Leita í fréttum mbl.is

Snúið út úr áliti umboðsmanns

Álit umboðsmanns Alþingis er skýrt, matvælaráðherra braut lög og fór á svig við stjórnarskrá Íslands sem hún hefur svarið eið að. Það sem er ekki síður alvarlegt við málið er að matvælaráðherra gerði það í samráði og með stuðningi forsætisráðherra.  Stuðningur forsætisráðherra við lögbrotin er stórundarlegur í ljósi þess að eitt af yfirlýstum markmiðum hennar með myndun ríkisstjórnarinnar var að auka traust á stjórnmálum og stjórnsýslunni. 

Álit umboðsmanns snýst ekki um að matvælaráðherra hefði getað gert heldur betur í starfi eins og ráðherra gefur í skyn, heldur að hún hafi þverbrotið stjórnsýslulög.

Matvælaráðherra hefur hingað til réttlætt lögbrotin með skringilegum hætti á borð við að lögin hafi verið úrelt og komin til ára sinna, þó svo brotin snúi fyrst og fremst að meginreglum stjórnsýslunnar þ.e. lögum nr. 37/1993.  Hún yfirtrompar fyrri skýringar með þeirri barnalegu röksemdafærslu að halda því fram að í áliti umboðsmanns Alþingis, feli ekki í sér nein tilmæli um úrbætur. 

Á umboðsmaður virkilega að þurfa að stafa það ofan í ráðherra að hætta að brjóta lög?

Ef matvælaráðherra vill sýna lýðræðissamfélaginu virðingu í verki þá gerir hún það með því að segja af sér, en ekki með því að snúa út úr áliti umboðsmanns.

 

 

 


mbl.is Gefur ekki tilefni til sérstakra viðbragða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Álit er eftir sem áður bara álit en ekki lögformlegur dómur. Allir geta haft álit en það er fáum gefið að dæma um lögmæti athafna þegnanna. Og enginn þeirra hefur dæmt athafnir ráðherrans ólöglegar. Réttarríkinu er enginn greiði gerður að ætla álitum og skoðunum að koma í stað dóma.

Vagn (IP-tala skráð) 22.1.2024 kl. 12:38

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Vagn nú er það svo að hvorki ég né væntanlega þú geta gefið út álit umboðsmanns Alþingis.  Hlutverk umboðsmanns er nú einu sinni að hafa eftirlit með stjórnsýslunni í landinu og þess vegna ætti álit hans að skipta meira máli en t.d. mitt eða þitt í þessu máli.

Það sem er m.a. slæmt í málsvörn ráðherra er að hún er endalaust að þvæla ráðuneytinu og helstu sérfræðingum að óþörfu inn í sín lögbrot. 

Sigurjón Þórðarson, 22.1.2024 kl. 13:04

3 identicon

Ætti en gerir ekki. Álit umboðsmanns setur engum neinar skyldur til að gera neitt. Það gæti þess vegna verið þitt eða mitt álit.

Vagn (IP-tala skráð) 22.1.2024 kl. 13:30

4 Smámynd: Birgir Loftsson

"Samkvæmt 11. gr. laga nr. 85/1997 skal umboðsmaður tilkynna Alþingi og jafnframt hlutaðeigandi ráðherra eða sveitarstjórn, eftir því sem við á, ef hann verður þess var að "meinbugir" séu á gildandi lögum eða almennum stjórnvaldsfyrirmælum. Í 11. gr. starfsreglna umboðsmanns er við "meinbugi" á lögum og almennum stjórnvaldsfyrirmælum bætt "meinbugum" á starfsháttum í stjórnsýslu."

Álit umboðsmanns er því ekki venjulegt álit! Samkvæmt þessu er ljóst að umboðsmanni er veitt mjög verulegt svigrúm til að láta málefni til sín taka samkvæmt heimild í 11. gr. segir um umboðsmanninn.

Birgir Loftsson, 23.1.2024 kl. 10:46

5 identicon

Umboðsmaður skal tilkynna Alþingi og jafnframt hlutaðeigandi ráðherra eða sveitarstjórn,sem síðan þurfa ekkert að gera frekar en þau vilja. Það mætti því eins standa að pulsusali í Laugardalnum skuli tilkynna Alþingi og jafnframt hlutaðeigandi ráðherra eða sveitarstjórn eitthvað sem hann telur meinbugi.

Álit umboðsmanns er ekki venjulegt álit nema að því leiti að engum ber að fara eftir því og afleiðingar af því að hundsa það eru engar. Það sem er sérstakt við álit umboðsmanns er að honum er skipað með lögum að segja sína skoðun í þeim málum sem hann kýs að taka fyrir.

Vagn (IP-tala skráð) 23.1.2024 kl. 18:56

6 Smámynd: Birgir Loftsson

Vagn, umboðsmaður Aþingis  enginn venjulegur borgari. Hlutverk umboðsmanns er að hafa eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga og tryggja rétt einstaklinga gagnvart stjórnvöldum landsins. Skal umboðsmaður gæta þess að jafnræði sé í heiðri haft í stjórnsýslunni og að hún fari að öðru leyti fram í samræmi við lög og vandaða stjórnsýsluhætti, sbr. 2. gr. laga nr. 85/1997.

Umboðsmaðurinn er n.k. dómari sem kveður á um að menn eigi að fara eftir réttri stjórnsýslu og brjóti ekki lög. Álit hans hefur því afleiðingar varðandi reglugerð "sjávarútvegisráðherra" um hvalveiðar.  Nú er hætt á að Hvalur fari með málið fyrir dómstóla, með tilheyrandi kosnað fyrir skattborgara enda nokkuð ljóst að hér voru brotin lög.

Birgir Loftsson, 24.1.2024 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband