Leita í fréttum mbl.is

Ný skýrsla sem gefur til kynna að þjóðarbúið tapi tugmilljörðum á næsta ári

Niðurstöður vorralls Hafró gefa til kynna að uppbyggingarstarf stjórnvalda hafi ekki gengið eftir.  Stjórn veiðanna byggir á svokallaðri veiðireglu sem hvílir ekki á neinum vistfræðilegum grunni heldur einhverju undarlegu samblandi af hagfræði og stærðfræðilegri fiskifræði sem hefur hvað eftir annað borið upp á sker. 

Nú finnur Hafró engan fisk þrátt fyrir að veiðar hafi sjaldan gengið betur og ætti það eitt að sá efasemdarfræjum um áreiðanleika fiskatalningarinnar sem fram fór í togararallinu.

Fréttirnar eru gríðarlegt reiðarslag fyrir íslenskt þjóðarbú, þ.e.a.s. ef það verður úr að ráðleggingum Hafró verði fylgt í blindni eins og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa gert síðasta einn og hálfan áratug.

Það má ætla að íslenskt þjóðarbú verði af tugmilljarða króna tekjum ef veiði verður minnkuð í sama mæli og lækkun stofnvísitölu gerði í þessum mælingum, þ.e. stofnvísitala þorsks lækkaði um 17% og ýsu um 12%.

Það er orðið löngu tímabært að taka bæði stjórnun og vísindaráðgjöf á fiskveiðiauðlind Íslendinga til gagngerrar endurskoðunar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Sæll Sigurjón

Ég hef aðeins farið að fylgjast með kvótamálum eftir að þú sendir mér póst um þau mál fyrir nokkru síðan. Nú er ég hinsvegar allveg bit á þessu rugli hjá hafró, ég var í Grindavík um daginn þar sem ég var að flytja pramma sem nota á við hafnarframkvæmdir. En ég þurfti að bíða í nokkra klukkutíma þar sem enginn gat komið til að losa farminn þar sem allir voru uppteknir við að landa ú fulllestuðum bátum sem komu að landi og ekki er hægt að segja annað en að þeir hafi verið fulllestaðir þar sem sumir þurftu að fara aftur út til að draga restina sem lá í sjó.

Ef hafró getur ekki séð hvað fiskiríið var mikið þá held ég að þeir þurfi að finna sér einhvern annan starfsvettvang. Þetta var hinsvegar ekkert einsdæmi með fiskiríið í Grindavík þar sem þetta var svona víðar þennan dag og fleiri daga um svipað leiti.

Svo verð ég eftir allar þessar upplýsingar að segja að ég er sammála FF hvað kvótkerfið varðar og reyndar í fleiri málum líka.

kveðja frá Grundarfirði

Ólafur Björn Ólafsson, 12.4.2007 kl. 22:39

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Það skilur enginn neitt í Hafró og sennilega ekki þeir heldur. Hafró virkar á mig svipað og blintur maður með staf að telja fugla.

Georg Eiður Arnarson, 12.4.2007 kl. 23:02

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Þetta eru ógnvænlegar upplýsingar sem skekkja alla útreikninga ef ganga eftir hvað varðar niðurskurð í veiðum og verðmætum fyrir þjóðarbúið í heild.

Meðan menn þrefuðu um orðalag sem setja átti í stjórnarskrá um sameign þjóðarinnar þá bentir þú á árangursleysið á þinginu en það gátu menn ekki rætt um.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 13.4.2007 kl. 00:57

4 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Það er merkilegt með Hafró.Annarstaðar vinnandi fiskifræðingar hafa yfirleitt aðra skoðun á málunum.Þetta væri eins og skipatjórnarmenn hjá Eimó hefðu annað bestill en þeir hjá Sambó

Ólafur Ragnarsson, 13.4.2007 kl. 09:06

5 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Þetta var nú heimskulegasta samlíking sem gat fundist sem ég setti fram.Bestikk(vitlaust skrifað hjá mér líka) er danska og þýðir bara leiðarreikn.Men hafa náttúrlega misjafna leiðarreikinga.Það er best að vera ekki að hætta sér meira út í samlíkingar.En útaf Hafró man ég það fyrir mörgum árum síða þá var ég stýrmaður á togara.Við vorum út í Víkurál að fiska.Trollin voru loðin af loðnu og fiskurinn sem við fengum alveg úttroðin af henni.Þegar þetta var var loðnan gengin V með N-landi S og V með landinu og var að ýrast upp í víkunum við Reykjanes.Loðnan búinn það árið staðhæfði Hafrómenn.Auðun heitin Auðunsson var þá skipst.á Hólmatindi  nýkeyptum frá Frakklandi.Hann var þarna á veiðum líka.Hann var alltaf að kalla í land og tala við þá hjá Hafró.Ég heyrði mörg samtölin"Kallinn"var nú þrár.Ég heyrði þá segja það einusinni uppí opið geðið á honum að hann þekkti bara ekki loðnu.Minn maður var nú ekki hress með það.En svo skeði það að Hafrún frá Bolungavík var á heimleið en kom þarna út að líta á þetta að eigin frumkvæði.Og viti menn hún fyllir sig í einu kasti.Það átti eftir að vera mokveiði í Kolluálnum og við Snæfellsnes.Hafrómenn klóruðu sér bara í hausnun og vissu ekkert í sinn haus

Ólafur Ragnarsson, 13.4.2007 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband