Leita í fréttum mbl.is

Seðlabankastjóri á villigötum

 
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur tekið sér það hlutverk, að því virðist óumbeðinn, að spá fyrir um hina ýmsu ókomnu atburði, á borð þróun; fasteignaverðs, verðbólgu, veirufaraldursins og jafnvel heilu atvinnuveganna.
 
Í dag birti seðlabankastjóri þann spádóm að ferðaþjónustan væri á svipuðum slóðum og sjávarútvegurinn árið 1988, í meintu hruni þorskstofnsins og að ráðið fyrir ferðaþjónustun væri að blása til sambærilegrar sóknar nú og var gert fyrir um 3 áratugum síðan í sjávarútveginum. Mátti skilja á Ásgeiri að leiðin lægi meðal annars í að setja á ferðatakmarkanir um miðhálendið með nýjum þjóðgarði.
 
Hvernig sem á það er litið þá þolir málflutningur spámannsins enga skoðun. Ég tel mig vita að sanngjarn og talnaglöggur seðlabankastjóri játi að spádómur hans hafi verið gerður á röngum forsendum, eftir að hafa farið yfir aflatölur liðinna ára.
Það varð nefnilega ekkert hrun í þorskstofninum árið 1988 og ekki heldur nein sókn í sjávarútvegi í kjölfarið, eins og hann hélt fram. Þorskaflinn árið 1988 var um 400 þús tonn en fór hraðminnkandi á tíunda áratugnum, í kjölfar þess að ráðgjöf Hafró var nákvæmlega fylgt. Hvernig sem á það er litið, þá hefur reiknisfiskifræðileg ráðgjöf Hafró skilað minni afla land en fyrir daga hennar, enda stangast hún á við vistfræðileg lögmál.
Það væri nær ef seðlabankastjóri færi með gagnrýnum hætti yfir forsendur núverandi ráðgjafar, en ef henni verður fylgt áfram í blindni, má búast við verulegum niðurskurði á aflaheimildum næsta árs.
 
Það eru veigamikil líffræðileg rök fyrir því að bæta megi gríðarlega í allar veiðar og endurskoða frá grunni ráðgjöf sem aldrei hefur gengið eftir.

mbl.is Tekur eitt til tvö ár að vinna sig úr vandanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Atli Hermannsson.

Það að vera hagfræðingur er nokkuðu líkt því að vera spákona svo honum er e.t.v. vorkunn hvað framtíðina varðar. Hitt er öllu verra að hann virðist ekki geta séð söguna í réttu ljósi. Hann virðist því vera á sama báti og Brynjar Níelsar sem ekki nennir að googla einfaldar staðreyndir og opinber gögn. Brynjar er að vísu svolítill kjáni, en Ásgeir er á góðri leið með að vera það líka því miður. 

Atli Hermannsson., 26.1.2021 kl. 18:35

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það verður að virða Ásgeiri það til vorkunnar að vera ekki einungis alinn upp af föður sínum heldur einnig ruglukollunum hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Einn helsti hugmyndafræðingur stefnunnar að veiða minna til að fá meira seinna er hagfræingurinn Ragnar Árnason sem lengi sá um uppeldi hagfræðinga frá HÍ.  Ragnar komst að þeirri niðurstöðu skömmu fyrir hrunið að hagstæðast væri að hætta þorskveiðum í 3 ár til að fá mikinn afla að þeim tíma liðnum í ljósi þess hve þjóðarbúið stæði vel!

Sigurjón Þórðarson, 26.1.2021 kl. 21:07

3 identicon

Góður pistill Sigurjón,þú hefur alltaf séð hlutina í réttu samhengi og einn af þeim fáu sem ekki var heilaþveginn inn á hinu háa alþingi.

Björn. (IP-tala skráð) 27.1.2021 kl. 06:41

4 identicon

Ertu ekki eitthvað að misskilja manninn? Það hefur verið í umræðunni að koma meira skipulagi á ferðamannaiðnaðinn. Láta illa rekin fyrirtæki fara á hausinn og fá hingað ferðamenn sem eiga peninga o.s.frv. Samlíkingin við sjávarútveginn 1988 gengur einfaldlega út á það að fyrir þann tíma var þessi atvinnugrein í lamasessi en með tilkomu kvótakerfisins snerist þróunin við. En kvótakerfi á hálendinu: hvernig dettur mönnum í hug svona bull. Tek það skýrt fram að þessi þjóðgarður kemur alls ekki til greina að mínu viti.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 27.1.2021 kl. 14:49

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

30.7.2014:

"Í fyrsta skipti í sögu landsins skilar þjónustuútflutningur þjóðarbúinu meiri tekjum en vöruútflutningur og þar munar mestu um ferðaþjónustu. cool

Um 2,4 milljarða halli var á vöruskiptum við útlönd á fyrri helmingi þessa árs, 2014."

"Neikvæðan vöruskiptajöfnuð á fyrri hluta ársins má aðallega skýra með tvennu:

Lægra verðmæti sjávarafurða og lægra álverði en á sama tíma í fyrra.

Tiltölulega lágt verð er á okkar helstu útflutningsafurðum og þar vegur lækkandi álverð hvað þyngst," segir Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands [nú seðlabankastjóri]. cool

"Við höfum ekki náð að auka vöruútflutning eftir hrun, þrátt fyrir að gengi krónunnar hafi verið í sögulegu lágmarki.

En þjónustuútflutningur hefur aukist, einkum vegna ferðaþjónustu, og þaðan eru útflutningstekjurnar að koma."" cool

Þjónusta skilar nú meiru en vöruútflutningur

Þorsteinn Briem, 27.1.2021 kl. 15:34

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Könnun meðal erlendra ferðamanna sem dvöldu hér á Íslandi sumarið 2011:

Tæp 47% svarenda voru með há laun eða laun yfir meðallagi, rúm 39% með laun í meðallagi (samtals 86%) og tæp 14% með lág laun eða laun undir meðallagi.

Erlendir ferðamenn sem dvöldu hér á Íslandi sumarið 2011 - Ferðamálastofa

Könnun meðal erlendra ferðamanna sem dvöldu hér á Íslandi veturinn 2011-2012 (frá september til maí):

    • Tæplega helmingur (47,5%) svarenda var með há laun eða laun yfir meðallagi, um 41% með laun í meðallagi og um 11% með lág laun eða laun undir meðallagi.

    • Helmingur svarenda var í stjórnunar- eða sérfræðistörfum, 13,1% í skrifstofu- eða þjónustustörfum, 10,1% voru nemar, 8,3% ellilífeyrisþegar eða heimavinnandi, 6% sérhæft starfsfólk eða tæknar og 12,1% í öðrum störfum.

    Erlendir ferðamenn sem dvöldu hér á Íslandi veturinn 2011-2012 - Ferðamálastofa

    Þorsteinn Briem, 27.1.2021 kl. 15:38

    7 Smámynd: Þorsteinn Briem

    Gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum hér á Íslandi eru um ein milljón króna að meðaltali af hverri fjögurra manna fjölskyldu. cool

    Og hér á Íslandi dvöldust flestir erlendir ferðamenn árið 2018, þegar gengi íslensku krónunnar var hátt en ekki lágt, einmitt vegna þess að hér dvöldust þá margir erlendir ferðamenn. cool

    Útflutningsverðmæti ferðaþjónustunnar rúmlega fimm hundruð milljarðar króna árið 2017 - Um þrefalt meira en útflutningsverðmæti sjávarafurða

    Heildarfjöldi erlendra ferðamanna hér á Íslandi árin 2015-2019

    "Störf í ferðaþjónustu og tengdum greinum eins og veitingarekstri eru yfir 22% allra starfa á Íslandi.

    Sé tekið mið af meðaltali undanfarinna sjö ára gegna konur 54% þessara starfa en karlar 46%."

    Ferðaþjónusturit Landsbankans - Mars 2015

    Um 139 milljarða króna afgangur af þjónustuútflutningi en 11 milljarða króna halli á vöruskiptum árið 2014

    27.9.2015:

    "Ef ferðaþjónustan hefði ekki komið til væri hagsveiflan sennilega á enda, þar sem vöruskiptajöfnuður er orðinn neikvæður á nýjan leik. cool

    Ferðaþjónustan hefur gegnt algjöru lykilhlutverki í að byggja upp gjaldeyrisforða Seðlabankans."

    Ásgeir Jónsson hagfræðingur (nú seðlabankastjóri) útskýrir það sem er að gerast í íslenska hagkerfinu

    Auknar fjárveitingar ríkisins til Landspítalans, háskólanna og vegagerðar koma aðallega frá ferðaþjónustunni. cool

    27.11.2014:

    Hagvöxturinn byggist á vexti ferðaþjónustunnar

    Þorsteinn Briem, 27.1.2021 kl. 15:59

    8 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

    Jósep Smári - sjávarútvegurinn fyrir daga kvótakerfisins byggði upp Íslenskt þjóðfélag á 20. öldinni.  

    Sigurjón Þórðarson, 27.1.2021 kl. 16:50

    9 identicon

    Rétt hjá þér en hann var hinsvegar illa rekinn. Bæjarútgerðir voru á hausnum og það þurfti alltaf öðru hvoru inngrip frá ríkissjóði. Ferðamannaiðnaðurinn byggði líka upp eftir hrun þar til covit kom upp. Það er ekkert að því að betrumbæta hlutina, er það?

    Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 27.1.2021 kl. 16:57

    10 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

    Jósef Smári, ekki gleyma þætti sjávarútvegs eftir hrun með makríl og síldar gróða 

    Hallgrímur Hrafn Gíslason, 27.1.2021 kl. 17:32

    11 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

    Núna gætum við aukið veiðina áhættulaust og bjargað okkur út úr þessari kreppu.

    Hallgrímur Hrafn Gíslason, 27.1.2021 kl. 17:45

    12 identicon

    Hallgrímur: Er þetta ekki eitthvað sem Hafró hefur með að gera? Hef því miður ekki kunnáttu til að meta hvort veiðiráðgjöfin sé rétt eða röng en það mætti taka smá áhættu ( ef hún er fyrir hendi) og auka veiðarnar. Það hjálpar allt.

    Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 28.1.2021 kl. 10:35

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Bloggvinir

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband