Leita í fréttum mbl.is

Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur atvinnuhafta

Það verður ekki tekið frá Sjálfstæðisflokknum að þingmenn flokksins fara árlega á rúntinn í rútunni sinni út á land. Rútan þræðir, þá ýmist brotnar byggðir eða byggðalög sem mega muna fífil sinn fegurri. Það er samt alltaf mikið gaman og mikil gleði og allir pósta myndum á Instagram.

Ekki nýta þeir ferðina til þess að endurskoða harðneskjulega afstöðu sína til t.d. frjálsra handfæraveiða eða hvað þá ráðgjafar Hafró sem gengur augljóslega ekki upp. Allir sem skoða árangur hennar geta ekki komist að annarri niðurstöðu.

Hvers vegna er stefnan ekki endurmetin - jú það gæti mögulega komið stuggur að litlu elítuna.

Nú er frumvarp fyrir þinginu sem mun leiða það af sér að færa grásleppuna inn í gjafabraskkerfið. Það vita allir hvað það mun leiða af sér þ.e. auðvitað að þeir sem eru nú þegar komnir upp fyrir kvótaþakið munu gleypa grásleppukvótann eins og annað og útgerð smábáta heyra sögunni til.

Þegar ég hélt að "frelsisflokkurinn" gæti ekki gengið lengra þá fréttist af því að ekki fengist leyfi til tilraunanytja á þara fyrir Norðurlandi.

Ekki kæmi á óvart að það fari nú fram dauðaleit í Valhöll að einhverri Evrópugerð til þess að réttlæta eðlislæga haftastefnu og kenna Evrópusambandinu um.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband