Leita í fréttum mbl.is

Sparkvellir, fiskveiðistjórn og fjölmiðlar

Í pottinum í einni glæsilegustu sundlaug landsins, Sundlaug Akureyrar, var í morgun rætt um stórundarlegt fréttamat RÚV, þ.e. að það skyldi margtyggja einhverja vitleysisfrétt um meint átök fullorðinna og barna um sparkvöll en fjalla ekki með neinum hætti um fréttir af vorralli Hafró sem gefur til kynna að þjóðarbúið verði af milljarðatugum í útflutningsverðmætum. 

Ég greindi pottverjum frá því að það væri ekki alltaf hægt að treysta fréttum RÚV þar sem ekki væri haft fyrir því að leiðrétta fréttir um fiskveiðistjórn sem fréttastjóri veit að eru rangar.

Fleira var rætt, s.s. um að fréttastofa RÚV flytur algerlega gagnrýnislausar fréttir af landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Geir fær ekki eina spurningu um verðbólguna og hvað þá um þá gríðarlegu skattahækkun sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið fyrir á síðasta áratug.

Morgunblaðið má eiga það að það fjallaði um niðurstöður vorrallsins en þess var þó gætt í umfjöllun blaðsins að ræða ekki við neina sem hafa gagnrýnt núverandi stjórn fiskveiða sem er algerlega misheppnuð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áhugi RÚV er meiri á deilum um keisarans skegg heldur en hversu lítt hann er klæddur .

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband