Leita í fréttum mbl.is

Nauðsynleg umræða um erlent vinnuafl gerð tortryggileg

Félagsmálaráðherra og fleiri reyna að þagga niður nauðsynlega umræðu um erlent vinnuafl á Íslandi. Það er gert með því að útmála talsmenn Frjálslynda flokksins og sömuleiðis er reynt að halda því að þjóðinni að Frjálslyndi flokkurinn ali á fordómum. Flestir sjá í gegnum þennan málflutning pólitískra andstæðinga Frjálslynda flokksins. 

Staðreyndin er sú að Magnús Stefánsson treysti sér ekki til þess að ræða stefnu ríkisstjórnarinnar í málefnum útlendinga á Alþingi. Vera má að ástæðan hafi ekki einungis verið að hann hafi viljað forðast að ræða hraðsoðna stefnu ríkisstjórnarinnar heldur var hann einnig að forðast alla umræðu um Byrgið á sama tíma.

Það væri ráð að lesendur þessara lína veltu fyrir sér hvort að talsmenn Frjálslynda flokksins hafi kveðið fastar að orði um áhrif mikils innstreymis fólks en t.d verkalýðsfélagið sem setti eftirfarandi línur saman um áhrif fjölgunar erlends vinnuafls á íslenskt samfélag.

Þó blasir við nú þegar að íslenskt kerfi, til dæmis velferðarkerfið, er vanbúið að taka þeirri miklu fjölgun erlends vinnuafls sem þegar er orðin. Hvað þá heldur að það sé fært um að óbreyttu að takast á við enn meiri fjölgun.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Maður getur ekki annað en vorkennt þeim frambjóðendum sem vita ekki í hvora löppina þeir eiga að stíga,þegar kemur að hinum ýmsu vandamálum sem blasa við.Vita ekki hvað má segja við fólkið á götunni sem vilja svör.Setja málið á dreif til að reyna að finna út hvað megi segja við viðkomandi og eru svo skíthræddir um að,ef þeim verður fótaskortur á tungunnu fari það beint í fjölmiðja.Kveðja

Ólafur Ragnarsson, 6.4.2007 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband