21.4.2007 | 22:26
Nasisti á Stöðvarfirði?
Í dag héldu frjálslyndir fund á Stöðvarfirði þar sem ég fór rækilega yfir augljósa líffræðilega veikleika þess grunns sem kvótakerfið byggir á. Ég lagði aðaláherslu á að einn mikilvægasti liðurinn í því að breyta kvótakerfinu er að færa Hafró undan stjórn þröngra hagsmunaaðila sem vilja halda óbreyttu kerfi þótt þjóðin og byggðirnar tapi. Ég gerði rækilega grein fyrir því að við ráðum ekki stærð fiskistofnanna, heldur njótum þess í auknum afla þegar þeir eru stórir og líðum svo fyrir það í aflabresti þegar þeir eru í niðursveiflu.
Fyrir fundinn lagði ég leið mína inn í þorpið til að dreifa fundarboði og ákvað að leggja leið mína sérstaklega í hús Björgvins Vals Guðmundssonar sem er háttsettur innan Samfylkingarinnar, sérstakur trúnaðarmaður hennar, og ætlaði að ræða við hann einslega til að leiðrétta misskilning hans um stefnu Frjálslynda flokksins.
Einhverra hluta vegna náðum við ekki saman þótt ég hafi ítrekað lagt mig fram við að ná fundi með honum. Þó að við Björgvin höfum ekki hist lagði hann sérstaka lykkju á leið sína til að gera hróp að starfsmanni Frjálslynda flokksins sem hafði nákvæmlega ekki neitt til saka unnið. Björgvin hrópaði að starfsmanninum ókvæðisorð þar sem hann undirbjó fundinn, m.a. að við værum nasistar.
Þið eruð nasistalýður, öskraði Björgvin Valur.Maður spyr sig hvort það sé eðlilegt að maður sem er sérstakur trúnaðarmaður Samfylkingarinnar, og barnaskólakennari, geri svona hróp að ókunnugu fólki.
Auðvitað grunar mig hvað býr að baki. Hann finnur fyrir vonbrigðum og uppgjöf með málflutning Samfylkingarinnar í baráttu fyrir breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem er forsenda blómlegrar byggðar á Stöðvarfirði. Það hlýtur þó að vera eitthvert hóf í öllu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
- Bara ef það hentar mér: Hér má sjá ráðleggingar Hafró um afla hvers árs og það sem enda... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: "Vagn" svei mér þá þú ert bara mun meiri "GRAUTARHAUS" en ég ha... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Jóhann, úthlutaður kvóti, veiðiheimildir, er ekki það sama og r... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Pálmi það skal tekið fram að ég fylgjandi auknum veiðiheimildum... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Sæll Sigurjón Þú ert bara ekki að bera saman epli og epli. Þú v... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Hvað er eiginlega á milli eyrnanna á þér "Vagn"???? Kvóti og v... 7.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 22
- Sl. sólarhring: 41
- Sl. viku: 2689
- Frá upphafi: 1019193
Annað
- Innlit í dag: 21
- Innlit sl. viku: 2332
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Þetta hljómar ekki sem "traustur" maður Björgvin Valur. Foreldrar verða að trúa því að hann kenni þeim ekki að nota slíka tjáningu, því hróp er eitthvað sem siðmenntað fólk notar ekki, eða hvað?
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 21.4.2007 kl. 22:35
Það er sagt frá þessu á vefnum austurlandid.is
Bjarni (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 23:15
Hugsa sér Sigurjón.
Eru þetta skilaboðin af nýlegum Landsfundi Samfylkingarinnar ?
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 21.4.2007 kl. 23:37
Kæra manninn - ekki spurning! Einhverntíma kallaði mætur maður annan mætan mann "mafíu" og komst það mál á kærustigið þótt mér þyki það mun léttvægara að orði komist en að vera úthrópaður "nazistalýður".
Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 09:19
Nei ég reikna ekki með að kæra manninn en það hlýtur að vera áhyggjuefni að barnaskólakennari geri hróp að ókunnu fólki.
Á heimasíðu Björgvins Vals er ekki að sjá að hann sjái eftir þessu framferði sínu og vilji biðjast afsökunar þá því.
Það er spurning hvað forsvarsmönnum Samfylkingarinnar og fræðsluyfirvöldum á Austurlandi finnst um þetta háttarlag Björgvins Vals.
Sigurjón Þórðarson, 22.4.2007 kl. 12:51
Jón Kristófer með þessu innleggi þínu ertu að gengisfella skrif þín.
Þú ert að réttlæta dólgshátt og svívirðingar í garð ókunnugra með vísan í einhverra útúrsnúninga á stefnu Frjálslynda flokksins.
Sigurjón Þórðarson, 22.4.2007 kl. 13:10
Bara svona til að taka aðeins æsifréttamennskuna úr þessari færslu Sigurjóns þá er rétt að benda á að hann gegnir engum trúnaðarstörfum fyrir Samfylkinguna.
Rétt skal vera rétt.
Ég er hins vegar alveg sammála því sem hann segir. Þið meinið ekkert af því sem þið segið, eruð bara tækifærissinnar sem eruð að reyna að tryggja ykkur áframhaldandi þægilegri innivinnu.
Ámundi (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 15:40
Að mati Jóns Kristófers virðist vera sem að það sé réttlætanlegt að vera með öfgar og dólgshátt þ.e. bara ef það er í nafni umburðarlyndis.
Sigurjón Þórðarson, 22.4.2007 kl. 18:28
Það er gott að þú sért farinn að draga í land Jón. Það er ekki hægt að láta það átölulaust að barnaskólakennari geri hróp að fólki.
Sigurjón Þórðarson, 22.4.2007 kl. 19:28
var hann nokkuð fullur?
Gunnar Freyr Hafsteinsson, 22.4.2007 kl. 19:51
Hann Björgvin Valur skýrir mál sitt bara mjög finnst mér á síðunni sinni. Reyndu að svara honum þar svo við hin getum fylgst með
Sveinn Arnarsson, 22.4.2007 kl. 20:05
Má barnaskólakennari sumsé ekki gera hróp að fólki þegar að hann er ekki í vinnuni?
Hilmar Garðarsson (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 20:13
Sveinn ég nenni ekki að svara þessu frekar en það sem kemur mér finnst ótrúlegt er að fólk í Samfylkingunni og VG skuli verja þessa framkomu.
Sigurjón Þórðarson, 22.4.2007 kl. 20:34
Sæll Sigurjón.
Eins og þú veist þá hef ég endrum og sinnum fylgst með því sem þessi maður hefur verið að skrifa á vefsíðu sína. Fæst af því er miður fagurt og maður hlýtur að furða sig á því ef rétt er, að honum skuli treyst fyrir umönnun barna. Stöðvarfjörður má vera stoltur af þessum syni sínum - eða hvað?
Mér skilst svo að hann hafi mætt í Silfur Egils sem fulltrúi af þingi Samfylkingar sem þá stóð sem hæst, þannig að hann hlýtur að vera hátt settur og í góðum metum innan þeirrar stjórnmálahreyfingar. Það er áhugavert en kemur ekki á óvart að fúkyrðaflaumurinn sem kemur frá þessum manni skuli einmitt vera frá félagsmanni í Samfylkingunni.
Við í Frjálslynda flokknum höfum undanfarnar vikur og mánuði þurft að sitja undir ótrúlegustu svívirðingum á opinberum vettvöngum frá nafngreindum félögum í Samfylkingu og Vinstri grænum. Bæði lágt settum og þeim hærra settu. Ég hef orðið mjög hugsi við þessar árásir því þær hafa komið á óvart eftir að við í Frjálslynda flokknum höfum átt ágætt samstarf við hina stjórnarandstöðuflokkana á kjörtímabilinu. Móðursýkin sem sett hefur verið af stað í innflytjendaumræðunni á sér engan líka í stjórnmálaumræðu seinni tíma hér á landi. Ég hygg að sagnfræðingar framtíðar eigi eftir að undra sig á því að hófsöm umræða okkar í Frjálslynda flokknum skuli hafa vakið aðra eins hysteríu í hinum flokkunum. Sagnfræðingar framtíðar eiga líka eftir að slá því föstu að það sem við höfum verið að reyna að vara við átti rétt á sér - við höfðum á réttu að standa.
Þannig að við skulum bara standa keik í Frjálslynda flokknum og ekki láta svona sóðakjafta slá okkur út af laginu. Sagan mun dæma okkur af verkum okkar og sá úrskurður verður okkur í vil.
En öll þessi manía í liðsmönnum hinna stjórnandstöðuflokkanna virðist þó skilað þeim árangri að ríkisstjórnin heldur nú velli í hverri skoðanakönnuninni á fætur annarri - hver sem úrslit kosninga annars verða.
Mikið held ég félaga í Samfylkingu og VG geti nú hlakkað til þess að fara fjögur ár í viðbót í stjórnarandstöðu. Það geta þeir þakkað sjálfum sér - og engum öðrum.
Magnús Þór Hafsteinsson, 22.4.2007 kl. 22:15
Sigurjón, þetta er heimurinn sem við lifum í í dag, undanfarið hafa ákveðnir aðilar innan samfó og vg verið mun uppteknari af því að reka hræðsluáróður gegn FF, vegna þess að við viljum ábyrga innflytjenda pólitík, en að reyna að rækta eigin garð, slíkt dæmir sig sjálft og segir meira um viðkomandi en okkur sem viljum amk. gera hvað við getum til að reyna hafa stjórn á hlutunum meðan hinir eru í strúts leik.
Það gleymist að FF vill einnig breyta kvótakerfinu, gera öldruðum og öryrkjum kleift að vinna sér inn 1.milljón á ári, áður en bætur skerðast, afnema verðtryggingu á lánsfé (sennilega mesta kjarabót launþega/fasteignakaupenda) hækka skattleysismörkin upp í 150þ ofl. ofl.
Það er staðreynd að útlendingar sem hér starfa eru almennt á lægri launum en íslendingar í sambærilegum störfum, þetta er td. bara eitt af því í sem við villjum breyta, víða búa þeir í vinnuskúrum og iðnaðarhúsnæði, það þýðir ekki að loka augunum fyrir þessu, þetta er ísland í dag, árið 2007! hvernig í ósköpunum ætla menn að bæta kjör erlendra starfsmanna á sama tíma og þeim er dælt inní landið í ótakmörkuðu magni? og ekki nokkur leið að fylgjast með kjörum þeirra, margir þeirra eru skíthræddir við að leita réttar síns af ótta við að vera reknir.
Eftir því sem ég sé meira af skrifum nokkurra félaga úr þessum flokkum, þeim mun meira minnkar álit mitt á viðkomandi aðilum, já og þess flokks sem þeir eru skráðir í, og jafnvel í framboði fyrir.....
Eitt er að einhver leyfi sér að kalla okkur nazista, geri ráð fyrir að hann hafi verið illa fyrirkallaður greyið, annað og öllu verra er að taka upp hanskann fyrir hann...
kv. af skaga
Einar Ben, 22.4.2007 kl. 22:24
Þetta hlýtur að vera grín??? Kanski er ég ekki alveg hlutlaus þar sem Björgvin Valur var kennarinn minn þegar ég var í grunnskóla!
Ég hef voðalega litla skoðun á pólitík, en mér finst samt sem áður að að þó svo hann hafi skoðanir þá komi það getu hans sem kennara ekkert við, og allir krakkar sem ég veit um sem hafa verið í tímum hjá honum eru mjög ánægðir og okkur hefur öllum að því sem ég best veit líkað vel í tímum hjá honum! pólitískar skoðanir hans koma skólanum ekkert við og hann er einn af bestu kennurum sem ég hef haft!mér hefði heldur aldrei dottið það í hug að fullorðið fólk grenji svona á bloggsíðum-Og þið viljið verða þingmenn!
En eins og hefur oft verið sagt maður á ekki að láta neitt koma sér á óvart er það?
Katrín Birna (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 22:44
Nei Katrín.
Þetta er ekkert grín heldur fúlasta alvara. Mér finnst það alvarlegt mál og fyllilega þess eðlis að brugðist sé við, þegar veist er að kjörnum fulltrúum lýðræðislegs stjórnmálaflokks með þessum hætti. Flokkurinn er í kosningabaráttu og er að halda opinn fund í litlu þorpi meðal borgara þessa lands til að kynna stefnumál sín og ræða við kjósendur.
Þá kemur aðvífandi maður sem hefur um margra mánaða skeið stundað hreint níð gegn flokknum á opinberum vettvangi og hefur upp raust sína á almannafæri og líkir flokknum við nasisma - stjórnmálastefnu einna grimmastu fjöldamorðingja sögunnar sem við höfum megna skömm á og kostaði milljónatugi lífið fyrir nokkrum áratugum síðan. Síðan heldur hann uppi þessum málflutningi á heimasíðu sinni og hefst þar handa við að rökstyðja mál sitt, það er að Frjálslyndi flokkurinn sé nasistaflokkur.
Mér finnst það ekkert sjálfgefið að kennari sem alla jafna á að vera fyrirmynd upprennandi æsku, komist andmælalaust upp með svona orðræðu um meðborgara sína hvort heldur er á internetinu (sem börnin lesa) eða annars staðar á almannafæri.
Það er fullkomlega eðlilegt að bregðast við svona yfirlýsingum. Eins og ég benti á þá höfum við í Frjálslynda flokknum setið undir ýmsum brigslum og fúkyrðum um langa stund. Við höfum tekið þessu öllu af kurteisi, miklu jafnaðargeði og þolinmæði. En það eru takmörk fyrir öllu.
Magnús Þór Hafsteinsson, 22.4.2007 kl. 23:01
Það er meira en lítið sérkennileg og fordæmanleg framkoma af fullorðnum manni, ekki síst kennara sem ber að vera fyrirmynd ungmenna, að uppnefna fólk með hrópum. Eitt er að vera ósammála. Fólk með þokkalegan félagsþroska afgreiðir skoðanaágreining af yfirvegun og með rökum en ekki uppnefnum, hrópum og skrílslátum.
Jens Guð, 22.4.2007 kl. 23:12
Magnús
Mér finst samt sem áður og hefur það komið framm að geta hans sem kennara komi þessu ekki við! Og það sem hann segir utan skóla hvort sem er á bloggíðu eða annars staðar þá séu það hans skoðanir sem hann má hafa, þið setjið út á hann hérna er það ekki?Kanski gekk hann of langt ég veit það ekki enda fylgist ég voðalega lítið með pólitík og finst hún frekar leiðinleg...
Kanski á hann að hafa þær fyrir sig en er ekki altaf verið að segja manni að segja það sem manni finst?
Og væri hann gott fordæmi fyrir börnin ef hann sæti bara heima þegjandi og hann myndi ekki segja það sem honum fyndist?
Vil samt benda á það að hann kennir krökkum í efri deildum, gerði það allavegana þegar ég var í skóla, krökkum sem hafa sjálf myndað sínar skoðanir og hverjar sem þær skoðanir eru þá virðir Björgvin þær allar og vill að við stöndum föst á því sem við trúum á!
Veit heldur ekki hversu margir krakkar lesa bloggin hans voðalega fáir held ég og viðhorf hans á pólitík skipta þau þá engu máli.
En við virðum hann fyrir að standa fast á því sem hann trúir á!
Hvað ef dæmið myndi líta öðruvísi út t.d Skólatjórinn hjá okkur hélt með Liverpool leikirnir voru oft sýndir á Brekkunni(veitingar staður á stf) það urðu oft heitar umræður þar um liðin á milli manna efast ekki um að hann hafi einhvern tíma sagt eitthvað í garð þeirra sem halda t.d með manchester! Er hann þá óhæfur skólatjóri? því hann heldur með vitlausu liði?
Katrín Birna (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 23:39
Það má segja, Katrín, að menn geti sagt eitt og annað og misst út úr sér hluti en þá eiga menn líka að hafa vit á að biðjast afsökunar. Það er fátt sem ekki má fyrirgefa og ef Björgvin Valur hefur vit á því að biðja Frjálslynda flokkinn afsökunar á að hafa líkt honum við hóp fjöldamorðingja væri maður ekkert lengur að erfa þetta við hann.
Auðvitað er ekki fráleitt að setja spurningarmerki við störf mannsins þegar maður les ofstækisfull skrif hans og þegar starfsmenn flokksins verða fyrir heiftúðlegri framkomu. Ég vona að Björgvin sjái að sér og að VG og Samfylking hætti að afsaka svona ólíðandi framkomu.
Sigurjón Þórðarson, 23.4.2007 kl. 00:08
Það er sorglegt þegar fólk hvar í flokki sem það stendur og hvar sem það stendur í sínu lífi, getur ekki sýnt öðrum kurteisi og umburðarlyndi. Það er engum til sóma að ráðast svona að öðru fólki. 'Eg veit vel að Frjálslyndi flokkurinn er að vekja menn til umhugsunar um vandamál sem getur hrellt okkar góða samfélag, ekki bara íslendinga, heldur líka þá sem hingað hafa flust og viljað setjast hér að. Hér þurfa menn að skoða og hlusta og kynna sér hvað verið er að segja, áður en rokið er upp með formælingar og hróp.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.4.2007 kl. 00:53
Jón Kristófer.
Hvernig væri nú að þú svaraðir þessum skrifum þíns formanns árið 1993?
Viltu ekki kalla hann bara rasita líka?
Eftirfarandi texti er brot úr þingræðu Steingríms J. Sigfússonar frá árinu 1993:
,,Það gefur auga leið að minni háttar hræringar, hæringar sem ekki merkjast þegar stórþjóðirnar væru að telja upp hjá sér, gætu sett allt úr skorðum á Íslandi. Það þarf ekki annað að gerast en það verði vinsælt á Spáni eða í Portúgal að fara í fiskvinnslu til Íslands og menn ryðjist hingað inn og bjóðist til að vinna hér fyrir miklu lægra kaup. Það þarf ekki nema bara að íbúar í tveimur til þremur blokkum í Lissabon kæmu hingað til þess að ójafnvægi gæti skapast á íslenska vinnumarkaðnum. Portúgalar hafa unnið hér í fiski og þekkja það vel. Þeir eru ágætir starfsmenn. En því miður eru laun í því landi svo lág að það væri ástæða til að óttast að þeir kynnu að telja sér fært að koma hingað og vinna fyrir miklu hærra kaup sem Íslendingum hefur þó tekist að berja hér upp og er það þó ekki mikið.
mér sýnist hann bara fara í felur núna og segir ekki aukatekið orð um málsflutning Frjálslynda Flokksins.
Vertu svo ekkert að rífa þig Jón Kristófer...
Þinn formaður er bara ekkert skárri....
Guðmundur Kjartan (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 02:07
Það sem er sorglegt er það að kjörnir fulltrúar á Alþingi íslendinga skuli ráðast með offorsi á barnaskólakennara.
Það er spurning hvað forsvarsmönnum Frjálslyndra og fræðsluyfirvöldum á Austurlandi finnst um þetta háttarlag Sigurjóns.
Jóhannes Freyr Stefánsson, 23.4.2007 kl. 02:09
Jóhannes Freyr, hver hefur ráðist með offorsi á hvern? Eruð þér nægilega vel tengdir veruleikanum?
Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 08:05
Ef frjálslyndir eru ekki með vott af rasisma þá veit ég ekki hvað ?! Vil ég benda á til stuðnings þessa máls, bloggfærslu Halldórs Jónssonar ; http://halldorjonsson.blog.is/blog/halldorjonsson/entry/165417/
Þar sem hann segir þetta:
Vilji maður flytja hund til landsins er hann settur í einangrun úti í Hrísey til langtíma. Það má ekki flytja beljukyn til landsins sem mjólkar meira. Það má ekki flytja inn arabíska stóðhesta, eða setja sænskar geddur í Þingvallavatn. En það eru engin takmörk fyrir því hversu margir eða hvers konar útlendingar mega flytjast hingað.
Það er nú soldill rasismi í þessu, því þarna er hann að líkja útlendingunum við hunda ! Og þar að auki kallar hann sig sjálfann rasista !
Í sambandi við Björgvin Val þá er hann algerlega hlutlaus í skólanum ! Við erum báðir nemendur hans, í grunnskólanum á Stöðvarfirði.
Og eitt að lokum , þá er hann ekki grunnskóla kennari, heldur leiðbeinandi !!
Með bestu kveðju frá Stöðvarfirði:
Bjarni Stefán og Haukur Árni.
Bjarni Stefán Vilhjálmsson & Haukur Árni Björgvinsson (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 11:33
Kristófer hefur ekki ennþá séð ástæðu til að svara þessari fyrirspurn. Þetta eru jú orð foringja hans sjálfs. En það er ef til vill ekki sama hver segir hlutina.
,,Það gefur auga leið að minni háttar hræringar, hæringar sem ekki merkjast þegar stórþjóðirnar væru að telja upp hjá sér, gætu sett allt úr skorðum á Íslandi. Það þarf ekki annað að gerast en það verði vinsælt á Spáni eða í Portúgal að fara í fiskvinnslu til Íslands og menn ryðjist hingað inn og bjóðist til að vinna hér fyrir miklu lægra kaup. Það þarf ekki nema bara að íbúar í tveimur til þremur blokkum í Lissabon kæmu hingað til þess að ójafnvægi gæti skapast á íslenska vinnumarkaðnum. Portúgalar hafa unnið hér í fiski og þekkja það vel. Þeir eru ágætir starfsmenn. En því miður eru laun í því landi svo lág að það væri ástæða til að óttast að þeir kynnu að telja sér fært að koma hingað og vinna fyrir miklu hærra kaup sem Íslendingum hefur þó tekist að berja hér upp og er það þó ekki mikið.”
o0o
Svo ætla ég að benda Bjarna og Hauki á að Halldór Jónsson sá ágæti maður er Sjálfstæðismaður en ekki Frjálslyndur. það sem verið var að leggja áherslu á í hans máli var að hann fékk greinina sína ekki birta. Ekki það sem stóð í henni heldur sú staðreynd að hún fékkst ekki birt, maður sem hefur skrifað í Morgunblaðið í yfir 30 ár. Enda hefur hann nú sagt upp mogganum. En hann er eftir sem áður Sjálfstæðismaður. Og eru þeir þá ekki líka rasistar?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.4.2007 kl. 11:42
Vil ég benda á það að við bendluðum hann aldrei við Frjálslynda, enda ekki flokkur til að bendla við.
Við viljum nú vitna hér í komment Jóns Magnússonar (efsta mann Frjálslyndra í Reykjavík) við þessari grein:
Þetta er frábær grein hjá þér Halldór eins og þínar greinar eru venjulega.
Maður spyr sig er þetta það sem við viljum ??
Svo ef við förum nú útí stefnu Frjálslyndra, þá mætti halda að þeir vildu afnema kvótakerfið á fiski og setja kvóta á útlendingana .
Bjarni Stefán Vilhjálmsson & Haukur Árni Björgvinsson (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 11:53
Bjarni og Haukur, gott að heyra að Björgvin stendur sig vel í skólanum. Ég vona ennþá að hann sjái ástæðu til að biðja mig afsökunar á að kalla mig nasista. Ég mætti til hans með útrétta sáttahönd og vildi ræða við hann en því miður náðum við ekki saman þar og þá. Kannski eiga leiðir okkar eftir að liggja saman í vikunni og þá getum við útkljáð misskilninginn.
Sigurjón Þórðarson, 23.4.2007 kl. 12:02
Já hvað er það annað en rasismi að líkja fólki af öðrum uppruna við hunda og kýr. Að það þurfi að setja það í sótthví og þessháttar. Kanski ættuð þið að hafa það að næsta stefnu máli flokksins að breita grímsey eða papey í sótthví fyrir útlendinga þá munduð þið fá ítarlega umræðu ikkur væri sennilega svipt málfrelsi.
síðan eru þið svo barnalegi að vera að baktala mannin hérna og þora ekki að mæta honum í eigin persónu. Hverskonar stjórnmála menn eru það.
En ég get alveg sagt ikkur það að hann er fyrirmyndar kennari hann mindar ekki skoðanir barnana sem hann kennir hann er algjörlega hlutlaus. Ég er sjálfur nemandi hjá honum og þetta er einn besti og skemmtiegasti kennari sem ég hef haft. hann hvetur okkur til að standa fast á okkar skoðunum og að koma því á framfæri sem okkur finnst.
ég biðst afsökunar á stafsetningar villum í þessum teksta en hann er ekki íslensku kennarinn minn
Ívar Dan (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 12:32
Gott komment Ívar Dan
Bjarni Stefán Vilhjálmsson, 23.4.2007 kl. 12:39
Jæja Ívar minn, ég er ekki að fara að setja útá kommentið þitt EN;)
Eins og Sigjón sagði áðan
Kannski eiga leiðir okkar eftir að liggja saman í vikunni og þá getum við útkljáð misskilninginn.
Mér finst samt sem áður að þetta sé frekar asnalegt þó mér finnist þetta lúmst gaman, að fylgjast með fullorðnu fólki rífast eins og krakkar á bloggsíðu...!
Minnir mig svolítið á auglýsinguna um litla strákinn sem var að tala illa um vin sinn á bloggíðunni sinni og allt varð brjálað henni var beint til barna, held það mætti breyta henni aðeins;)
Mér finst við á Íslandi eiga nóg, afhverju ekki að leyfa öðrum að njóta þess líka?
Ísland fyrir Íslendinga get varla sett út á þetta hjá ykkur enda hugsaði ég líka svona EINU SINNI held það hafi verið í 7-8 bekk, svo þroskast maður hlakka til að sjá þá breytingu á ykkur;)
Æji kanski er ég líka farin að vera svolítið vond, mér finst þetta bara vera eitthvað sem maður verður vondur yfir, ég ætla ekki að kalla ykkur nastista samt, langt í frá!
En ég ætla samt að hafa þetta nóg í bili
Katrín Birna (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 13:05
ég tek þetta með sótthvíina til baka en mér skildist að Halldór jónsson væri frjálslindur þannig að það var missilningur en mér finnst samt skrítið að þið talið um að Björgvin sé ekki hæfur til að kenna
ívar (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 15:32
Jæja, er þetta ekki farið að verða allt saman hálf asnalegt? Sjálfstæðismaður, frjálslyndur, þingmaður, kennari mjólkurbílstjóri.........mér finnst nú málið bara snúast um almenna kurteisi. Mér var nú kennt að ég gæti komið skoðunum mínum á framfæri án þess að vera ókurteis, hvort sem ég væri sammála síðasta ræðumanni eður ei.
Finnst nú ósköp barnalegt að geta ekki átt kurteisleg samskipti við fólk með aðrar skoðanir en maður sjálfur. Spurning hvort leynist einhver rasistahugsun þarna.......Pæling?
Kveðja frá "aðfluttum Húsvíkingi," en með rúmlega 20 ára búsetu á Húsavík............eins og Oddur Örvar.
Ulla (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 16:28
ég er sammála því sem að Bjarni og Haukur segja hérna að ofan !
og þið kannski reynið að koma með eina ástæðu fyrir því að Björgvin sé ekki hæfur í það að kenna ?
þó að hann kalli einn mann nasista big deal þið esptuð hann upp!með böggi ;)
Jón Björgólfsson (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 16:44
Ef árlega streyma 15.000 - 20.000 innflytjendur hingað til lands, hvað mun það kosta skattgreiðendur í öflugri heilsugæslu og sjúkrarýmun (sprungið i dag)?, fleiri skóla (sprungið - sjáið bara skúrana við skólana)?, öldrunarheimili (sprungið í dag)?, fangelsi (sprungið í dag)? Ég skal segja ykkur það. Þeir einu sem græða á þessu ástandi eru auðmennirnir sem fitna enn meira á fjósbitanum. Almenningur þarf að taka á sig skellinn gegnum skatta og vaxtaokur. það er aðeins ein leið út úr þessu og það er að FELLA ríkisstjórnina í maí. Þetta fer allt í kalda kol ef stjórnarflokkarnir halda velli, því þeir munu ekkert gera í þessum málum. Landsmenn vaknið!!!
Ragnar (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 18:35
Halló, halló, mikið afskaplega er ég sammála síðasta ræðumanni!
Ulla (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 19:35
En ég verð að segja að ég held að þér séuð bara að reyna að skapa þér athygli með þessu bloggi þínu. Þér eruð hér að tala um starfsstétt hans, sem að skiptir engu máli í þessu máli. Þetta er bara athyglissýki.
Og þetta sem þér segið að hann hafi öskrað tel ég rangt, því þessi maður öskrar ekki á fólk, sama hver það er.
Ég er alveg sammála Ullu það er hægt að segja hlutina á kurteisan hátt, eins og að setja "Háttvirtur" fyrir framan steninguna eða "þéra".
T.d. Háttvirti Frjálslyndi flokkur, vonandi á yður eftir að ganga sem verst í kosningunum.
Bjarni Stefán Vilhjálmsson, 23.4.2007 kl. 19:38
mér lýst ekki á þetta,,
útlendingar eru ekkert verra fólk :S verið góð við almúgann, útlendingar eru menn sko !
svo líka, þið látið eins og lítil börn:S þið segið Björgvin Val hafa kallað ykkur rasista.. ef hann hefur sagt það þá er það bara hans skoðun..
við erum hér nokkrir unglingar 15 og 16 ára og e-ð og við erum að tala fullorðinslegar en þið :S
mér finnst þetta flott komment hjá þér Bjarni hér fyrir ofan ;)
og þá langar mig að koma með eitt svona kurteisis dæmi
"..og ég bið yður háttvirti frjálslyndi flokkur.. að þroskast;)"
JónaSærún
Jóna Særún Sigurbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 21:05
það er greinilegt að flest ykkar sem skrifið hérna hafið ekki unnið á vinnustað sem eru 50-60 prósent erlent fólk, þá mynduð þið sjá að mikið er að í innflytjendamálum
Hallgrímur Óli Helgason, 23.4.2007 kl. 21:17
heyrðu ég hef nú unnið á einum slíkum
nema það er frekar svona 70 % útlendingar eða e-ð
en sóó ?
mega þau ekki vera þarna,
ísland er yndislegt land
og einsog manni var kennt þegar maður var lítill
"maður verður að deila"
og það er ekkert hræðislegt við það
útlendingar eru fínir :)
neema sumir gamlir sem eru með einhvern perraskap :S
en þannig eru sumir íslendingar líka..
þetta er fólk líka, eina sem er öðruvísi er útlit og tungumál
"ekki dæma bókina eftir kápunni"
Jóna Særún Sigurbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 21:22
elsku frjálslyndi flokkur,,
núna er klukkan orðin 21:35
fariði nú að lúlla,, og kannski þroskisti í nótt:)
Jóna Særún Sigurbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 21:35
Hallgrímur Óli Helgason.
Þeir haga sér bara eins og aðrir eru við þá!
Bjarni S. Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 21:52
Hér verð ég að segja í upphafi að ég er félagi í VG, en ég ætla ekki að níða niður og gera hróp að mönnum fyrir pólitískar skoðanir þeirra.
Konan mín segir reyndar að ég egi að kjósa Frjálslynda flokkin og hún er pólsk...
Það ætti að segja eitthvað um stefnu Frjálslynda flokksins.
Ég er reyndar hrifin af því hvað FF vill gera í sambandi við kvótamál, aldraða, og reyndar fleiri mál þannig að ég velti því mikið fyrir mér hvorn flookinn ég egi að kjósa VG eða Frjálslynda.
Góðar stundir
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 23.4.2007 kl. 23:25
Hvorki Björgvin Valur eða vinir hans hafa neitað því að hann hafi verið drukkinn,svo annað hvort voru þeir að drekka með honum eða eru ennþá að drekka.
Gunnar Freyr Hafsteinsson, 23.4.2007 kl. 23:57
Gunnar Freyr. Nú er nó komið. Hverskonar málflutningur er þetta. Björgvin var ekki drukkinn. Hættu þessu helvítis kjaftæði.
Ég var á Brekkunni umrætt kvöld og mestmegnis sem þið Frjálslyndir hafið skrifað eru GRÓUSÖGUR.......... Mér blöskrar skrifin hjá ykkur þvælan fram og til baka.
Eg hef aldrei tekið afstöðu með eða móti stjórnmálaflokkum, en þið fáið ekki mitt atkvæði það er á hreinu eftir þessi skrif ykkar.
Þóra (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 09:26
Þóra, ég þakka þér fyrir góða súpu og ágæta viðkynningu. Ég skil vel að þú takir afstöðu með manninum þínum í þessu máli.
Með vinsemd,
Sigurjón Þórðarson, 24.4.2007 kl. 10:15
Já ég hef líka unnið á stað þar sem megnið af fólkinu er útlendingar, ekkert slæmt við það! Þeir nenna að minnsta kosti að vinna og taka að sér þær vinnur sem bjóðast ef þeim vantar annað en við íslendingarnir sem viljum helst ekki skíta okkur út!!!
ég viðurkenni alveg að stundum hef ég fengið ógeð þegar ég er úti að skemmta mér og það koma fullir gamlir útlendingar og reyna við mig*jakk*
EN...
Við megium EKKI gleyma því að það hafa líka verið fullir gamlir ÍSLENSKIR kallar sem gera nákvæmlega það sama, og þeir eru OFT verri!!!
við erum öll ólík, en að dæma alla útlendinga þó einhverjir hafi verið vondir við ykkur einhvern tíma er rugl, en ég kemst ekki að annari niðurstöðu en að það hafi einhvern tíma einhver útlendingur sagt eitthvað eða gert eitthvað á ykkur hlut, þess vegna er öll þess biturð!
en ég er sammála þér Jóna Særún, þó ég sé ekki 15-16 en við meikum þó að minnsta kosti sens;)
En æji krúttið, kanski kann Gunnar Freyr bara ekki að tjá sig almennilega nema fullur, hann verður bara að læra að það eru EKKI allir eins, Björgvin Valur þarf EKKI áfengi til að segja það sem honum finst!
En ég held samt sem áður að þessi umræða sé komin út í RUGL..
Langar samt að bæta einu við:
mér var sagt þegar ég var lítil að ef ég yrði reið við e-n ef hann sagði e-ð við mig þá var það vegna þess að hann hafði rétt fyrir sér, ef það var ekki satt sem hann var að segja þá myndi ég bara fara að hlægja og leyfa honum að eiga sig....
Þá er spurninginn mín, afhverju eru þið svona reiðir??
ég er ekki að kalla ykkur nasista, mér finst þið samt hafa gengið of langt í þessu Ísland fyrir íslendinga dæmi!
Takk fyrir:)
Katrín Birna (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 11:12
Katrín Birna.....auðvitað eru íslendingar "oft verri". Það er lenska hjá þeim sem skrifa eins og þú að bera íslendinga saman við útlendinga og enda á því að lýsa íslendingum sem "oft verri" eða eitthvað á þeim nótum.
En er það málið og er þá nokkuð við slæmskuna í íslendingum bætandi?
Ég vil einfaldlega hafa þetta eins og það var áður en landið var opnað fyrir hverjum sem er. Þetta var fínt fyrir breytinguna. Man samt ekki eftir því að hafa nokkurn tímann heyrt eða lesið nokkuð um það hvað Íslendingar væru miklir rasistar að hafa höft á því hverjir fá að setjast hér að eða koma til landsins. Eins og ástandið er í dag getur hver sem er slæðst hingað. Vona að börnin okkar komi til með að geta leikið sér áhyggjulaus úti á komandi árum eins og hingað til.
Tóta (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 12:32
Góðan daginn. Ég ætlaði nú ekki að tjá mig meira um þetta mál, sem virðist orðið að tómri vitleysu og komið langt út fyrir það sem byrjað var á, en ég get ekki orða bundist. Ég hef aldrei heyrt neinn sem ég hef rætt við, í Frjálslynda flokknum,segja að útlendingar væru ómögulegir, eða neitt í þá veru. Það sé ég einungis frá þeim sem sem hér hafa skrifað og kjósa greinilega aðra flokka. Veit ekki hvort málflutningur Frjálslyndra varðandi innflytjendur, er svona óskaplega misskilinn, viljandi eða óviljandi...finnst nú einhvernveginn samt að það sé í mörgum tilfellum viljandi.
Málið snýst ekki um að hleypa EKKI útlendingum inn í landið, heldur um það að hafa á því einhverja stjórn. Það snýst um það, að staður sé fyrir fólk að vera á, húsnæði, skólar,heilbrigðisþjónusta og annað í þeim dúr, eins og réttilega var nefnt í pistli hér ofar á síðunni. Það er enginn hagur í því, að fá fólk inn í landið og hafa ekkert að bjóða því, nema ósamþykkt iðnaðarhúsnæði að búa í. Þú býður ekki 100 manns í veislu, vitandi það að ekki er pláss né matur nema fyrir 40. Það er dónaskapur. Ég er sjálf með erlendan mann í vinnu og ekki datt mér í hug annað en bjóða honum að búa á mínu heimili, þar til hann fékk herbergi með fullkomnum aðbúnaði. Vissulega hefði ég frekar viljað fá Íslending í vinnu, en það var ekki í boði. Að ráða erlent vinnuafl, getur haft ýmis óþægindi og fyrirhöfn í för með sér og það er margt sem þarf að huga að, til að allir geti verið sáttir og engum mismunað. Margir sem hingað koma til að vinna, eru nánast algerlega mállausir, nema á eigið tungumál, þar á meðal minn maður. Það þarf mikla þolinmæði og skilning til að hlutirnir gangi uppþegar þannig er. Ég kýs Frjálslynda flokkinn, vegna þess að mér finnst skynsemi í hans málflutningi, í þessum, sem og ýmsum öðrum. Með kveðju, Ulla.
Ulla (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 13:50
Sæl aftur, áður en einhver skrifar hér og segir að ég sé á móti útlendingum, því ég sagði: " vissulega hefði ég heldur viljað Íslending í vinnu" vil ég segja það, að ég tel mun hættulegra fyrir alla aðila, að hafa mann til sjós, sem ekki skilur íslensku. Þar er margt að varast sem annarsstaðar og oft þarf að tjá sig með skyndilegum hrópum og köllum. Þá er ekki gott að skilja seint eða illa. Það var eingöngu þess vegna sem ég tók svona til orða, ekki að ég væri á móti útlendingi. "´Málið snerist eingöngu um málleysi" Það er nefnileg hluti af þessu. U.
Ulla (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 14:02
Æjjji góði besti Sigurjón minn, troddu þessu uppí boruna á þér...
Gunnar Freyr Jónsson (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 14:57
Nafni minn Jónson er eitthvað reiður.....kannski smá ryð ennþá...humm
Gunnar Freyr Hafsteinsson, 24.4.2007 kl. 22:51
SIgurjón, getur þú svarað einni spurningu fyrir mig, og má vel vera að þú vinnir mitt atkvæði með því. Þið talið endalaust um að útlendingar séu vandamál sem verður að stöðva, þ.e.a.s. hamslaus innflutningur þeirra, gott og vel, ég sætti mig við það svo sem, en hvar eru lausnirnar? Þið hafið kynnt neitt sem heitir lausn á þessu "vandamáli" ef svo má kalla? Hvað ætlið þið að gera í þessu? Munið nota gagnagrunna eins og eru í Shengen samkomulaginu til þess að stöðva grunaða hryðjuverkamenn, eða eitthvað anna? Hvað í ósköpunum ætlið þið að gera?? Og afhverju er það ekki kynnt fremur að benda á þetta sem vandamál?
Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.4.2007 kl. 17:23
Ég hef ekki tíma til að svara í augnablikinu en vísa þér í bili á grein sem ég skrifaði 16. apríl sl.
Sigurjón Þórðarson, 25.4.2007 kl. 19:06
Takk fyrir þetta. Þetta nægir og svaraði því sem ég vildi vita.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.4.2007 kl. 21:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.