Leita í fréttum mbl.is

Félagsleg úrsögn Ásmundar Einars

Ýmislegt bendir til þess að vistaskipti Ásmundar Einars séu miklu frekar af  félagslegslegum toga en pólitískum. 

Steingrímur J. gerði Ásmundi Daða strax ljóst þegar hann mætti til þings að hann væri nýliði og setti hann síðan rækilega til hliðar. Steingrímur J. kom Ásmundi Einari ekki til varna þegar forysta Samfylkingarinnar uppnefndi hann  og aðra þingmenn Vg og líkti þeim við villiketti og hryssur.  Það kvað svo rammt af þessum eineltistilburðum að við lá að Vinnueftirlitið væri fengið í skýrslutökur í Alþingishúsinu. Ásmundur Einar komst í gegnum prófkjörið í Vg fyrir síðustu kosningar með því að halla sér að Jóni Bjarna og sigraði hann með því Grím Atlason. Andlegur leiðtogi Ásmundar Einars, Jón Bjarnason hefur sjálfur átt í vök að verjast með sinn ráðherradóm og gat því lítið beitt sér til þess að halda verndarhendi yfir Dalamanninum.  Allur vindur var sömuleiðis úr Ögmundi við að halda hlífiskildi yfir Ásmundi þar þar sem hann var orðinn sáttur í stóli Innanríkisráðherra og upptekinn í stríði við vélhjólaklíkur.

Núna tekur hann þann kostinn í erfiðleikum sínum að leita í mjúkan faðm Sigmundar Davíðs og segir hann sjálfur að honum finnist sem að hann sé kominn heim - Yess. 


mbl.is Taka Ásmundi Einari fagnandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ásmundur Einar er ágætur.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 1.6.2011 kl. 22:15

2 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Ásmundur stendur fyrir sínu, enda með heiðarlegri mönnum á þinginu

Áfram Ásmúndur

Brynjar Þór Guðmundsson, 1.6.2011 kl. 23:07

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Framsókn er að plumma sig,seinast í dag heyrði ég konu segja ákveðið,að nú kysi hún Framsókn.

Helga Kristjánsdóttir, 1.6.2011 kl. 23:45

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

framsóknarmenn allra flokka finna hvern annan aðlokum..

Óskar Þorkelsson, 2.6.2011 kl. 09:09

5 identicon

Öll þessi umræða og hávaði vegna eins “rednecks” úr Dölunum er sorglegur aula-vitnisburður um pólitíkina hér á skerinu. Lengra verður ekki komist í fíflagangi og lágkúru. Þessvegna, og einmitt þessvegna, þurfum á aðstoð að halda og það strax. Þessi aðstoð hlýtur að heita ESB, svo fremi að þeir séu nógu vitlausir að taka við okkur.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.6.2011 kl. 15:03

6 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er gott að fá aðstoð til þess að leysa úr málum en mér sýnist sem að ESB eigi fullt í fangi með Ítali og Búlgari ofl.

Sigurjón Þórðarson, 2.6.2011 kl. 16:29

7 identicon

Haukur Kristinsson er einmitt ekta sveitalubbi og redneck sjálfur. Kominn 95%+ af bændum eins og 100% íslensku þjóðarinnar, eins og hann getur auðveldlega fært sönnur á með heimsókn á islendingabok.is, uppnefnir hann þá sem koma úr sveitinni eða hafa sýnt búskap, eins og house-nigger (inni negri sem fær special treatment) sem þóttist hafinn yfir þrælana á akrinum. Þetta kallast líka Stockholms syndrome, og margir gyðingar í fangabúðunum sem fengu sérmeðferð og fóru því að tilbiðja nazistana voru þjakaðir af honum. Danir voru hér yfirstétt og fóru með okkur eins og farið er með nýlendur almennt. Þetta sáði fræjum undirgefni og þrælslundar í ömmur og afa sumra okkar og þetta erfa nú barnabörnin og brýst út í ESB dýrkun í stað gömlu Danadýrkunarinnar. Í heimi sem breytist hratt og Evrópuhugtakið skiptir minna og minna máli, enda á sandi byggt, þegar Indland er verðandi stórveldi heimsins, og mun ásamt nýju Norður Ameríku (sem verður Bandaríkin-Kanada-Mexíkó í einu efnahagssvæði) ráða heiminum, um leið og kommúnisinn verður endanalega sigraður, og þriðji heimurinn hættir að vera þriðji heimurinn, og allt "Evró" verður litið hornauga og þeir sem eru í ESB sem þjófsnautar arðræningja sem þurfa að greiða sínar skuldir fyrir að hafa haldið honum í skuldafjötrum (sem óðum verður létt af honum!!!) þá er þetta fólk hlægilegar og hættulegar tímaskekkjur, sem eru einmitt mjög sveitó og asnalegt í fáfræði sinni. Eurocentricismi í hvaða formi sem er er það SAMA og redneckismi, menningarlegur rasismi, þröngsýni og sveitamennska. Dagar hans eru brátt á enda. Þeir sem hengja sig í það sökkvandi skip munu sökkva með því og fyrir þá verður ekkert pláss í breyttum heimi sem er að rísa meðan þessi orð eru skrifuð, eins og allir sem vita lengra en nef þeirra nær og hafa eitthvað milli eyrnanna annað en loft og heilaþvott vita fullvel...en fleira er fullvitað en mikið er rætt.

Örninn flýgur fugla hæst í forsal vinda... (IP-tala skráð) 2.6.2011 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband