Leita í fréttum mbl.is

Jón Gnarr velur ófriđ ţó svo friđur sé í bođi

Greinilegt er ađ Jón Gnarr borgarstjóri og Dagur B. Eggertsson álíta sig svo mikla menn ađ ţeim sé algerlega í sjálfsvald sett hvort ţeir fari ađ úrskurđi ćđra stjórnvalds um greiđslu styrkja til lýđrćđiskjörinna frambođa.

Ráđuneyti sveitarstjórnarmála hefur tvívegis gefiđ út ţađ álit ađ Reykjavíkurborg haldi eftir styrkjum sem Frjálslyndi flokkurinn á rétt á samkvćmt lögum 162/2006 og sömuleiđis beindi ráđuneytiđ ţeim tilmćlum međ skýrum hćtti  til Jóns Gnarr ađ leitađ yrđi lausnar á málinu međ samráđi og samtölum viđ forráđamenn Frjálslynda flokksins. Ţess ber ađ geta ađ forráđamenn Frjálslynda flokksins hafa reynt ađ ná fundi međ Jóni Gnarr frá ţví á miđju síđasta ári en án árangurs, vegna mikilla anna borgarstjóra ađ sögn ađstođarmanna hans.  Ađ vísu bođađi Jón Gnarr, Guđjón Arnar Kristjánsson til fundar viđ sig í ráđhúsinu einn daginn en skýringalaust mćtti borgarstjóri ekki á ţann fund.

Ég hef aflađ mér ţokkalegrar reynslu í gegnum tíđina af hinum ýmsu félagastörfum s.s. fyrir íţróttahreyfinguna, pólitískt starf og sömuleiđis áratuga starf í opinberri stjórnsýslu.  Aldrei fyrr hef ég kynnst öđrum viđlíka vinnubrögđum og hjá Jóni Gnarr.  Erfitt er ađ ráđa í hvađ rćđur för hjá borgarstjóranum en ţađ gildir einu hvort um sé ađ rćđa hroka, bjálfagang eđa spaug, ţá er ţađ ekki fallega gert hjá Jóni Gnarr ađ setja starfsmenn Reykjavíkurborgar s.s. sérfrćđing sinn í upplýsingamálum í ţá andstyggilegu stöđu ađ ţurfa fara međ villandi málflutning um framgang málsins.

Sú spurning hlýtur ađ vakna hvers vegna "friđarsinninn" Jón Gnarr kjósi ofríki og átök ţó ađ friđur og samtöl séu í bođi af hendi Frjálslynda flokksins?

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţví lengur sem ţessi mađur situr í stóli borgarstjóra, ţví meira álit missi ég á honum.

Uppáhaldsleikarinn minn orđinn ađ fígúru sem ég nánast ţoli ekki...

dapurlegt.

Reykjavíkurborg á ađ borga ţeim sem réttilega samkvćmt lögum á ađ fá ţennan styrk og rukka síđan ţann sem fékk hann fyrir mistök. En ţađ er ţeirra vandamál, ţeirra mistök.

Til skammar !

Einar (IP-tala skráđ) 17.1.2011 kl. 12:27

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Reyndar hef ég aldrei ţolađ skemmtikraftinn Jón Gnarr, en ég ákvađ ađ sjá til međ hvernig stjórnmálamađur hann yrđi, og ţađ verđur ađ segjast eins og er ađ ekki eru fréttirnar af embćttisfćrslum hans glćsilegar né honum til sóma.  Ég hugsa ađ sjálfur sé hann ekki ánćgđur međ sig í ţessu jobbi

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 17.1.2011 kl. 16:06

3 identicon

Og hvađ kostar friđurinn í bođi skattgreiđenda?

Guđmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráđ) 18.1.2011 kl. 03:22

4 Smámynd: Sigurjón Ţórđarson

Guđmundur Ingi, ţađ hafa ekki fengist viđrćđur um máliđ til ţess ađ fá niđurstöđu í máliđ en hann kostar í sjálfu sér ekki einni krónu meira en önnur frambođ fengu.

Sigurjón Ţórđarson, 18.1.2011 kl. 09:14

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Sigurjón, ég á bara eitt ráđ handa ţér, GET OVER IT!
ţessi ţráhyggja í ykkur er ađ skađa flokkinn ykkar. Hafđu í huga ađ ţiđ eruđ ađ heimta ađ Reykvíkingar og ţar međ ég borgi fyrir afglöp geđbilađs borgarstjóra sem nú ţegar hefur kostađ okkur tćpan milljarđ króna međ glórulausum uppkaupum á ónýtum kofaskríflum. Og ţessi mađur komst til valda í ykkar skjóli

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.1.2011 kl. 23:22

6 Smámynd: Sigurjón Ţórđarson

Jóhannes, blessađur vertu viđ Frjálslyndum erum rétt ađ byrja.

Sigurjón Ţórđarson, 19.1.2011 kl. 21:29

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband