Leita í fréttum mbl.is

Leiðari nafna míns Egilssonar í DV 19. apríl 2007

Sigurjón M. Egilsson skrifar markverðan leiðara í helgarblað sitt, DV, sem kom út í fyrradag, Kvóti eða gjaldmiðill. Hann talar um það sem Frjálslyndi flokkurinn hefur hamrað á frá upphafi sínu, að kvótakerfið sé gagnslaust og vinni ekki það gagn sem því var ætlað, nefnilega að byggja upp fiskistofnana og renna stoðum undir byggðirnar í landinu. Fáir útvaldir fengu mikið á silfurfati, og dugnaður og atorkusemi skilar mönnum engu. Einkavinátta spilltra manna gerir það hins vegar.

Sigurjón segir:

Verð á þorskkvóta er komið svo fjarri raunveruleikanum að varla tekur tali. Við blasir að sá kvóti sem er keyptur skilar ekki arði fyrr en eftir um tuttugu ár.

 

Þegar svo er komið að verð á kvóta er svo hátt að ekki er ein einasta leið til að útgerðin standi undir því blasir við sá raunveruleiki að kvótakerfið er ekki lengur fiskveiðistjórnunarkerfi ...

Hafi Sigurjón þökk fyrir að benda á hið augljósa sem mörgum hefur þó skotist yfir, bæði stjórnmálamönnum og fjölmiðlamönnum. Eða kannski bara sýnt áhugaleysi. Fiskur og slor er víst ekki sexí í augum fjölmiðlamanna. Þetta sinnuleysi þeirra sýnir veruleikafirringu þar sem meira en helmingur af verðmæti vöruútflutnings landsmanna kemur úr þessari atvinnugrein. Það er hægt að slá æ hærri lán fyrir útgerðina eftir því sem kvótaverð hækkar, en hækkunin á kvótaverði stendur ekki í nokkru samhengi við hækkað afurðaverð. Það hefur ekki hækkað.

Hins vegar yfirsést ritstjóranum - eða hann gerir sig sekan um áhugaleysi - að Frjálslyndi flokkurinn hefur ótrauður haldið uppi merki byggðanna. Sigurjón M. Egilsson segir nefnilega líka:

Hitt er annað og verra að ekki er að heyra að frambjóðendur til Alþingis átti sig á fáránleikanum.

Er Sigurjón strútur þegar kemur að Frjálslynda flokknum? Stakk hann höfðinu í sandinn í leit sinni að breyttri afstöðu Einars K. Guðfinnssonar? Sigurjón gæti verið öflugur liðsmaður réttlætis ef hann legðist á sveif með okkur. Við tökum öllum liðsauka fagnandi því að málstaður okkar er góður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband