15.3.2024 | 23:25
Bjartasta vonin dofnar
Ýmsir eru farnir að velta því fyrir sér hver verði næsti formaður Sjálfstæðisflokksins. Þeir sem hingað til hafa verið taldir líklegri til þess að taka við keflinu hafa ekki styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu. Sammerkt er með þeim að þeir hafa gjarnan boðað mikla sókn og breytingar með stórfenglegri flugeldasýningu, en þegar til kastanna hefur komið hefur skotist upp lítil ýla sem varla hefur náð upp fyrir þakskeggið.
Í kjölfarið hefur nafn Guðrúnar Hafsteinsdóttur oftar verið nefnt til sögunnar sem vænlegur kostur. Hún hefur ekki verið með mikið orðagjálfur, heldur boðað breytingar með yfirveguðum hætti og að því virðist reynt að vinna þeim.
Nú í þinginu í síðustu viku virtist sem að það væri slokknað dómsmálaráðherranum í svörum við fyrirspurnum um landamæragælsu og vanrækslu flugfélaga við að upplýsa hverjum þau eru að fljúga til landsins.
Guðrún virkaði eins og hver annar ísaður embættismaður langt innan úr kerfinu sem var sáttur við að hingað kæmu liðlega 150 þúsund manns árlega sem stjórnvöld vissu engin deili á. Ráðherrann virtist hamingjusamur með að íslensk lög vikju fyrir sjónarmiðum flugfélaganna þar til búið væri að fara í einhverjar viðræður um málið við Evrópusambandið. Það hreyfði ekki við neinu þó svo að dæmi væru um að útlendingum sem hefði verið brottvísað kæmu til landsins hvað eftir annað m.ö.o. landamærin eru galopin.
Svör við því hvort taka ætti upp auknu eftirliti á landamærunum voru með sama sniði - engin pólitísk sýn eða skilaboð og öllum ákvörðunum vísað til ríkislögreglustjóra.
Það er vonandi að dómsmálaráðherra hressist sem fyrst og boði festu í málaflokknum - Ekki veitir af.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
- Bara ef það hentar mér: Hér má sjá ráðleggingar Hafró um afla hvers árs og það sem enda... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: "Vagn" svei mér þá þú ert bara mun meiri "GRAUTARHAUS" en ég ha... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Jóhann, úthlutaður kvóti, veiðiheimildir, er ekki það sama og r... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Pálmi það skal tekið fram að ég fylgjandi auknum veiðiheimildum... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Sæll Sigurjón Þú ert bara ekki að bera saman epli og epli. Þú v... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Hvað er eiginlega á milli eyrnanna á þér "Vagn"???? Kvóti og v... 7.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 86
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 73
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Meira hvað þessi útlendingamál geta vafist fyrir fólki. Mér þykir mjög auðvelt að segja tökum um 5% af landsmönnum, hlúum að þeim og byggjum þeim gott líf á Íslands. Þeir eiga að læra íslensku og geta fótað sig í íslensku samfélagi.
Meira hvað þingmenn eru fljótir að falla ofan í gamla skurði í stað þess að hefja mokstur á nýjum. ;)
Hef orðið vör við að grunnskólar senda upplýsingar á ensku til foreldra sennilega til að létta þeim lífið ef maður spyrði. Slíkt á að banna, gervigreindin getur þýtt íslenskuna fyrir þetta fólk og liður í að lesa íslensku. Við aumingjavæðum útlenda fólkið í landinu með því að halda íslenskunni frá því. Túlkaþjónusta á bara að vera í boði í 2-3 ár, síðan á kostnað foreldra.
Við þurfum að hreinsa til það er nokkuð ljóst.
Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 16.3.2024 kl. 09:18
Sjálfstæðisflokkurinn hætti að vera hægri flokkur í valdatíð Bjarna. Er rekald á öldum stjórnmálanna í dag.
Birgir Loftsson, 16.3.2024 kl. 09:32
Sjálfstæðisflokkurinn gengur út á að þjóna auðmönnum og þingmenn flokksins kippa sér ekki upp við að leggja stein í götu minni atvinnurekenda á þeirri leið.
Sigurjón Þórðarson, 16.3.2024 kl. 09:47
Sigurjón þú varst einu sinni bjartasta vonin í Frjálslynda flokknum. Svo hafðir þú ekki einu sinni manndóm til þess að halda flokknum þínum á floti. Guðrún er að taka á málum sem þú hafðir aldrei manndóm til. Nú ert þú kominn á endastöðina, ferð að líta á pláss á elliheimilinu. Varðhundur kerfisins. Reynir að verja aðgerðir heilbrigðiseftirlitsins um allt land. Þú verður mjög leiðinlegt gamalmenni.
Sigurður Þorsteinsson, 16.3.2024 kl. 13:44
Sigurjón sérðu ekki fyrir þér þegar þú ert kominn á elliheimilioð og þá kemur athugasemd. ,,Ég vil ekki að ún mamma eða pabbi fái herbergi við hliðina á honum Sigurjóni, hann er svo leiðinlegur!"
Sigurður Þorsteinsson, 16.3.2024 kl. 13:50
Góðan daginn Sigurður á þessum yndislega fallega degi - þú ert ágætur.
Sigurjón Þórðarson, 16.3.2024 kl. 15:26
Sæll Sigurjón æfinlega; sem og aðrir þínir gestir !
Þakka þjer fyrir; raunsæja lýsingu á stjórnarháttum
hinna hefðbundnu blýanta nagara stjórnarráðsins, suður
í Reykjavík, Sigurjón.
Helga Dögg og Birgir !
Beztu þakkir; ekki síður til ykkar, fyrir myndræna
lýsinguna á íslenzka stjórnmála óskapnaðinum, ekki
síður.
Sigurður Þorsteinsson !
Alltaf; skalt þú finna leiðir, til þess að bera blak
af Valhallar hlandforinni, Sigurður minn.
Á hverju; sem gengur.
Úlfar Lúðvíksson; Suðurnesja lögreglustjóri var, í
tíð gufumennisins Jóns Gunnarssonar, ekki síður en
arftaka Jóns:: Guðrúnar Hafsteinsdóttur búinn að fara
fram á, að fá aðgang að farþegalistum flugfjelaganna
sem á Sandgerðis (ekki Keflavíkur) flugvelli lentu -
og lenda. Hvorki Jón nje Guðrún hafa tekið hið minnsta
mark á beiðni Úlfars, frekar ýtt undir stjórnleysið
í komu allra handanna útlendinga, þar syðra.
Sigurður minn.
Við skulum ekkert útiloka; að Sigurjóni takist að
blása glæðum í áframhald og endurkomu Frjálslynda
flokksins, ekki myndi af veita, í því kviksyndi
stjórnmálanna, sem landsmenn búa við, nú: um stundir.
Með beztu kveðjum, sem endranær, af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.3.2024 kl. 18:37
Styð ég eindregið þessa tillögu Óskars Helga, að endurvekja Frjálslynda flokkinn. Hann var talsvert á undan sínum samtíma, og ef fylgi við hann er nægilegt nú má búast við að fólk undir hans formerkjum geri betri hluti en valdafólk nú.
Segjum aldrei að menn séu of gamlir í pólitík ef þeir hafa kjark og vit og fá stuðning almennings.
Ingólfur Sigurðsson, 17.3.2024 kl. 03:28
Óskar það er engin spurning að Sigurjón var afar gott efni í góðan stjórnmálamann. Hann lenti hins vega rí því að koma á þing með flokksformanni sem þekkti ekki sinn vitjunartíma og þó Sigurjón tæki við sem flokksformaður í tvö ár beið Frjálslyndi flokkurinn afhroð í næstu kosningum. Óeiningin innan flokksins var bara of mikil. Hins vegar hefur Sigurjón breyst í afdankaðan kerfiskall sem nú ver sennilega óvinsælasta opinbera batteríið þ.e. Heilbrigðiseftirlitið. Á reyndar ekki trú að hann notið þann nýbingskap sem starfsmenn eftirlitsins nota um land allt. Guðrún Hafsteinsdóttir kemur hins vegar inn á þig og gerir kröfur og formaður Sjálfstæðisflokksins ýtir út einum vinsælasta ráðherra sínum Jóni Gunnarssyni og hún tekur við á miðju kjörtímabili. Það þýðir í mínum huga að hún hafi gert kröfur og þær hafi þótt það málefnalegar að hún hafði betur. Svo kemur hún fram í þessum útlendingamálum af röggsemi og leiðir stærstu breytingar sem gerðar hafa verið í kerfinu. Auðvitað er ekki allt vonlaust í þessu kerfi frekar en heilbrigðiseftirlitinu, og það gagnrýnir Sigurjón. Í hans stöðu mætti hann vera sanngjarnari. Óskar þið Pítatamenn eruð auðvitað í tómri steypu. Ég ætla ekki að biðja þig um að taka hausinn úr sandinum, þú ert með hann í miðjum fjóshaug.
Sigurður Þorsteinsson, 17.3.2024 kl. 09:22
Ekkert skil ég í síendurteknum fullyrðingum Sigurðar um að hve Heilbrigðiseftirlitið sé óvinsælt. Ég verð ekki var við annað en að almenningur vilji hafa virkt matvæla- og hollustuháttareftirlit m.a. til þess að tryggja matvælaöryggi og að börn í skólum búi við góð skilyrði svo eitthvað sé tínt til. Það er ekki óalgengt að fólk leiti ráða um eitt og annað en á síðustu dögum hafa komið ýmis erindi þess efnis m.a. hvað varðar; skipulag á matvælavinnslu, gæðhandbókar á hóteli, umferðar og öryggismál á skíðasvæði, hvernig á að komast í gegnum erfiða skráningarreglugerð sem Guðlaugur Þór setti, hvað eigi að gera við mengaðan jarðveg ofl.
Það liggur reyndar fyrir nýleg þjónustukönn 81% af þeim sem svöruðu töldu þjónustuna sem Heilbrigðiseftirlitin veita vera í meðallagi eða góða.
Það er erfitt að átta sig á ferðalagi Guðlaugs Þórs en hann hefur verið með villandi málflutning og gert lítið úr fólki sem vinnur við matvælaeftirlit m.a. með fullyrðingum um að það sé haldið einhverju vaskablæti! Mögulega verður ráðherrann stærri í augum einhverra og jafnvel sínum eigin með þessu tali.
Í sjálfu sér er ekkert að því að ríkisvæða þessa þjónustu sveitarfélaganna en þá væri nærtækara að ráðherra kynnti nýtt skipulag og kosti þess og útfærslu. Sjálfstæðisflokkurinn verður að útskýra þessa undarlegu aðferðafræði og afstöðu til stofnanna sveitarfélaganna í landinu.
Ekki ætla ég að hafna því að ég sé kerfiskarl en ég held að ég sé bara þokkalega góður á því sviði eins og sumu öðru sem ég tek mér fyrir hendur.
Sigurjón Þórðarson, 17.3.2024 kl. 11:13
Sælir; sem fyrr !
Ingólfur !
Þakka þjer fyrir; drengilegar og heiðarlegar undirtektir,
við minni málafylgju.
Sigurður !
Jeg sje ekki betur; en að Sigurjón hafi komizt ágætlega
frá vel ígrunduðum tilsvörum gagnvart þínum hugleiðingum -
svo er jeg ekki Pítatamaður Sigurður minn (hafir þú átt við Pírata gerpin hefi jeg álíka skömm á þeim:: sem og á núverandi stjórnarflokkum, að Viðreisn og Samfylkingu við
bættum).
Er fjóshaugur; nokkuð verri viðverustaður, fremur en
sandbingur, Sigurður minn ?
Ekki síðri kveðjur; þeim hinum fyrri /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.3.2024 kl. 12:13
Sá sem er með hausinn í sandinum, skilur ekkert kannski er þetta ekki spurningin um sandinn, heldur fjóshauginn eins og hjá vini þínum Óskari. Forsvarsmaður Beint frá býli kemur fram í lok síðustu viku og gagnrýnir bæði Heilbrigðiseftirlitið og regluverkið og án þess að kynna þér gagnrýnina kemur þú eins og þú sjálfur segir, kerfiskall, og ég skal bæta við ,,afdankaður" og hafnar gagnrýninni. Þættir að skammast þín Sigurjón. Tali þig meiri mann en þetta. Svo nefnir þú hagsmuni barna, minn samstarfsmaður á þessu sviði hefur bæði miklu meiri menntun, reynslu og þekkingu á því sviði en þú og segir að það væri mikill fengur að meiri framleiðslu frá aðilum eins og þeim sem framleiða Beint frá býli. Við erum ekki að skrifast hér á eingöngu maður á mann, heldur lesa þetta fleiri. Fékk símtal rétt áður frá smáframleiðanda hann sagði. ,,Auðvitað eigum við að safna saman, hvernig þetta kerfi níðast á okkur Vandamáli er bara að þessir aðilar ,,hefna sín". " Geðsleg Sigurjón. Skal sjá til þess að þessir aðilar komi sínum sjónarmiðum á framfæri. Skal sannarlega taka þátt í því að láta fara yfir það kerfi sem umhverfisráðherra, m.a. regluverk. Sá gutti ætti að gera eitthvað í málunum.
Sigurður Þorsteinsson, 17.3.2024 kl. 13:00
Held að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tekið fyrstu skrefin í að verða Ósjálfstæðiflokkurinn, þegar Gunnar Thoroddsen myndaði klofningsstjórnina fyrir rúmum fjórum áratugum; en hann vissi vel af heilræðum Jóns Þorlákssonar frá 1926-9 að samruni Íhaldsflokksins og Frjálslynda myndu enda þannig.
En það var Davíð sem breytti honum í Marxistaflokk.
Guðjón E. Hreinberg, 17.3.2024 kl. 13:37
Sigurður það hefur komið fram í fyrri svörum að ég hafi einmitt rætt við Oddnýju Önnu um þessi mál og tel að við séum á sama báti þ.e. að vilja rýmka reglur fyrir smáframleiðendur en þó þannig að matvælaöryggið sé ásættanlegt og samkeppnisaðstöðu minni framleiðenda sem eru þegar með fullgild leyfi sé ekki raskað.
Það er óumdeilt að skráningarreglugerð umhverfisráðherra hefur miklu frekar gert minni atvinnurekendum erfitt fyrir en greitt götu þeirra við að afla sér leyfis. Ég er ekki viss um að þið "Sjálfstæðismenn" séuð að gera matvælaeftirliti greiða eða hvað þá ykkar sjónarmiðum um einkavæðingu og draga úr beinu matvælaeftirliti, með þessum sviguryrðum á borð við; að heilbrigðisfulltrúar séu með vaskablæti, eða þátttakendur í Sovéskum grínþættti, ofsæki atvinnurekendur, ástundi hefnd og þeir sem bera hönd fyrir höfuð sér fá stimpilinn afdankaðir kerfiskarlar sem þyrftu að fara ef vel ætti að vera á einangraða vist á elliheimili. Hvaðan kemur þessi illska og fordómar?
Guðjón já ég er sammála því að flokkurinn sé fyrir löngu búinn að snúast upp í andhverfu sína. Einn helsti vandi smábátasjómanna nú er mikil þorskgengd. Það segir eitt og annað um delluna ef vandamál fiskveiðiþjóðar eru góð aflabrögð. Ekki nóg með að Sjálfstæðisflokkurinn reyni með öllum ráðum að bregða fæti fyrir smábátasjómenn í þjónkun við örfáar stórútgerðir heldur er gengið lengra í að koma fyrir að að sjávarbyggðirnar nái vopnum sínum. Dæmi er um að sjávarbyggð sem misst hafa nánast allar veiðiheimildir fái ekki einu sinni að nýta þann þara sem er úti fyrir ströndinni.
Sigurjón Þórðarson, 17.3.2024 kl. 14:35
Komið þið sæl; enn á ný !
Guðjón E. Hreinberg !
Afbragðs útskýring þín; hversu komið er fyrir þessarri
flokks ómynd, hver flaggar fölskum fánum sjálfstæðis.
Sigurjón !
Minna mætti Sigurð Þorsteinsson einnig á; hversu
sugljóst samspil Engeyinganna (Bjarna Benediktssonar
og ættinngja hans) er við glæpa- og hryðjuverka
fjelagið Samherja:: hvert á sjer jú dyggan formælanda
hjer á Mbl.vefnum (blog.is) sem er Páll Vilhjálmsson
blaðamaður og kennari með meiru, svona áþekk tryggð
Páls við þetta lið, og hið dapurlega Sigtúns fjelag
þeirra Selfyssinganna, hvar meirihluti bæjarstjórnar
Selfosskaupstaðar og hjáleigna hans (gengur undir
heitinu Árborg:: í daglegu tali), hefur svarizt í
fóstbræðralag með Kristjáni Vilhelmssyni og hans
fylgifiskum ýmsum, með því að færa þeim miðbæ sinn
á einskonar Silfurfati smjaðurs og inngróinnar
spillingar, sem öllum er kunnugt, sem vita vilja.
Hún er viðar þróttmikil; Mafíu starfsemin, en suður
á Síkiley og í nágrenni hennar !
Beztu kveðjur; sem fyrr og áður /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.3.2024 kl. 15:18
Sigurjón við erum þá sammála um að efla framleiðslu t.d. hjá þeim sem vinna Beint frá býli, og auðvitað verður að gera gröfur. Sérstaklega að gera bændum kleyft að auka tekjur sínar. Þá ekki þessar kröfur í dag og aðrar á morgun. Með því að setja starfsmönnum heilbrigðiseftirlitana skýrari vinnureglur þá hef ég ekkert við það að athuga að þeir séu opinberir starfsmenn. Aðalatriðið að samskiptin séu á plani.
Sigurður Þorsteinsson, 17.3.2024 kl. 16:01
Vel á minnst. Var farinn að sagka Óskars Helga Helgasonar mikið. Gaman að heyra frá honum afur.
Sigurður Þorsteinsson, 17.3.2024 kl. 16:03
Komið þið sæl; enn á ný !
Sigurður !
Þakka þjer; hlýtt hugarþel, mjer til handa.
Í Janúar 2015: ákváðu Hádegis móa menn (Morgunblaðsmenn),
að kasta svarthamars síðu minni fyrir róða, jeg hafði verið
full harðorður í garð Lífeyrissjóða kerfisins, meðfram
ýmsu öðru, sem (í innlendum og útlendum málefnum), hafði
jeg víst verið full tungulangur, fyrir þeirra smekk.
Hefi reyndar ekki; gert neitt í því, að fá síðu mína (stofnaða á blog.is í Apríl 2007) endurreista - og óvíst,
hvort jeg nenni hjeðan af, að fá hana endurreista þar uppfrá (í Hádegis móum) Sigurður minn.
Ekki síðri kveðjur; fremur venju /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.3.2024 kl. 21:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.