Leita í fréttum mbl.is

Leiđari nafna míns Egilssonar í DV 19. apríl 2007

Sigurjón M. Egilsson skrifar markverđan leiđara í helgarblađ sitt, DV, sem kom út í fyrradag, Kvóti eđa gjaldmiđill. Hann talar um ţađ sem Frjálslyndi flokkurinn hefur hamrađ á frá upphafi sínu, ađ kvótakerfiđ sé gagnslaust og vinni ekki ţađ gagn sem ţví var ćtlađ, nefnilega ađ byggja upp fiskistofnana og renna stođum undir byggđirnar í landinu. Fáir útvaldir fengu mikiđ á silfurfati, og dugnađur og atorkusemi skilar mönnum engu. Einkavinátta spilltra manna gerir ţađ hins vegar.

Sigurjón segir:

Verđ á ţorskkvóta er komiđ svo fjarri raunveruleikanum ađ varla tekur tali. Viđ blasir ađ sá kvóti sem er keyptur skilar ekki arđi fyrr en eftir um tuttugu ár.

 

Ţegar svo er komiđ ađ verđ á kvóta er svo hátt ađ ekki er ein einasta leiđ til ađ útgerđin standi undir ţví blasir viđ sá raunveruleiki ađ kvótakerfiđ er ekki lengur fiskveiđistjórnunarkerfi ...

Hafi Sigurjón ţökk fyrir ađ benda á hiđ augljósa sem mörgum hefur ţó skotist yfir, bćđi stjórnmálamönnum og fjölmiđlamönnum. Eđa kannski bara sýnt áhugaleysi. Fiskur og slor er víst ekki sexí í augum fjölmiđlamanna. Ţetta sinnuleysi ţeirra sýnir veruleikafirringu ţar sem meira en helmingur af verđmćti vöruútflutnings landsmanna kemur úr ţessari atvinnugrein. Ţađ er hćgt ađ slá ć hćrri lán fyrir útgerđina eftir ţví sem kvótaverđ hćkkar, en hćkkunin á kvótaverđi stendur ekki í nokkru samhengi viđ hćkkađ afurđaverđ. Ţađ hefur ekki hćkkađ.

Hins vegar yfirsést ritstjóranum - eđa hann gerir sig sekan um áhugaleysi - ađ Frjálslyndi flokkurinn hefur ótrauđur haldiđ uppi merki byggđanna. Sigurjón M. Egilsson segir nefnilega líka:

Hitt er annađ og verra ađ ekki er ađ heyra ađ frambjóđendur til Alţingis átti sig á fáránleikanum.

Er Sigurjón strútur ţegar kemur ađ Frjálslynda flokknum? Stakk hann höfđinu í sandinn í leit sinni ađ breyttri afstöđu Einars K. Guđfinnssonar? Sigurjón gćti veriđ öflugur liđsmađur réttlćtis ef hann legđist á sveif međ okkur. Viđ tökum öllum liđsauka fagnandi ţví ađ málstađur okkar er góđur.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband