Leita í fréttum mbl.is

Ný uppgötvun Fréttablaðsins

Í vikunni mátti lesa skondinn leiðara í Fréttablaðinu. Ritstjórinn sagði lesendum frá þeirri uppgötvun sinni að sjávarútvegurinn skipti verulegu máli fyrir íslenskt efnahagslíf. Ólafur Stephensen komst að þessari niðurstöðu eftir að hafa kynnt sér bráðbirgðaniðurstöður verkefnis í Háskóla Íslands um sjávarvegsklasann!

Ekki eru þetta ný sannindi fyrir okkur liðsmenn Frjálslynda flokksins og þess vegna höfum við lagt áherslu á að í greininni ríki sanngjörn markaðslögmál, mannréttindi séu virt og komið verði í veg fyrir sóunina sem fylgir kvótakerfinu í sjávarútvegi. Varað hefur verið við því hve allur skipakostur hefur elst og má efast um að nokkur annar atvinnuvegur á Íslandi noti jafn gömul atvinnutæki.

Vissulega er það mikið fagnaðarefni að Fréttablaðið sé farið að átta sig á mikilvægi undirstöðuatvinnugreinar landsmanna en það verður þó að segjast að ályktanir ritstjórans eru skiljanlegar, en sem komið er ekki vel ígrundaðar. Niðurstaða hans var að vaxtarmöguleikar sjávarútvegsins felist hvorki í veiðum né vinnslu, sem þó eru undirstaðan undir stoðgreinunum eins og flutningastarfsemi, viðgerðum og tæknigreinum.

Þetta er furðuleg afstaða en einungis með því að breyta kvótakerfinu og taka af alla hvata til brottkasts mætti auka aflaverðmæti um marga milljarða ef mark má taka á skýrslum Hafró um áætlað brottkast á Íslandsmiðum. Sömuleiðis er augljóst að núverandi nýtingarstefna stjórnvalda hefur algerlega brugðist en hún skilar nú á land 160 þúsund tonnum af þorski en þegar lagt var í þessa vegferð var lofað 550 þúsund tonna þorskafla árlega. Raunin er sú að botnfiskafli allra tegunda sem veiðast hér við land er nálægt því að vera helmingurinn af því sem að hann var  fyrir tveimur áratugum. 

Vandfundin eru betri tækifæri fyrir þjóðarbúið en að fara gagnrýnið yfir umrædda nýtingarstefnusem skilar stöðugt færri sporðum á land.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Kristjánsson

Alveg er það merkilegt að í allri umræðunni sem hefur verið um Kvótakerfið s.l. 2 árin er aldrei minnst á hvernig eigi að ná né sem mestum afla af fiskimiðunum og ná hámarksafrakstri þá leiðina en ekki með einhverjum hagræðingar/ eignahalds eða Mattadorbrellum.

Aldrei er leitað til fiskifræðinga og þeir spurðir með hvaða aðferðum ná megi meiri afla úr sjónum. Kannski ekki von, eina ráð þeirra er að friða og friða af sífelldum ótta við ofveiði.

Ekki nema von að ritstjórinn sætti sig við lágmarksaflann. Menn eru hreinlega búnir að gefast upp á að reyna að auka aflann. Til hvers var þá lagt í þessa ferð? 

Jón Kristjánsson, 28.5.2011 kl. 14:28

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Markmið fiskveiðistjórnunar á að vera aðeins eitt "byggja upp og hámarka afrakstur".

Kvótakerfi getur aldrei i neinni mynd skilað þjóðinni þessu markmiði.

Eingöngu SÓKNARMARK getur hjálpað okkur að rækta garðinn okkar AUÐLINDINA. 

Þessi ritstjóri upplýsir tvennt með þessari ritstjórnargrein. Veit ekkert hvað snýr upp eða niður í sjávarútvegi og hann vantar auglýsingar frá "núverandi" sjávarútvegs aðilum.

Eins og ég hef sagt tvenn fær menn til að tala fyrir kvótanum "heimskan og græðgin" alltaf. Ekkert annað.  

Ólafur Örn Jónsson, 29.5.2011 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband