá er stór hluti af fjármuunum

sem að verður eftir í íslenska kerfinu.

https://contact.blog.is/blog/vonin/category/3380/

Dominus Sanctus., 24.4.2024 kl. 06:29

2 Smámynd: Dominus Sanctus.

Hins vegar er ég fylgjandi þinni stefnu tengt öllu þegar að kemur að smábáta/handfæra-útgerð og um að gera að leyfa þeim að veiða sem mest og sem lengst.

Þeir munu ekki höggva nein skörð í þorskstofninn.

Dominus Sanctus., 24.4.2024 kl. 06:32

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Dominus S. til að fyrirbyggja frekari misskilning þá er rétt að taka það skýrt fram að ég er mjög fylgjandi fiskeldi en ég vann fyrir margt löngu við rannsóknir tengdu eldi.

Umræðan um allan gróðan í eldinu og nú nýfrjálshyggjufrumvarp Vg um sölu, veðsetningu og leigu á ótímabundnum leyfum minnir mig á duglega feðga á Norðurlandi sem hugðust fara í grænmetisframleiðslu.  Áður en búið var að reisa gróðurhúsið þá spruttu upp deilur um hvernig ætti að skipta gróðanum þannig ekkert varð úr því að reisa gróðurhúsið.

Vissulega hefur eldið skapað fjölda starfa m.a. á Vestfjörðum sem er frábært en afkoman í greininni hefur ekkert verið frábært eftir því sem ég kem næst.  

Sigurjón Þórðarson, 24.4.2024 kl. 09:08

4 Smámynd: Dominus Sanctus.

Hefur afkoman ekki veirð frábær? 

https://contact.blog.is/blog/vonin/category/3380/

Dominus Sanctus., 25.4.2024 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband