Leita í fréttum mbl.is

Hvers vegna sitja þessir menn ekki inni?

Á síðasta fundi sínum "lánaði" lánanefnd Kaupþings fjárupphæð sem svarar til verðmæti alls útflutnings Íslands á einu ári og er hún svipuð og áætlað var að "glæsilegi" Icesvesamningur Svavars Gestssonar kostaði þjóðina. Rússinn sem lánanefndin treysti fyrir 270 milljörðum er vægast sagt vafasamur en upphæðin sem hann fékk er talsvert hærri en útflutningsverðmæti alls sjávarfangs Íslands á síðasta ári.

Það er nokkuð ljóst að verið var að tæma Kaupþingsbanka rétt fyrir lokun.

Fyrir nokkrum árum kom upp eitt stærsta fjársvikamál í sögunni þegar ungir athafnamenn drógu sér liðlega 200 milljónir úr sjóðum Símans.  Ekkert hik var á réttarvörslukerfinu að skella strákunum í gæsluvarðhald og dæma þá í nokkurra ára fangelsi. 

Þegar við blasir að mokað hefur verið út úr Kaupþingsbanka upphæðum rétt fyrir hrun sem eru 2 þúsund sinnum hærri en í fyrrgreindu Símamáli er almenningur skilinn eftir með þá áleitnu spurningu hvers vegna borgararnir séu ekki jafnir fyrir lögunum og hvað valdi?


mbl.is 450 milljarða lán á síðasta fundinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli það sé ekki svipað og með morðingjana;

"Kill one and be a murderer, kill a million and it's a statistic."

Dóri Stóri (IP-tala skráð) 4.1.2011 kl. 01:23

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Kaupþing, seðlabankinn og stjórnendur þeirra hljóta að skoðast sem grunaðir glæpamenn hjá sérstökum saksóknara?  Eða hvað?  Eru sumir jafnari en aðrir þegar kemur að ákærum? 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.1.2011 kl. 01:44

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

að yfirmenn Kaupþings ( já og hinna bankana) skuli ekki sitja inni 2 árum eftir hrun gerir þessa frétt bara að enn einni fréttinni sem engu skilar..

Á íslandi mun ekkert breytast og þessi andlit sem sjást á myndum stjórnarfunad bankanna á þessum árum fyrir hrun munu innan skamms vera aftur kominn í góðar feitar stöður innan bankakerfisins á íslandi..

Aumingjaþjóðfélag.

Óskar Þorkelsson, 4.1.2011 kl. 05:19

4 identicon

bara svona til gamans, þessi upphæð dygði til að borga upp ástarbréfatap Seðlabankans (300 milljarðar) og svo hlutabréfatap almennings í bönkunum (150 milljarðar). Svo fer þetta létt með að leiðrétta stökkbreyttu lán heimilanna, svona bara til gamans! Nei það er auðvitað betra að henda þessu í ruglaða ræningja í útlöndum, þetta voru sannir snillingar í bönkunum.

brjánn (IP-tala skráð) 4.1.2011 kl. 06:23

5 identicon

Það er vegna þess að alþingismenn hafa búið til réttarkerfi þar sem mannréttindi sakborninga eru miklu mun betri heldur en mannréttindi brotaþola. Varst þú ekki á Alþingi?

Réttarkerfið og tækifæri lögreglu og saksóknara til upptöku peninga, og annarra úrræða eru verulegum takmörkunum háð vegna þess að fjármagnseigendur hafa átt alla sína menn á Alþingi alla sína hunds og kattartíð.

Fyrir utan það að þá var í símamálinu um hreinan fjárdrátt að ræða en í Kaupþingi var staðið að lánveitingum af lánanefnd stjórnar Bankans. Það þýðir ekki að býsnast og bera saman banana og kartöflur.

Grímur (IP-tala skráð) 4.1.2011 kl. 07:22

6 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þetta kemur allt fram í rannsóknarskýrslunni sem kom út í apríl í fyrra. Eru menn núna fyrst að fatta þ.e. fjölmiðlar og yfirvöld? Líklega eru þessar upplýsingar of svakalegar til að menn hafi melt þær á réttan hátt.

Hinir bankarnir voru ekkert skárri, bara örlítið lægri upphæðir.

Kveðja frá Akureyri

Arinbjörn Kúld, 4.1.2011 kl. 10:05

7 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Mér sýnist ekki vera vanþörf á að minna fólk á óskapnaðinn.

Sigurjón Þórðarson, 4.1.2011 kl. 10:22

8 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Það er sannarlega rétt Sigurjón. Ætli fólk svona almennt sé búið að fatta hve alvarleg tíðindi skýrslan er?

Hvað finnst þér?

KV, ari

Arinbjörn Kúld, 4.1.2011 kl. 10:40

9 Smámynd: ThoR-E

Einmitt það sem ég hugsaði Sigurjón við lestur þessarar fréttar.

Hvernig getur það verið að þessir menn gangi lausir og séu í bissness eins og ekkert hafi í skorist.

Ótrúlegt.

ThoR-E, 4.1.2011 kl. 11:55

10 identicon

Sigurjón,auðvitað hefði átt að taka þessa lánanefnd og bankastjóranna alla í gæsluvarðhald á meðan störf þeirra voru rannsökuð,sleppa þeim síðan lausum með tryggingar uppá einhverja milljónir króna,það ætti einnig við hina bankanna .Vafalítið hefði losnað um tungutak þeirra og þumbaraskap hefðu þeir fengið að dúsa í gæsluvarðhaldi einhverja mánuði.Réttarríkið hér virðist vanmáttugt til að taka á þessum málum,ef til vill vegna stjórnmálaflokkanna og tengsla þeirra við fjármálageirann. Það er stór brotalöm í réttarkerfinu og ekkert virðist vera gert að reyna að laga það. Ef einhver stelur kjötlæri út í búð er sá ákærður og saksóttur ef stolið er hundruðum milljóna í bankakerfinu og þjóðin sett á vonarvöl er ekkert gert. það hlýtur eitthvað vera að í kerfinu sem er sök þeirra er kerfið skapaði. 

Sigurgeir Árnason. (IP-tala skráð) 4.1.2011 kl. 13:18

11 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Bíðið nú aðeins, er þetta nokkuð ólöglegt ???

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 4.1.2011 kl. 16:17

12 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Jú Þorsteinn, þeta var ólöglegt. Samkvæmt rannsóknarskýrslunni voru þessar lánveitingar brot á lögum og reglum um stórar áhættuskuldbindingar og lána til tengdra aðila.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 4.1.2011 kl. 18:15

13 identicon

Það hlýtur að vera hlutverk Seðlabankans og fjármálaeftirlitsins að fylgjast með að reglum og lögum í þessum  málaflokki sé framfylgt, hafi stjórnendur þar brugðist eru þeir þá ekki sökudólgarnir.Ef til vill hafa pólitískir hagsmunir spillt eftirlitinu,menn geta ekki endalaust komist upp með að firra sig ábyrgð.

Sigurgeir Árnason. (IP-tala skráð) 4.1.2011 kl. 18:54

14 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Ef þetta er ólöglegt Arinbjörn, hversvegna hefur þá enginn ákært og hvaða lög eða lagagreinar voru brotnar??

Er verið að bíða eftir að mál fyrnist eða hvað tefur??

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 4.1.2011 kl. 21:52

15 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þorsteinn Valur, lögin sem þessir menn brutu eru: Lög um almenningshlutafélög, greinar um lánveitingar og fyrirgreiðslu til eigenda og stjórnenda, greinar um upplýsingar til allmennra hluthafa og framsetningu þeirra og áreiðanleika.

Lög um fjármálafyrirtæki, greinar um áhættuskuldindingar til tengdra aðila og skilgreiningar á þeim og fleiri greinar.

Lög um verðbréfasjóði, greinar um aðskilnað frá móðurfélagi, greinar um áhættuskuldbindingar, ábyrgðir, kynningu og skilgreiningu á verðbréfasjóðum og fleiri greinar.

Almenn hegningalög, greinar um umboðssvik, fjársvik, fjárdrátt, greinar um landráð í sömu lögum enda gríðarlegir almannahagsmunir í húfi.

Af hverju ekki sé búið að ákæra get ég ekki svarað. Eva Joly sagði að þetta tæki langan tíma enda málin stór og umfangsmikil og sérstakur saksóknari er ekki búin að fullmanna sitt embætti. Sönnunarbyrgði hans er gríðarleg þótt brotin blasi við. Hann verður að svara spurningunni, ég get ekki annað en spekúlerað og það er varla skrifanna virði.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 5.1.2011 kl. 10:23

16 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Það er semsagt verið að bíða eftir fyrningum brota vegna undirmönnunar í dómskerfi og biðlista í afplánun.

Annars er það nú svo að enginn er sekur fyrr en sekt er sönnuð og að ákæra án sönnunar getur breytt kæranda í sakamann.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 5.1.2011 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband