Leita í fréttum mbl.is

Skoðum naflann á ræðukóngi Alþingis Pétri Blöndal

Pétur Blöndal er mjög reiður út í lántakendur fyrir það að vilja ekki og geta ekki borgað  möglunarlaust af stökkbreyttum lánum. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur sagt eins og frægt er orðið að lántakendur horfðu einungis á naflann á sér. Eflaust má sjá Pétur Blöndal í varnarlínu  fyrir AGS og Seðlabankann, ásamt félögum sínum Merði Árnasyni og Gylfa Magnússyni, þegar lántakendur mótmæla ólöglegum tilmælum Más Guðmundssonar. 

Pétur Blöndal, ræðukóngur Alþingis til þriggja síðustu þinga, flutti fjölmargar misgáfulegar og langar ræður á síðasta þingi. Ekki er úr vegi að fara yfir það sem Pétur sagði um löng ræðuhöld fyrir þremur árum:

Ég tel að menn eigi að geta meitlað hugsanir sínar þvílíkt í orð að þeir komi þeim frá sér á 15 mínútum í hæsta lagi og ef þeim tekst það ekki geta þeir komið aftur í ræðustól eins og þessi tillaga gerir ráð fyrir og ég bind miklar vonir við.

 Og svo hélt  hann áfram:

En það sem gerðist hér einu sinni var að minni hlutinn á Alþingi beitti meiri hlutann ofbeldi, hann beitti hreinlega ofbeldi með því að tala út í eitt um eitthvert ákveðið mál til þess að fresta einhverju öðru máli og tókst það furðuoft. Ég ætla að vona að menn hætti slíku og það lýðræði fái að ríkja inni á Alþingi að þeir þingmenn eða sá meiri hluti sem þjóðin hefur kjörið og kosið yfir sig fái að ráða með eðlilegum hætti á Alþingi en þurfi ekki að hlusta á einhverjar óskaplegar umræður með því markmiði að ná að stöðva eitthvert mál.

Ég er viss um að það geti verið gagnlegt fyrir Pétur Blöndal að skoða aðeins betur eigin nafla. Á það ekki einungis við um hneykslun hans  á löngum ræðuhöldum heldur ekki síður lofræður um fjármálakerfið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ló á það til að safnast í nafla. Almennileg naflaskoðun verður afar erfið þegar hreinsunarstarfi er illa sinnt. Ótti Péturs Blöndals um hag sparifjáreigenda var ekki sérlega sýnilegur þegar þeim var bjargað eftir 4 mínútna umhugsunartíma.
Vitanlega skipta fjármagnseigendur og fé þeirra máli, en þangað til við hendum lagabókstafnum með öllu út um gluggann, trúi ég að lántakendur geri það líka. AGS tamdir fulltrúar á þingi mættu íhuga andartak að þeirra skjóstæðingar er þjóðin og hún er í sárum.
Ég skora á Pétur Blöndal að stíga eins og eitt þrep niður af stalli sínum og deila kjörum sínum með þjóðinni. Hetjuljóminn er varinn að dvína hressilega.

Haraldur Baldursson, 4.7.2010 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband