15.4.2007 | 21:06
Eru þáttastjórnendur Stöðvar 2 svekktir út í Frjálslynda flokkinn?
Fólk er farið að tala um hvað Egill Helgason sniðgengur skipulega að ræða við fulltrúa Frjálslynda flokksins í þætti sínum á Stöð 2.
Það er nú þannig að Frjálslyndi flokkurinn á jafn marga þingmenn og VG á Alþingi en samt sem áður er aldrei rætt við formann Frjálslynda flokksins Guðjón Arnar Kristjánsson í Silfri Egils.
Það kæmi mér ekki á óvart að Frjálslyndi flokkurinn ætti eftir að bæta við sig fylgi í komandi kosningum þar sem yfirgnæfandi meirihluti landsmanna styður þær pólitísku áherslur flokksins að kollvarpa kvótakerfinu sem hefur valdið þjóðfélaginu gríðarlegu tjóni.
Í dag brá svo við að Egill sá ástæðu til að draga minni spámenn úr m.a. Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokknum inn í settið sem sumir komu beint af landsfundum flokkanna og að venju sá Egill ástæðu til þess að sniðganga Frjálslynda flokkinn.
Umræðuefnið hjá Agli og félögum var ekki að glænýjar niðurstöður Hafró gefa til kynna að svokölluð uppbygging þorskstofnsins hafi algerlega brugðist og að þjóðarbúið verði af tugmilljarðatekjum á næsta ári. Nei, að þessu sinni var umræðuefnið Frjálslyndi flokkurinn og fengu viðmælendur Egils frítt spil til þess að sverta og snúa út úr stefnu Frjálslynda flokksins í málefnum útlendinga.
Egill verður að útskýra það hvers vegna hann ákveður að ræða sérstaklega um Frjálslynda flokkinn án þess að nokkur sé til varnar. Það sem er einna verst við þessi vinnubrögð er að Egill veit betur um stefnu Frjálslynda flokksins og leyfir viðmælendum sínum að rugla og bulla.
Ein möguleg skýring á þessu háttalagi Egils Helgsonar er að hann sé mögulega spældur vegna þess að við í Frjálslynda flokknum höfum gagnrýnt þáttastjórnendur Stöðvar 2 opinberlega, m.a. fyrir hvernig reynt er að ýta umræðu um sjávarútvegsmál út af borðinu.
Önnur skýring á þessu framferði er að Egill Helgason óttast mjög að þurfa að ræða um kvótakerfið. Hann hefur oft lýst því yfir að sú umræða fari mjög fyrir brjóstið á sér. Núverandi kerfi er mjög snöggur blettur á ráðandi öflum í þjóðfélaginu og almenningur styður réttlátar og skynsamlegar breytingar á kvótakerfinu.
Ég vil einnig benda lesendum á skrif hins efnilega og unga stjórnmálamanns Eiríks Guðmundssonar sem skipar 3. sæti á lista Frjálslyndra í Norðausturkjördæmi en ég er sannfærður um að hann eigi eftir að láta til sín taka í framtíðinni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:27 | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
- Bara ef það hentar mér: Hér má sjá ráðleggingar Hafró um afla hvers árs og það sem enda... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: "Vagn" svei mér þá þú ert bara mun meiri "GRAUTARHAUS" en ég ha... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Jóhann, úthlutaður kvóti, veiðiheimildir, er ekki það sama og r... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Pálmi það skal tekið fram að ég fylgjandi auknum veiðiheimildum... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Sæll Sigurjón Þú ert bara ekki að bera saman epli og epli. Þú v... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Hvað er eiginlega á milli eyrnanna á þér "Vagn"???? Kvóti og v... 7.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 44
- Sl. sólarhring: 51
- Sl. viku: 2978
- Frá upphafi: 1019164
Annað
- Innlit í dag: 37
- Innlit sl. viku: 2598
- Gestir í dag: 36
- IP-tölur í dag: 30
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Sæll Sigurjón
Magnús Þór er nýbúinn í drottningarviðtali hjá Agli að ræða um innflytjendaauglýsinguna. Stuttu áður var Magnús Þór í viðtali ásamt Eiríki Bergmann í sama þætti og ekki eru margar vikur síðan Jón Magnússonar var í viðtali.
Ármann (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 21:10
Þetta e-mail reyndi ég að senda til Egils um daginn en það komst ekki í gegn:
"Heill og sæll!
Það virðist eitthvað vera að annað hvort hjá mér eða á heimasíðu þinni.Ég hef verið að reyna að skrifa þér bréf en það virðist ekki ná í gegn.En erindið var þátturinn í dag.Ég er einn af eldriborgurum þessa lands og er að reyna að átta mig á hinu pólitíska landslagi.Það er stutt í kosningar og sumir hafa líkt þáttum þínum við eldhúsdagsumræður.Þá er spurningin þessi því fengu bara 4 flokkar af 5 sem eru búnir að bjóða fram að koma í þáttinn?Mér og fleirum af minum kunningum hafa þótt þetta heyra undir hlutdrægni.Við viljum að þú svarir því í næsta þætti hversvegna svo var.Og ef það var hver ástæðan var.Eða á þetta bara vera vettvangur fyrir skoðanir þeirra flokka sem þér hugnast helst fyrir þessar kosninga.Við skorum á þig að gefa ástæðun í næsta"Silfri"og þá ertu maður að meiri.Þakka annars mjög skemmtilega þætti.Sértu ávallt kært kvaddur"
Ólafur Ragnarsson, 15.4.2007 kl. 21:16
Það nennir enginn að hlusta á þetta kvóta bull í ykkur. Kvótinn fer ekki neitt, ekki einu sinni þó svo óllíklega vildi til að þið kæmust til valda.
Ingólfur H Þorleifsson, 15.4.2007 kl. 21:19
Heill og sæll, Sigurjón og aðrir skrifarar !
Fyrir það fyrsta......... Stöð 2 er einhver sú lélegasta, á Vesturhveli jarðar, það er engin minnkun að, Sigurjón; þótt svo Egill taki ykkur ekki inn í þátt sinn; andskotans kratadekrið leynir sér ekkert; hjá honum.
Ingólfur ! Hvaðan úr fjandanum ert þú sprottinn ?
Sýnt er, að helvítis kvótakerfið átti aldrei að komast á. Við, Íslendingar, hverjir rakið geta ættir okkar til landnámsmanna eigum, að sjálfsögðu að geta róið til fiskjar, þá okkur hentar, eins og verið hafði um aldir. Ert þú kannski einn þessarra dellukarla, hverjir vilja boð og bönn, jafnvel í ríkara mæli, en tíðkaðist, í gömlu Sovétríkjunum ? Ertu kannski hlynntur úthýsingu okkar stórreykingamanna, af veitinga og gististöðum ?
Líklega eitthvert mesta afrek Jóns Kristjánssonar, í hans aumu ráðherratíð.
Með beztu þjóðernissinna kveðjum, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 21:44
Í dag sat ég inni í stofu hjá fólki á Norðurlandi sem var eins og hengt upp á þráð í þessu alvonda kerfi sem þér finnst bull að tala um, Ingólfur. Þetta óréttlæti snýr að venjulegum Íslendingum sem þurfa að greiða meginhluta af tekjum sínum í að leigja til sín atvinnurétt, borga öðrum fyrir að fá að veiða.
Ef þú flettir upp í textavarpinu kemstu að því að leiga á einu kílói af þorski er nú 200 kr. Meðalverð á mörkuðum er um 210 kr. Það sér hver maður að þetta er galið og hlýtur að þýða það að fólk fer annað hvort á hausinn eða út úr greininni. Þetta voru einmitt valkostirnir hjá duglega sjómanninum og konunni hans sem ég ræddi við í dag.
Vel að merkja, þetta er leiga á sameign Íslendinga.
Staða þessa fólks er ólíðandi. Stjórnmálamenn sem vilja vera talsmenn réttlætis geta ekki horft undan. Nú virðist vera sem forystumaður jafnaðarmanna, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, kjósi að líta einmitt framhjá þessu óréttlæti sem og forystumaður íslenskra sósíalista, Steingrímur J. Sigfússon.
Sigurjón Þórðarson, 15.4.2007 kl. 21:56
Ég hef persónulega reynslu af því að Egill ritskoðar athugasemdir inn á vefnum sínum. Hann heldur því stíft fram að Solla sé rógborin og þegar honum er bent á að hann hafi menn fyrir rangri sök í nafnlausum rógi þurrkar hann það bara út.
Eftir að hafa séð viðtalið hans við Sollu í þættinum í dag komumst við víst flest að því að hann telur hana meira rógborna heldur en jafnvel hún sjálf. Ég treysti mér óhikað til að halda því fram að Egill Helgason er hlutdrægur stuðningsmaður Samfylkingarinnar þó hann reyni að halda öðru fram. Hann á bara að hætta þessum feluleik og nota bara þáttinn fyrir Samfylkinguna fram að kosningum, þá geta aðrir séð hann loksins í réttu ljósi og hann losnar þá við að villa á sér heimildir eins og hann gerir nú.
Haukur Nikulásson, 15.4.2007 kl. 23:06
Sæll Sigurjón.
Frálslyndir hafa yfirleitt ekki verið kallaðir í þessa Silfursþætti nema málefni flokksins séu efst á baugi í þjóðfélaginu og þótt Egill geti á stundum verið stórskemmtilegur og hittinn i sinni þjóðfélagsrýni þá fellur hann stundum í þann pytt að hampa einum sjónarmiðum frekar en öðrum að mínu áliti.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 16.4.2007 kl. 00:16
Það er öllum ljóst að Egill Helgason er ekki hlutlaus í málflutningi sínum og hættulegt hvað sumir fjölmiðlar hafa mikil völd. En engu að síður held ég að málflutningur frambjóðenda Frjálslyndaflokksins sé þannig háttað að það er ekki hægt að taka ykkur alvarlega. Þið hafið smánað ykkur sjálf með vinnubrögðum sem einkenna flokk sem er að bjóða fram í fyrsta skipti, þíð alið á tortryggni og útrúverðugleika sem er engum til frama. Mál er þannig sett fram hjá ykkur að þið talið sífellt um það hvað aðrir eru slæmir og vondir í staðinn fyrir að segja hvað þið sjálfir eru góðir og jákvæðir. Eitt dæmi, grein frambjóðenda Frjálslyndaflokksins í 4. sæti í NA-kjördæmi sem birtist í Skarpi 13. apríl er smánarblettur á flokknum og frambjóðandanum sjálfum til vansa. Þetta innlegg dregur úr allri vitrænni umræðu og skynsamlegri í pólitík.
Þú Sigurjón og þitt fólk hafið sjálf dæmt ykkur út í horn og þið ein getið með annars konar málflutningi komist til baka í vitræna og skynsama umræðu um pólitík. Ef ekki er best að Frjálslyndiflokkurinn verði hunsaður því þið hafið ekkert fram að færa með þessháttar málflutningi. Eins og fiskurinn sem aldrei veiðist, hann drepst og verður engum að gagni nema rotverum á botni sjávar.
Hjálmar Bogi (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 00:41
Hjálmar Bogi
Það var nákvæmlega ekki neitt að þessari grein hans Axels Yngvasonar og ef þú hefur eitthvað að setja út á greinina er eðlilegt að gera efnislega grein fyrir því. Það gerir Hjálmar Bogi ekki í athugasemd hér að ofan.
Sigurjón Þórðarson, 16.4.2007 kl. 09:29
Óskar minn, þú getur farið á sjó og sótt þér í soðið þegar þú villt. Það er upplagt hjá þér að reykja í leiðinni. Reyndar er ég kominn af sjómönnum langt aftur í ættir en held nú samt að kvótakerfið sé komið til að vera, jafnvel þó Addi Kitta Gau kæmist til valda. Það getur vel verið að það sé eitthvað við þetta kerfi sem er ekki að virka, enda sagði ég hvergi að það væri gott en þú veist það Sigurjón að kerfið verður ekki afturkallað svo auðveldlega úr þessu. Ég skal taka þau orð aftur að þetta sé bull þessi kvóta umræða en ég bý fyrir vestan og heyri það á fólki að það er akki að spá í þessi mál fyrir þessar kosningar. Þið hafið verið á þessari línu í síðustu tvemur kosningum og þurfið að koma með nýjar áherslur núna.
Ingólfur H Þorleifsson, 16.4.2007 kl. 15:51
Heilir og sælir, Sigurjón og Ingólfur H. Þorleifsson og þið önnur !
Ingólfur ! Þakka þér snaggaralegt svar, en........ hver fjandinn getur bannað okkur; mér og þér, að selja fólkinu á bryggjunni þær umfram afurðir, hverjum við vildum koma, í lóg ?
Trúi því ekki, Ingólfur; að ekki megi slá af, þetta sovézka skipulag, hvað ríkt hefir hér, í sjávarútvegi; á þriðja áratug.
Láttu þér ekki bregða, kæmist Guðjón Arnar til þeirrar mektar, og þar með tignar; að afskaffa þetta prjál, hvað viðgengist hefir alltof lengi, jah.... þá kæmist hið gamla íslenzka þjóðskipulag okkar aðeins nær raunverulegum þörfum þjóðarinnar. Þetta andskotans fræðinga samfélag okkar (fyrirgefðu Jóhann frændi, hjá Hafrannsóknastofnun, ekki illa meint) er að ganga af öllu framtaki dauðu hér, haldi fram, sem horfir.
Með beztu kveðjum / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 17:51
Fiskurinn sem aldrei veiðist.........????
Hvað meinar hann Hjálmar Bogi?
Gjarnan vildi ég veiða hann.... en hef bara eiginlega ekki efni á því...
Kalli, ættaður frá Gamla Hrauni og Húsavík
Kalli (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 19:41
Mér hefur virst Egill Helgason,, Silfurmaðurinn", hafa fitnað óeðlilega á silfrinu svona rétt eins og ormurinn á gullinu.
Það er svo oft að dagskrár og þáttargerðamenn byrja í byrjun þáttaraðanna að kryfja málin vegna þess eins að þeir vilja komast að kjarna hvers máls... Svo fjölgar þáttunum og þáttastjórnendur fá aukið vægi vegna aukinna vinsælda þáttanna og geta þar af leiðandi krafist hærri launa, svo eftir nokkurn tíma og eftir að hafa hækkað margfalt í launum þá hafa þeir gleymt upprunarlegu hugsjóninni sem þeir fóru af stað með.
Flestir þessara manna færast yfir á hægri væng stjórnmálanna og flokka þá úr hvaða viðmælendur þeir hafa í viðtölum í þáttum sínum.
Frjálslyndiflokkurinn er umbótaflokkur rétt á byrjunarstigi og ég efast ekki um að hann nái langt svona eins og Egill Helgason en ég vona að hann missi ekki sjónar á réttlætismálum sem hann hefur farið af stað með í byrjun.
Að ná fiskveiðikvótanum til baka í hendur þjóðarinnar og hafa eftirlit með innflutningi vinnuafls til landsins.
Guðrún Magnea Helgadóttir, 16.4.2007 kl. 20:12
Ingólfur, það er á tæru að forsenda þess að það verði sjálfbær byggð á Vestfjörðum og í öllum sjávarbyggðum landsins er að snúa ofan af þessu vitleysiskerfi. Manni finnst brjóstumkennanlegt að sjálfstæðismenn á Vestfjörðum skuli halda verndarhendi yfir kerfi sem drepur einstaklingsfrelsið.
Þetta kerfi mun örugglega fara, ég þori að hengja mig upp á það. Að draga veiði á ýsu hér inni á Eyjafirði frá því sem má veiða í Ísafirði er svo galið og vitlaust, stenst ekki heilbrigði og hvað þá nokkra líffræði.
Hvernig getur veiði á Austfjörðum sem er miklu nær Færeyjum haft áhrif á það sem veiðist á Breiðafirði? Þetta er algjört rugl.
Sjálfstæðismenn á Vestfjörðum eru komnir í algjört öngstræti. Í stað þess að berjast fyrir rétti einstaklingsins til að bjarga sér er öll áherslan lögð á að fjölga opinberum störfum á Vestfjörðum.
Sigurjón Þórðarson, 16.4.2007 kl. 22:39
Ég held að Ingólfur H. Þorleifsson eigi ekki að vera að ræða um hluti sem hann hefur greinilega hundsvit á. Hvað þá að gagnrýna aðra fyrir að ræða um þetta arfavitlausa fiskveiðisthórnunarkerfi. Það er tvennt ólíkt að vera kominn af sjómönnum langt aftur í ættir eða þurfa að starfa í þessu kerfi. Þegar forfeður þínir stunduðu sjó þurftu þeir ekki að glíma við svona vitleysu. Ef þetta kerfi hefði verið til þá værir þú ekki kominn af sjómönnum langt aftur í ættir, því kerfið fælir alla frá sjómennsku og eftir nokkur ár verða engir íslenskir sjómenn til kerfið sér til þess. Nú þegar vantar orðið marga árganga sem yfirmenn á fiskiskipum vegna þess að ungir menn sjá í dag miðað við óbreytt ástand enga framtíð í að mennta sig til að stunda sjó. Heilu byggðarlögin eru að þurkast út og þú fullyrðir að enginn sé að spá í þetta. Hvar í ósköpunum ertu staddur í heiminum.
Jakob Falur Kristinsson, 18.4.2007 kl. 09:49
Það vantað eitt orð í eina setningu sem á að vera svona: Ég held að Ingólfur H. Þorleifsson eigi ekki að vera að ræða um hluti sem hann hefur greinilega ekki hundsvit á.
Jakob Falur Kristinsson, 18.4.2007 kl. 09:59
Það vill nú svo skemmtilega til að ég bý á Suðureyri og hér hafa nú flestir aðlagað sig þessu kerfi . Hér hafa menn keypt kvóta fyrir stórar upphæðir og gera út. Svo eru menn eins og þið sem halda áfram að berja hausnum við stein. Flestir þeir sem ég veit um sem gagnrýna þetta kerfi harðast eru búnir að selja kvótan frá sér og ættlast svo til að fá að byrja aftur. Ef að hugmyndir ykkar um báta undir sex meturm með tvær rúllur verður að veruleika þá eru það á bilinu 25-40 þúsund tonn á ári sem fara í það. Af hverjum á að taka það? Af þeim sem hafa fjárfest í greininni undanfarin ár. Það að ég hafi ekki sömu ölmususkoðunina og þú segir ekkert um hvort ég hef vit á þessu kvótakerfi.
Ingólfur H Þorleifsson, 19.4.2007 kl. 21:36
Það er af og frá að þetta fari upp í 40 þúsund tonn. Fiskur sem er tekinn á handfæri, t.d. á Stöðvarfirði, er ekki tekinn frá neinum á Vestfjörðum. Þegar handfæraveiðar voru frjálsar á Íslandi var það margfalt minna sem veiddist á handfæri en það sem þú, Ingólfur, gefur í skyn.
Þessi hugsanagangur sem þú birtir á síðunni ber vitni um frumstæði sem byggir á nokkru sem gengi upp ef fiskistofnar hringinn í kringum landið væru eitt mengi. Þannig er það hins vegar ekki með villta dýrastofna sem lifa á ólíkum búsvæðum. Um leið og einn fiskur er drepinn verður til aukið lífsrými og æti fyrir þá sem eftir verða. Auknar veiðar geta þannig aukið framleiðslu í stofninum.
Sigurjón Þórðarson, 19.4.2007 kl. 23:03
Það eru nú ansi skiptar skoðanir um það hvað stofnarnir eru margir. En það er á hreinu að það verða engir viðvaningar sem fara að róa með tvær rúllur, Það verða atvinnumenn sem verða ekkert í vandræðum með að draga þetta magn sem ég er að tala um. Ekki nema þið ætlið að útiloka þá sem hafa áður verið á sjó. Það eru til 500-1000 bátar sem gætu farið á sjó á morgun þessvegna ef þetta yrði gefið frjálst. En ég get verið sammála ykkur um að það þarf að finna leið til að menn geti stofnað útgerð og byrjað að róa, þá er ég ekki að tala um þá sem hafa áður selt kvótann. En það má ekki vera þannig að það sé tekið af þeim sem eru búnir að fjárfesta í greininni
Ingólfur H Þorleifsson, 20.4.2007 kl. 16:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.