26.1.2021 | 16:32
Seðlabankastjóri á villigötum
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur tekið sér það hlutverk, að því virðist óumbeðinn, að spá fyrir um hina ýmsu ókomnu atburði, á borð þróun; fasteignaverðs, verðbólgu, veirufaraldursins og jafnvel heilu atvinnuveganna.
Í dag birti seðlabankastjóri þann spádóm að ferðaþjónustan væri á svipuðum slóðum og sjávarútvegurinn árið 1988, í meintu hruni þorskstofnsins og að ráðið fyrir ferðaþjónustun væri að blása til sambærilegrar sóknar nú og var gert fyrir um 3 áratugum síðan í sjávarútveginum. Mátti skilja á Ásgeiri að leiðin lægi meðal annars í að setja á ferðatakmarkanir um miðhálendið með nýjum þjóðgarði.
Hvernig sem á það er litið þá þolir málflutningur spámannsins enga skoðun. Ég tel mig vita að sanngjarn og talnaglöggur seðlabankastjóri játi að spádómur hans hafi verið gerður á röngum forsendum, eftir að hafa farið yfir aflatölur liðinna ára.
Það varð nefnilega ekkert hrun í þorskstofninum árið 1988 og ekki heldur nein sókn í sjávarútvegi í kjölfarið, eins og hann hélt fram. Þorskaflinn árið 1988 var um 400 þús tonn en fór hraðminnkandi á tíunda áratugnum, í kjölfar þess að ráðgjöf Hafró var nákvæmlega fylgt. Hvernig sem á það er litið, þá hefur reiknisfiskifræðileg ráðgjöf Hafró skilað minni afla land en fyrir daga hennar, enda stangast hún á við vistfræðileg lögmál.
Það væri nær ef seðlabankastjóri færi með gagnrýnum hætti yfir forsendur núverandi ráðgjafar, en ef henni verður fylgt áfram í blindni, má búast við verulegum niðurskurði á aflaheimildum næsta árs.
Það eru veigamikil líffræðileg rök fyrir því að bæta megi gríðarlega í allar veiðar og endurskoða frá grunni ráðgjöf sem aldrei hefur gengið eftir.
Tekur eitt til tvö ár að vinna sig úr vandanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
- Bara ef það hentar mér: Hér má sjá ráðleggingar Hafró um afla hvers árs og það sem enda... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: "Vagn" svei mér þá þú ert bara mun meiri "GRAUTARHAUS" en ég ha... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Jóhann, úthlutaður kvóti, veiðiheimildir, er ekki það sama og r... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Pálmi það skal tekið fram að ég fylgjandi auknum veiðiheimildum... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Sæll Sigurjón Þú ert bara ekki að bera saman epli og epli. Þú v... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Hvað er eiginlega á milli eyrnanna á þér "Vagn"???? Kvóti og v... 7.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 86
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 73
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Það að vera hagfræðingur er nokkuðu líkt því að vera spákona svo honum er e.t.v. vorkunn hvað framtíðina varðar. Hitt er öllu verra að hann virðist ekki geta séð söguna í réttu ljósi. Hann virðist því vera á sama báti og Brynjar Níelsar sem ekki nennir að googla einfaldar staðreyndir og opinber gögn. Brynjar er að vísu svolítill kjáni, en Ásgeir er á góðri leið með að vera það líka því miður.
Atli Hermannsson., 26.1.2021 kl. 18:35
Það verður að virða Ásgeiri það til vorkunnar að vera ekki einungis alinn upp af föður sínum heldur einnig ruglukollunum hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Einn helsti hugmyndafræðingur stefnunnar að veiða minna til að fá meira seinna er hagfræingurinn Ragnar Árnason sem lengi sá um uppeldi hagfræðinga frá HÍ. Ragnar komst að þeirri niðurstöðu skömmu fyrir hrunið að hagstæðast væri að hætta þorskveiðum í 3 ár til að fá mikinn afla að þeim tíma liðnum í ljósi þess hve þjóðarbúið stæði vel!
Sigurjón Þórðarson, 26.1.2021 kl. 21:07
Góður pistill Sigurjón,þú hefur alltaf séð hlutina í réttu samhengi og einn af þeim fáu sem ekki var heilaþveginn inn á hinu háa alþingi.
Björn. (IP-tala skráð) 27.1.2021 kl. 06:41
Ertu ekki eitthvað að misskilja manninn? Það hefur verið í umræðunni að koma meira skipulagi á ferðamannaiðnaðinn. Láta illa rekin fyrirtæki fara á hausinn og fá hingað ferðamenn sem eiga peninga o.s.frv. Samlíkingin við sjávarútveginn 1988 gengur einfaldlega út á það að fyrir þann tíma var þessi atvinnugrein í lamasessi en með tilkomu kvótakerfisins snerist þróunin við. En kvótakerfi á hálendinu: hvernig dettur mönnum í hug svona bull. Tek það skýrt fram að þessi þjóðgarður kemur alls ekki til greina að mínu viti.
Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 27.1.2021 kl. 14:49
30.7.2014:
"Í fyrsta skipti í sögu landsins skilar þjónustuútflutningur þjóðarbúinu meiri tekjum en vöruútflutningur og þar munar mestu um ferðaþjónustu.
Um 2,4 milljarða halli var á vöruskiptum við útlönd á fyrri helmingi þessa árs, 2014."
"Neikvæðan vöruskiptajöfnuð á fyrri hluta ársins má aðallega skýra með tvennu:
Lægra verðmæti sjávarafurða og lægra álverði en á sama tíma í fyrra.
Tiltölulega lágt verð er á okkar helstu útflutningsafurðum og þar vegur lækkandi álverð hvað þyngst," segir Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands [nú seðlabankastjóri].
"Við höfum ekki náð að auka vöruútflutning eftir hrun, þrátt fyrir að gengi krónunnar hafi verið í sögulegu lágmarki.
En þjónustuútflutningur hefur aukist, einkum vegna ferðaþjónustu, og þaðan eru útflutningstekjurnar að koma.""
Þjónusta skilar nú meiru en vöruútflutningur
Þorsteinn Briem, 27.1.2021 kl. 15:34
Könnun meðal erlendra ferðamanna sem dvöldu hér á Íslandi sumarið 2011:
Tæp 47% svarenda voru með há laun eða laun yfir meðallagi, rúm 39% með laun í meðallagi (samtals 86%) og tæp 14% með lág laun eða laun undir meðallagi.
Erlendir ferðamenn sem dvöldu hér á Íslandi sumarið 2011 - Ferðamálastofa
Könnun meðal erlendra ferðamanna sem dvöldu hér á Íslandi veturinn 2011-2012 (frá september til maí):
Erlendir ferðamenn sem dvöldu hér á Íslandi veturinn 2011-2012 - Ferðamálastofa
Þorsteinn Briem, 27.1.2021 kl. 15:38
Gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum hér á Íslandi eru um ein milljón króna að meðaltali af hverri fjögurra manna fjölskyldu.
Og hér á Íslandi dvöldust flestir erlendir ferðamenn árið 2018, þegar gengi íslensku krónunnar var hátt en ekki lágt, einmitt vegna þess að hér dvöldust þá margir erlendir ferðamenn.
Útflutningsverðmæti ferðaþjónustunnar rúmlega fimm hundruð milljarðar króna árið 2017 - Um þrefalt meira en útflutningsverðmæti sjávarafurða
Heildarfjöldi erlendra ferðamanna hér á Íslandi árin 2015-2019
"Störf í ferðaþjónustu og tengdum greinum eins og veitingarekstri eru yfir 22% allra starfa á Íslandi.
Sé tekið mið af meðaltali undanfarinna sjö ára gegna konur 54% þessara starfa en karlar 46%."
Ferðaþjónusturit Landsbankans - Mars 2015
Um 139 milljarða króna afgangur af þjónustuútflutningi en 11 milljarða króna halli á vöruskiptum árið 2014
27.9.2015:
"Ef ferðaþjónustan hefði ekki komið til væri hagsveiflan sennilega á enda, þar sem vöruskiptajöfnuður er orðinn neikvæður á nýjan leik.
Ferðaþjónustan hefur gegnt algjöru lykilhlutverki í að byggja upp gjaldeyrisforða Seðlabankans."
Ásgeir Jónsson hagfræðingur (nú seðlabankastjóri) útskýrir það sem er að gerast í íslenska hagkerfinu
Auknar fjárveitingar ríkisins til Landspítalans, háskólanna og vegagerðar koma aðallega frá ferðaþjónustunni.
27.11.2014:
Hagvöxturinn byggist á vexti ferðaþjónustunnar
Þorsteinn Briem, 27.1.2021 kl. 15:59
Jósep Smári - sjávarútvegurinn fyrir daga kvótakerfisins byggði upp Íslenskt þjóðfélag á 20. öldinni.
Sigurjón Þórðarson, 27.1.2021 kl. 16:50
Rétt hjá þér en hann var hinsvegar illa rekinn. Bæjarútgerðir voru á hausnum og það þurfti alltaf öðru hvoru inngrip frá ríkissjóði. Ferðamannaiðnaðurinn byggði líka upp eftir hrun þar til covit kom upp. Það er ekkert að því að betrumbæta hlutina, er það?
Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 27.1.2021 kl. 16:57
Jósef Smári, ekki gleyma þætti sjávarútvegs eftir hrun með makríl og síldar gróða
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 27.1.2021 kl. 17:32
Núna gætum við aukið veiðina áhættulaust og bjargað okkur út úr þessari kreppu.
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 27.1.2021 kl. 17:45
Hallgrímur: Er þetta ekki eitthvað sem Hafró hefur með að gera? Hef því miður ekki kunnáttu til að meta hvort veiðiráðgjöfin sé rétt eða röng en það mætti taka smá áhættu ( ef hún er fyrir hendi) og auka veiðarnar. Það hjálpar allt.
Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 28.1.2021 kl. 10:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.