Leita í fréttum mbl.is

Þakkir

Ég þakka þeim sem studdu listann og lögðu vinnu í baráttuna. Þótt hún hafi ekki skilað fulltrúa fyrir Norðausturkjördæmið að þessu sinni var áreiðanlega lagður grunnur að flokksstarfi í kjördæminu. Margir lögðu á sig fórnfúst sjálfboðaliðastarf sem ég met mikils og þakka fyrir.

Fólk í efstu sætum tók sér frí í vinnunni og vann mörg kvöld að framboðinu, og gerði þetta af hugsjón.

Ég er sannfærður um að baráttumál flokksins, afnám kvótakerfisins, mun ná fram fyrr eða síðar því að kerfið hvetur til svindls og svínarís og er á góðri leið með að leggja sjávarbyggðirnar í rúst.

Flokkurinn heldur fjórum þingmönnum og mun halda áfram að berjast fyrir bættum hag landsmanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Ólafsson

Sæll Sigurjón þú kemur inn ennþá sterkari að 4 árum liðnum og ennþá stærri flokkur það var gaman að kynnast þér

ég mun af og til kíikja á þitt blogg

ég átti að skila Kveðju til þín frá Ingólfi afa mínum

Kv

Guðjón

Guðjón Ólafsson, 14.5.2007 kl. 16:25

2 Smámynd: Grétar Pétur Geirsson

Þetta er rétti andinn Sigurjón það vantaði herslumunin að við næðum fimmta manninum inn. Það kemur næst. Það sem er gott við þessar kosningar er það að við erum í öllum kjördæmum við það að ná inn mönnum. Nú komum við tvíelft til næstu baráttu 

Grétar Pétur Geirsson, 14.5.2007 kl. 17:05

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Pólitíska nefið mitt segir mér að það verði kosningar aftur í síðasta lagi eftir tvö ár. Staðan er þannig að það er mjög erfitt að spila út henni.  Og Mér sýnist á öllu að Haardinn sé að fremja pólitíkst harakiri með því að dingla áfram með Framsókn.  Það er nú bara þannig. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.5.2007 kl. 17:35

4 Smámynd: Hrannar Björn Arnarsson

Sæll Sigurjón.

Má til með að þakka þér störfin á þingi. Þú hefur staðið þig vel í flestu, verið öflugur gagnrýnandi ríkisstjórnarinnar og hressilegur þingmaður. Síðan er auðvitað skaði að Ásatrúarmenn hafi ekki þingmann á næsta kjörtímabili.

Heilbrigðiseftirliti og umhverfismálin munu hinsvegar njóta góðs af.

Gangi þér vel !

Hrannar Björn Arnarsson, 14.5.2007 kl. 19:09

5 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sæll Sigurjón.

Það var mjög gaman að kynnast þér og fundirnir hjá þér og Jóni Kristjánssyni voru mjög góðir.Það væri til mjög gott ef meira væri gert af svona.Vonandi sjáum við þig jafn ferskan í næstu kosningum.Hef grun um að það gæti verið styttra en menn grunar í þær.Kveðja Halli.

Hallgrímur Guðmundsson, 14.5.2007 kl. 22:39

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Þúsund þakkir til þín Sigurjón.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 14.5.2007 kl. 23:05

7 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Sigurjón.

Eins og ég var búinn að segja þér ef þú hefðir verið í Sjálfstæðisflokknum fyrir þitt kjördæmi þá hefðir þú farið á þing.

Það er mín skoðun þú hefur vaxið sem þingmaður á meðal þjóðarannarinnar ég tel þig vera einn af þeim bestu sem hefðu ekki átta að fara útaf þingi. Enn nú er stórt spurt í þessum málum. Ég veit að það vantar þingmann fyrir þitt kjördæmi sem myndi koma þér á þing í næstu kosningu 4 ár eru ekki lengi að líða. þess vegna er gott að koma næst ferskur inn eftir 4 ár.

Endilega að breyta til um flokk þú átt ekki heima þarna.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 14.5.2007 kl. 23:52

8 identicon

Ég fékk hugmynd og helvíti góða finnst okkur hér. Vantar ekki framkvæmdastjóra Frjálslynda flokksins? Ekki heyrir maður neitt um hana/hann að minnsta kosti. Það yrði mikill sjónarsviptir að þér úr pólitíkinni, um það eru menn sammála, en í því starfi gætirðu haldið áfram að vinna að stefnumálum flokksins. Má ekki annars framkvæmdastjórinn vera virkur?

Hugsaðu um það.

Sigg P. (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 07:56

9 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Burtséð frá allri flokkapólitík, þá finnst mér slæmt að Sigurjón Þórðarson skuli hverfa af þingi.

Hlynur Þór Magnússon, 15.5.2007 kl. 08:46

10 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Tek undir sem hér hefur verið sagt um störf þín.Mér finnst sjónarsviptir að því að missa þig af þingi.Vona að þú haldir áfram í sama anda innan flokksins.4 ár er ekki svo langur tími.Þinn tími mun koma.Kært kvaddur 

Ólafur Ragnarsson, 15.5.2007 kl. 09:39

11 Smámynd: ragnar bergsson

Það er mikil eftirsjá af þér Sigurjón dugnaður þinn og ósérhlífni er með ólíkindum. Baráttu kveðjur.

ragnar bergsson, 15.5.2007 kl. 22:12

12 identicon

Þakka þér samstarfið Sigurjón þó svo að það skilaði ekki árangri en þeir sem unnu á þessu á Austurlandi voru allir sammála að þú værir maður málanna.

Ólafía Herborg Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 11:00

13 Smámynd: Helgi Már Barðason

Tek undir það að það er slæmt að þú skulir hverfa af þingi, Sigurjón, en vonandi er það bara um sinn. Vona að þú haldir áfram að senda okkur á www.akureyri.net greinar og pistla.

Helgi Már Barðason, 16.5.2007 kl. 17:58

14 Smámynd: haraldurhar

Sigurjón þú átt mínar þakkir fyrir kjark og þor, sem þú hefur sýnt á undangegnum árum.  Dropinn holar steininn, það veit ég og einning þú, kvótakerfið mun molna, eins og öll ónýt kerfi gera að lokum.

Lifðu heill og haltu baráttunni áfram.

haraldurhar, 17.5.2007 kl. 01:25

15 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég þakka fyrir hlý orð í minn garð.

Það kom mér verulega á óvart að ná ekki inn á þing í Norðausturkjördæminu, þar sem að stórir hlutar kjördæmisins hafa farið gríðarlega illa út úr kvótakerfinu sem hefur skilað mínus "árangri". 

Það er verið að skoða nokkra möguleika hvað ég tek mér fyrir hendur á næstunni.

Ég taldi víst að fólk vildi fá meiri festu í byggðirnar og losna út úr því lénskerfi sem verið er að koma á í íslenskum sjávarútvegi.

Sigurjón Þórðarson, 17.5.2007 kl. 10:22

16 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það varð mér mikið áfall að sjá þig hverfa út af Alþingi og ég verð lengi að ná mér. Þú vaktir aðdáun fyrir þá eiginleika sem flestir kunna að meta og eru einlægur baráttuvilji, heiðarleiki og óþreyjufull réttlætiskennd. Þú varst öllum þessum gildum trúr og vannst þér traust og aðdáun mikils fjölda þjóðarinnar.

Geri aðrir betur á sínu fyrsta kjörtímabili.

Gangi þér allt í haginn frændi!

Árni Gunnarsson, 18.5.2007 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband