Leita í fréttum mbl.is

Skjaldborgin - Fólki sýnd nærgætni og virðing þegar því er hent út af heimilum

Það kemur úr allra hörðustu átt að heyra þingmenn Samfylkingarinnar saka aðra um lýðskrum og miður fallega hluti með því vekja óraunhæfar væntingar hjá fátæku fólki í skuldavanda.  Eru þingmenn Samfylkingarinnar búnir að gleyma því þegar þeir gengu á milli kjósenda og lofuðu velferðarbrú og skjaldborginni.

Ef frá er taldir þeir sex milljarðar sem settir verða í auknar vaxtabætur þá inniheldur viljayfirlýsing ríkisstjórnarinnar og fjármálafyrirtækjanna lítið eitt nema einhverja orðaleppa um nánast ekki neitt.  Það er þó helst í 6. tölulið að eitthvað sé bitastætt en þar segir að setja eigi verklagsreglur um að skuldari verði ekki borinn út nema með virðingu og nærgætni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Jamm, ég trúi því nú varla að meintur zkuldarinn bíti í það.

Froða.

Steingrímur Helgason, 6.12.2010 kl. 01:20

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurjón.

Rétt skal vera rétt, það á að setja þessa 6 milljarða, en það er ennþá verið að leita leiða til að fjármagna það.

Sagan kennir, þó vissulega þarf hún ekki að endurtaka sig, að svona leit hjá norrænu velferðarstjórninni getur tekið mjög langan tíma, eiginlega skilar hún litlu nema þegar taktfastur tunnusláttur hvetur leitendurna áfram.

Það er búið að lofa þessum 6 milljörðum, en það er líka búið að lofa svo mörgu öðru, til dæmis skjaldborg um heimilin, þó reyndin hafi verið sú að hún náði aðeins um heimili auðmanna, eins og Jóhanna útskýrði svo vel í Spaugstofunni.

Einhvern veginn grunar mig að það verði djúpt á þessum 6 milljörðum, ég myndi ekki slá víxil út á þá.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.12.2010 kl. 11:58

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er rétt Ómar það er ekki hægt að treysta Samfylkingunni fyrir horn.  Endurreisnarskýrsla og yfirbót Samfylkingarinnar virðist ganga út á að saklausum ráðherrum hafi verið freistað af ljótum Sjálfstæðisflokki.

Sigurjón Þórðarson, 6.12.2010 kl. 14:35

4 identicon

Hvad verdur um fólk sem borid er út?  Er eitthvad öryggisnet sem er til stadar í slíkum tilvikum?

Á Íslandi? (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband