Leita í fréttum mbl.is

Fálm út í loftið

Nú er enn eitt árið hafið fálmið á nokkrum skipum þar sem slegin er einhver tala á stærð loðnustofnsins. Það ætti að gefa auga leið að þessi tala sem kemur út úr leiðangrinum er skot út í loftið, enda verulega háð veðri og vindum. Stofnstærðin mun síðan nokkuð örugglega fara í gegnum endurmat eftir því sem líður á vertíðina og fleiri skip taka þátt í að eltast við fiskinn.

Áður en lengra er haldið í þessu endurtekna föndri með framkvæmd athuganna í samræmi við reiknilíkan með ágiskuðum forsendum, þá er ekki úr vegi að staldra við og skoða  árangurinn.  Gott ef aflareglan í loðnu sem miðar að því að skilja eftir ákveðinn hluta af hrygningarstofni hafi ekki verið tekin upp árið 1983 og síðan var hert á reglunni um miðjan síðasta áratug. Það gefur auga leið að sú endurkoðun hefur ekki leitt neitt gott af sér fyrir þjóðarbúið.

Ef árangurinn er skoðaður þá blasir við að loðnuaflinn á síðustu 20 árum er um þriðjungur af því sem hann var á jafn löngu tímabili þar á undan.  Það er borðleggjandi að það hefur ekki orðið neinn árangur af stjórnuninni, en þeir sem stjórna ferðinni ættu að skýra nánar hvert er markmiðið.  Það má búast við því að svörin verði að auka þurfi fjármagn til rannsókna, loftslagsbreytingar og jafnavel ennfrekari della a borð við súrnun hafsins. 

Eina vitið er að gefa strax út veiðiheimildir upp á 100 þús tonn eða svo þannig að það fari strax fram virk leit að fiskinum á fleiri skipum.

 

 

 


mbl.is Vetrarmæling loðnu hefst í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Þrjár hvalategundir éta 10% af loðnu stofninum. Hvað segir Svandís við því?

Birgir Loftsson, 19.1.2024 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband