Leita í fréttum mbl.is

Eru Árni Johnsen og Kristján Þór líklegir til þess að sýna ráðdeild í ríkisrekstri?

Skattar hafa hækkað gríðarlega í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins.

Opinber gögn sýna að hið opinbera, ríki og sveitarfélög, taka alltaf stærri og stærri hlut af þjóðarframleiðslunni í sinn hlut. 

Sjálfstæðisflokkurinn siglir gjarnan undir fölsku flaggi í umræðu um skattamál, s.s. þegar talsmenn flokksins halda því fram að skattar hafi verið lækkaðir. Það er rétt að einstaka breytingar hafa verið gerðar á skattakerfinu, t.d. afnám hátekjuskatts en samtímis hefa stjórnvöld látið hjá líða að hækka skattleysismörk sem hefur leitt af sér að það er farið æ dýpra í vasa þeirra sem hafa meðallaun og lægri laun á meðan skattbyrði er aflétt af þeim sem hafa allra hæstu launin.

Ef það á að ná fram raunverulegri skattalækkunum á almenning í landinu verður að sýna ráðdeild og skipulagsbreyting verður að verða hjá hinu opinbera, þá með fækkun ráðuneyta, sendiráða og minnkun yfirbyggingar.

Það er ljóst að forysta Sjálfstæðisflokksins er sljó og gengur um opinbert fé og eigur almennings rétt eins og þeirra séu þeirra eigin. 

Ef litið er á þá nýju frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins sem líklegt er að komast á þing þá er alls ekki líklegt að það verði nokkur breyting á þessari stefnu. Allir þekkja mál Árna Johnsen en einsýnt er að Kristján Þór Júlíusson verði ekki til nokkurs gagns í því að breyta stefnu Sjálfstæðisflokksins sem hefur birst í auknum útgjöldum og sérgæsku. Kristján Þór Júlíusson var bæjarstjóri Akureyrar sem rekinn var með mörg hundruð milljón króna halla á síðasta ári á sama tíma og hann leysti út milljónir króna í umdeild biðlaun.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæll Sigurjón.

þú varst einn af þessu þigmönnum sem var vaxandi í Frjálslyndaflokknum enn nú er ég ekki á sömu skoðun það er lámarkskrafa sem ég geri til þín að menn eins og þú fari með rétt mál þegar þú ert að  fullyrða mál eins og skatta mál Sjálfstæðismanna þú minnist ekki einu orði afnám eignaskatt á eldra fólk sem ekki er til lengur hverskonar málflutningur er þetta hjá þér.

Vera síðan með sora yfirlýsingar á fólk sem ekkert hefur gert þér finnst mér ekki málefnalegar umræður að þinni hálfu setur þig frekar niður heldur enn hitt.

Fyrst þú ert að gagnrýna Sjálfstæðisflokkinn varandi skatta mál komdu þá með rök og sundurliðun hvernig skattar hafa ekki verið lækkaðir sem þú ert að henda hér fram.

Þú Sigurjón talar um að stjórnvöld látið hjá líða að hækka skattleysismörk sem hefur leitt af sér að það er farið dýpra í vasa þeirra sem hafa meðallaun

Til að svara þessu þá ert þú að tala um að hækka skatta á fólkið í landinu á sama tíma er Sjálfstæðisflokkurinn að lækka skatta og vill lækka þá meira enn þeir eru í dag þess vegna verður þú að koma með betri rök enn þú heldur fram. Þetta er algjört bull í þér og ekki hægt að taka mark á svona umræðum Frálslyndaflokksins.

Nú held ég að það sé komin málefnafátækt hjá ykkur Frjálslyndum enda eru  þessar stóru yfirlýsingar ykkar um hatur á erlendu fólki með ólíkindum.

Jóhann Páll Símonarson

Jóhann Páll Símonarson, 8.4.2007 kl. 13:16

2 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Jóhann Páll, þér ferst nú að vera að tala um sorayfirlýsingar...

Komdu með rök fyrir því að XF hafi verið að boða hatur á erlendu fólki.


Ekki?

Nei. Ef þú hefðir lágmarksmálskilning þá gætum við kannski talað saman, en þú ert ekki bara ólæs, heldur líka hræsnari. 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 8.4.2007 kl. 13:21

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Sælir Jóhann Páll og Einar og þakka ykkur fyrir þessar athugasemdir.

Í skýrslum OECD kemur skýrt fram að ríkið er að taka til sinn æ stærri hluta af þjóðarkökunni til sín og er það hlutfall komið vel yfir 40% Samkvæmt gögnum OECD jókst heildarskattbyrðin frá árinu 1995 til 2004, úr 32,1% í 41,9% af vergri landsframleiðslu.

Það hefur verið bent á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi sett heimsmet í skattlagningu.

Þetta eru óþægilegar staðreyndir fyrir Sjálfstæðismenn sem fara alltaf dýpra og dýpra ofan í vasa þeirra sem hafa lítið.

Ég tek undir með Einari hvað varðar að mér finnst að Sjálfstæðismaðurin Jóhann Páll ætti að skýra betur út orð sín um meint  hatur Frjálslyndra á erlendu fólki.  Ekki veit ég betur en að margir í Frjálslyndir eigi maka af erlendum uppruna sem þeir elska.  Við viljum ræða þessar þjóðfélagsbreytingar með málefnalegum hætti og hafa stjórn þar á.

Sigurjón Þórðarson, 8.4.2007 kl. 16:17

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Hér er taflan sem sýnir gífurlega aukna skattheimtu Sjálfstæðisflokks.

Sigurjón Þórðarson, 8.4.2007 kl. 16:32

5 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Ef ég man hlutina rétt hefur Jóhann Páll ekki alltaf verið yfir sig hrifinn af Sjálfstæðisflokknum.T.a.m.þegar hann "ageneraði"fyrir Borgaraflokkinn sáluga

Ólafur Ragnarsson, 8.4.2007 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband