Leita í fréttum mbl.is

Stríð sem byggir á þvælu

Evrópusambandið hefur haft í hótunum við Íslendinga vegna deilna um veiðar makríl. María Damanaki sjávarútvegsstjóri hefur haft í hótunum við Íslendinga og sagt þá ásamt Færeyingum bera ábyrgð á því að veiðin fari fram úr vísindaráðgjöf Alþjóða Hafrannsóknarráðsins (ICES) með meintri hættu fyrir makrílstofninn.

Evrópusambandið byggir málflutning sinn og röksemdir algerlega á ráðgjöf ICES.  Nú er það svo að Evrópusambandið og sérstaklega Bretar ættu að vita manna best að ráðgjöf ICES er ekki upp á marga fiska enda gengur hún í berhögg við viðtekna vistfræði.  Það er auðvitað fáheyrð vitleysa hjá ICES að horfa á hverja fisktegund fyrir sig og halda því fram að hún lifi sjálfstæðu lífi í samræmi við Excel útreikninga og það án þess að nokkuð tillit sé tekið til annarra fisktegunda sem hún er í samkeppni við um fæðu eða þá fæðuframboðs.
Ráðgjöf ICES  gengur meira og minna út á að veiða minna til að geta veitt meira seinna en gallinn er að þetta seinna kemur ekki og meintur ofveiðivandi vex eftir því sem fiskveiðiflotinn minnkar!
Það ætti að vera algerlega augljóst að ráðgjöf ICES við nýtingu á uppsjávarstofnum í Atlantshafinu hefur reynst kolröng.  Á síðustu árum hefur verið farið eftir ráðgjöf ICES við nýtingu á loðnustofninum, kolmunastofninum og norsk íslenska síldarstofninum.  Allir þessir stofnar þar sem farið hefur verið í einu og öllu eftir ráðgjöfinni eru í mikilli lægð.  Makríllinn er hins vegar í gríðarlegri uppsveiflu þrátt fyrir að veitt hafi verið vel ríflega umfram ráðgjöf ICES.  Þetta segir í raun allt sem segja þarf um áreiðanleika aðferða ICES. 
Stofnstæðrarmælingar fiskistofna eru almennt mörgum óvissuþáttum háðar s.s. ákvörðun náttúrulegs dauða og eðlilegt að efast um áreiðanleika niðurstöður  stofnmælinga. Reyndar er það svo að stofnstærðarmælingar á makríl eru enn meiri óvissu háðar en á öðrum uppsjávarfiskum þar sem að hann hefur ekki sundmaga og sést mjög illa á bergmálsleitartækjum.  Stofnstærðarmælingar á makríl byggja meira og minna á vafasömum mælingum á hrygningarstofni makrílsins út frá fjölda eggja fisksins í svifi sem gerðar eru vel að merkja á þriggja ára fresti!
Umræða þingmanna um makrílinn hefur verið mjög kúnstug en Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra gaf fiskinum nýlega íslenskan ríkisborgarétt á meðan einn af reyndari þingmönnum þjóðarinnar lýsti því yfir að fiskurinn væri rotta hafsins.  Almenn trú virðist vera á því að nauðsynlegt sé að veiða verði makrílinn í miklum mæli vegna þess að hann éti í gríð og erg frá og lundanum öðrum nytjastofnum.  Séð er ofsjónum yfir öllu því sem makríllinn hámar í sig á sama tíma og almenn gleði ríkir yfir því þegar þorskurinn og ýsan kemst í nákvæmlega sama æti s,s, sandsílið.  Sú spurning er verðug hvers vegna makrílrökin gilda ekki þegar ákveða þarf að auka þorskveiðar eða ýsuveiðar við strendur landsins?  Íslensk stjórnvöld eru í þeirri stöðu að ekki er með nokkru móti verjanlegt að halda áfram í blindni með veiðiráðgjöf sem byggir á einfaldri reiknisfiskifræði og hvað þá að standa í deilum við Evrópusambandið sem grundvallast meira og minna á algjöri þvælu.   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband