Leita í fréttum mbl.is

Viljum við missa þessa snillinga úr landi?

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra bera ábyrgðina á þeim starfsháttum sem tíðkaðir eru í fjármálakerfinu, hvort sem það eru ósiðlegar afskriftir eða ofurlaunin á sama tíma og almenningur er kreistur.  Allt hneykslunartal forsætisráðherra á því kerfi sem hún byggði upp kemur því úr allra hörðustu átt.  

Greinilegt er að þol almennings og ritstjórnar Moggans, er minna nú, en í aðdraganda hrunsins gagnvart græðgi bankastjóranna.  Í Reykjavíkurbréfi Moggans sumarið 2006, má sjá að ritstjórnin var logandi hrædd við að missa útrásarvíkingana úr landi ef að ofurkjör þeirra væru skert.

Talsmenn þeirra starfskjara, sem hér eru til umræðu byggja rök sín fyrir því, að ekki beri að amast við þeim á því annars vegar, að dugnaðar- og hæfileikamenn eigi að fá að njóta sín og hins vegar að þeir hverfi af landi brott og þjóðfélagið standi eftir fátækara fari svo.


mbl.is Bankastjórarnir mættu ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég hef nú meiri áhyggfur af landflótta lækna en bankamafíósa.  Annars er það eftirtektarvert hvað fólk hefur trú á bankastjórnendum, þegar í ljós hefur komið svo ekki verður um vills að ÞEIR BERA ENGA ÁBYRGÐ þegar allt fer til fjandans.  Það er nú öll færnin, ja svei.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2011 kl. 11:56

2 identicon

"Það er því ljóst, að þeir stjórnendur hér, sem hygðust flýja land vegna neikvæðra umræðna frá þeirra sjónarmiði séð um starfskjör þeirra mundu ganga beint inn í sömu eða svipaðar umræður í helztu nágrannalöndum okkar og þeir telja sig verða fyrir hér. Tilvísun þeirra, sem hafa gerzt talsmenn þessara starfskjara hér til annarra landa og starfskjara þar stenzt því ekki."

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=284687&pageId=4137821&lang=is&q=Talsmenn%20%FEeirra%20starfskjara,%20sem%20h%E9r%20eru%20til%20umr%E6%F0u

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 12:08

3 identicon

já strsx og loka landinu svoað þeir komi aldrei aftur

gisli (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 12:10

4 identicon

,,Allt hneykslunartal forsætisráðherra á því kerfi sem hún byggði upp kemur því úr allra hörðustu átt". Hversu lengi hefur hún verið forsætisráðherra? Svarið er; árið 2009.

http://is.wikipedia.org/wiki/J%C3%B3hanna_Sigur%C3%B0ard%C3%B3ttir

 Þannig að ósköpin byrjuðu sem sagt árið 2009 þann dag sem hún varð forsætisráðherra? Þá hrundi alllt? Nei. Svarið við þeim spurningum er; árið 2008.

 http://is.wikipedia.org/wiki/Bankahruni%C3%B0_%C3%A1_%C3%8Dslandi

 Hver var forsætisráðherra þá? Svarið er hér;

http://is.wikipedia.org/wiki/Geir_H._Haarde

Jói á hjólinu (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 12:29

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það kemur nú yfirleitt maður í manns stað.  Kirkjugarðarnir eru fullir af fólki, sem hélt að það væri ómissandi, en einhverra hluta vegna gengur allt áfram.  Ég er alveg sammála henni Ásthildi hér að ofan ég hef mun meiri áhyggjur af brotthvarfi lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks en af því þótt einhverjir bankamenn fari, það er hvort eð er of mikið af þeim.

Jóhann Elíasson, 8.3.2011 kl. 12:32

6 identicon

HALLÓ!

ÞIÐ ERUÐ Á VILLIGÖTUM.

ÞETTA ER ÞAÐ SEM JÓHRANNAR OG NÁGRÍMUR VILJA.

VINSAMLEGAST HÆTTIÐ AÐ BÖGGAST ÚT AF NOKKRUM KÓNUM. ÞAÐ SEM MÁLI SKIPTIR ER LÁGLAUNASTEFNA RÍKISSTJÓRNARINNAR UNDIR "SÆL ER SAMEGINLEG EYMD"

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 13:03

7 identicon

Bara að allt hugsandi fólk flyji land og láti ekki misbjóða ser og sinum ! til viðbótar lærðu og velmentuð fólki sem þarf ekkert að vera komin uppá þetta fláræði fjandsamlegra  !  vekur mer óhug

Ransý (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 13:05

8 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er auðvitað fáránlegt að þessi bankastjórar skulu ekki sjá sóma sinn í því að mæta á fund þingnefndar Alþingis. 

Það er engu líkara en þeir séu í læri hjá Svavari Gestssyni sendiherra sem sá ekki nokkra ástæðu til að mæta og kynna Icesave samninginn sinn.

Sigurjón Þórðarson, 8.3.2011 kl. 15:00

9 identicon

Og hvert ættu þessir heiðursmenn að fara?

Sjáið þið fyrir ykkur að erlendar bankastofnanir bíði í biðröðum eftir að ráða nýja bankastjóra frá Íslandi?  Í alvöru?

Ég efast um að þeir fengju að stofna bankareikning hvað þá annað í evrópskum bönkum.

Þórður Áskell Magnússon (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 18:31

10 Smámynd: Karl Ólafsson

Þessi umræða er komin á hættulegar villigötur þegar fjármálaráðherra og formaður viðskiptanefndar Alþingis tala um það sem áhugaverðan kost að skoða að setja 60-70% skatt á tekjur umfram milljón! Sem sagt, það að örfáir einstaklingar skammta sér svívirðileg laun m.v. þá stöðu og ímynd sem fyrirtæki sem þeir stjórna hafa skapað sér (s.s. bankastjórar), útheimtir þá lausn að allir sem hafa meira en milljón á mánuði skuli þá greiða t.d. 70% skatt af öllum tekjum umfram þá tölu!

Sjá menn ekki hvað þessi hugsunarháttur er galinn og hættulegur? Það væri akkúrat slík aðgerð sem myndi stórauka landflótta t.d. sérfræðilækna, sem er nógur fyrir. Áhyggjur Ásthildar hér efst eru því algerlega réttmætar og í raun munu þær áhyggjur breytast í martröð verði þessi draumsýn Steingríms og Lilju að veruleika.

Ég er ekki með milljón á mánuði (þyrfti eiginlega að hafa það samt :-) ), þ.a. ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því að skattur á mig myndi hækka, en ég kæri mig ekki um þjóðfélag sem skattleggur þegna sína um 70% af tekjum sínum, alveg sama hvernig á það er litið og hver á í hlut. Mál þessara bankastjóra á að leysa öðruvísi og á að leysast af eigendum bankanna (=Ríkinu), ekki með því að refsa öllum þegnum sem hafa af einhverjum ástæðum góð launakjör. Hátekjuskattur er þegar fyrir hendi, auk auðlegðarskatts. Nóg er að gert í þeim málum.

Karl Ólafsson, 9.3.2011 kl. 11:32

11 Smámynd: Karl Ólafsson

Sigurjón, það kom reyndar fram í fréttum í gær að a.m.k. einn bankastjóri var staddur erlendis og því e.t.v. ekki hægt um vik að mæta með svo skömmum fyrirvara á fund nefndarinnar

Karl Ólafsson, 9.3.2011 kl. 11:34

12 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ég þekki ekki stakt dæmi þar sem forstjórar og fyrirmenni sem líma þurfti við landið með ofurlaunum hafi fengið boðið starf erlendis eftir að hrunið rúllaði yfir okkur. Límið hefur því verið með öllu óþarft. Græðgin er bara enn með svo breiðan árfarveg að flæði fjármagnsins rennur enn til þessara "snillinga" og mætir of lítilli mótsstöðu.

Svo er annað sem vert er að skoða. Eru þetta einu launin sem bankastjóranri þiggja ? Eða sitja þau kannski greyin í öðrum stjórnunarstöðum fyrir bankana...sem að fyrir hreina tilviljun greiða þeim líka laun ? Við skulum ekki gleyma að á ferð eru snillingar í að vefa köngulóavefi kennitalna.

Haraldur Baldursson, 9.3.2011 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband