Leita í fréttum mbl.is

Burt með Jóhönnu Sigurðardóttur

Margir efast ekki um vilja núverandi forsætisráðherra Jóhönnu Sigurðardóttur til að gera vel, þó svo að þeim fari fækkandi. Flestum er hins vegar ljóst að Jóhanna er algerlega vonlaus í að veita þjóðinni forystu.  Í kjölfar hrunsins lofaði hún að slá skjaldborg um heimilin m.a. með því að taka yfir lán í erlendri mynt og finna lausn á þeim vanda lántakanda. Athyglisvert er að horfa á viðtal á Stöð 2, við Jóhönnu frá því í okt. 2008 þar sem að hún sparar ekkert við sig í að blása út fyrirhugaðar aðgerðir.  Efndir Jóhönnu og Samfylkingarinnar voru að gera nánast ekki neitt og leyfa fjármögnunarfyrirtækjunum að tuddast á fólkinu.

Loksins eftir að Hæstiréttur skaut skildi fyrir lántakendur með stökkbreytt lán, degi áður en forsætisráðherra las upp ræðu ræðuskrifara á Austurvelli, þá virðist sem að Jóhanna hafi farið fram úr til þess að gera eitthvað. Ekki var það til annars en að fá illa launaðan Má Guðmundsson Seðlabankastjóra sem á reyndar mikla sök á glæfralegri peningamála og vaxtastefnu þjóðarinnar til þess að snúa út út dómi Hæstaréttar, almenningi í óhag og beina ólöglegum tilmælum til fjármálafyrirtækja. 

Stjórnvöld með Jóhönnu í broddi fylkingar höfðu náið samráð við AGS, fjármálafyrirtæki en ekki fulltrúa lántakenda eða neytenda.  Ríkisstjórnin hefur algerlega brugðist að veita forystu og leysa hnúta með almennum aðgerðum en stað þess horft á og vísað málum til úrlausna í dómsölum.   Í framhaldinu er rétt að spyrja hvort að þessi ríkisstjórn sé til einhvers gagns?

Ekki get ég séð að svo sé og á það við nánast við flesta stóra málaflokka s.s. hag heimila, sjávarútvegsmál og eflingu atvinnulífs.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar gera þarf upp hús sem hefur verið lagt í rúst er ekki hægt að gera fínt í öllum herbergjum í einu.

Og viðgerðinni og þrifunum fylgir mikill skítur og mikið ryk og mikil lykt.

Hvaða aðra sérð þú fyrir þér sem hefðu valdið þessu miklu betur?

Húrra fyrir Jóhönnu og Steingrími sem hægt og bítandi eru að leiða okkur gegnum mesta hrun sögunnar.

Hulda (IP-tala skráð) 3.7.2010 kl. 14:58

2 identicon

 Hulda,

Áttu við að það sé búið að taka til í evrópukompunnni í húsinu?

Þórhallur Sigurjónsson (IP-tala skráð) 3.7.2010 kl. 15:10

3 identicon

Þú ert agalega fyndinn Þórhallur. Athugasemd þín kallar næstum á aulasvar eða réttara sagt aulaspurningu á pari við við spurningu þína: áttu við að þú sért hættur að lemja konuna þína?

En næstum.

Hulda (IP-tala skráð) 3.7.2010 kl. 16:24

4 identicon

Það er fólk eins og Hulda, leiðitamir og hlýðnir flokkshundar, sem fylgja "foryngja" sínum sama hvað á dynur, og gelta á hvern þann sem sýnir heilbrigða skynsemi og dirfist að gagnrýna það sem miður fer........sem getur steypt þessari þjóð í glötun.....Leiðtogarnir geta það aldrei, aðeins aularnir sem kjósa þá og trúa þeim og treysta í blindni sem á sér engin takmörk fremur en hollusta fórnarlamba heilaþvotts sértrúarsafnaða, en Samfylkingin er að breytast í einn slíkan.

Lífið Sjálft (IP-tala skráð) 3.7.2010 kl. 17:26

5 identicon

Jaa.. ég á enga konu ég er nú bara 15 ára..

Þórhallur Sigurjónsson (IP-tala skráð) 3.7.2010 kl. 17:27

6 identicon

Thad gledur mig mjög ad thú Sigurjón leggur áherslu á velferd íslendinga.  Samfylkingin er á pappír jafnadarmannaflokkur  sem vill auka jöfnud í samfélaginu.  Ég vil vita hvar á velferdarskalanum Frjálslyndi flokkurinn er.

Er Frjálslyndi flokkurinn ofar á velferdarskalanum en Samfylkingin?

Er Frjálslyndi flokkurinn jafnadarmannaflokkur?

Vil vita (IP-tala skráð) 3.7.2010 kl. 18:26

7 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Góð grein Sigurjón en í raun mjög sorgleg.

Það sem gerir alla þessa umræðu svo sorglega er að fyrir kosningar boðuðu stjórnarflokkarnir sína stefnur. Stefnu sem er vinstri stefna og það kaus fólk.

Sú stefna sem núna er rekin á Íslandi er stefna AGS sem er ekki vinstri stefna.

Þeir sem sjá það mótmæla núverandi stefnu og hefðu ekkert á móti því að stjórnarflokkarnir myndu hverfa aftur til stefnu sinna flokka og kosningaloforðanna.

Þeir sem verja stjórnarflokkana gera það í algjörri blindni því sennilega eru þeir vinstri menn en eru í raun að styðja stefnu AGS á Íslandi.

Það getur í raun ekki verið sorglegra.

Gunnar Skúli Ármannsson, 3.7.2010 kl. 18:35

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er misskilningur að ríkisstjórnin hafi ekkert gert. Hún hefur svikið öll sín kosningaloforð og mestallan stjórnarsáttmálann.

Það er ekki svo lítið á skammri ævi.

Nú þarf að undirbúa kosningar til Alþingis.

Sameina þarf Frjálslynda flokkinn, Hreyfinguna og Borgarahreyfinguna og það þarf að vinna hratt.

Árni Gunnarsson, 3.7.2010 kl. 20:38

9 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hvaða Harry Potter ertu með í huga sem reddar málunum fyrir alla ? Ekki getur það verið mannleg vera og allra síst stjórnmálamaður sem lumar á trixinu.

Finnur Bárðarson, 3.7.2010 kl. 21:10

10 identicon

Vissu Jóhanna og Steingrímur ekki fyrir kosningar um tilvist AGS á Íslandi??.  Hvernig gátu komið með þessi kosningaloforð??

Svo minnir mig að helmingur af núverandi stjórn ( nánast ) hafi verið í hrunstjórn Geirs og Sollu.  Jafnvel Jóhanna þó hún virðist hafa gleymt því.  Spurning eftir hvern Jóhanna er að þrífa?

itg (IP-tala skráð) 3.7.2010 kl. 21:12

11 Smámynd: Ottó Marvin Gunnarsson

Afhverju ætti að sameina Hreyfinguna og Borgarahreyfinguna? varð hreyfingin ekki til vegna klofnaðar borgarahreyfingarinnar?

Endurbygging Frjálslyndra á að einblína á að styrkja kjarna flokksins og koma sér aftur á kortið, ekki í sameiningu við þennan sora sem kalla sig pólitískar hreyfingar sem eru svo ekkert nema samansafn af egoistum sem sjá ekkert alla leið í gegn!

Flokkur sem þorir, flokkur sem byggir á sterkum kjarna sem meinar það sem hann segir, flokkur sem hvetur til þjóðernishyggju en á sama tíma vinnur vel að alþjóðamöguleikum,

það er frjálslyndi flokkurinn sem ég kaus.

Ottó Marvin Gunnarsson, 3.7.2010 kl. 21:15

12 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér.

15.000. manneskjur eru án vinnu og Alþingi leifir ekki

frjálsar hanndfæra veiðar, þó svo því hafi verið lofað.

Hvað er að þessu fólki inni á Alþingi.

Bið ykkur að skoða komment hjá Ólínu Þorvarðard. kl. 12.08

Aðalsteinn Agnarsson, 3.7.2010 kl. 23:55

13 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Jóhanna er yfirflugfreyja fyrir AGS

Sigurður Þórðarson, 4.7.2010 kl. 02:12

14 Smámynd: Edda Karlsdóttir

Sammála, þessi kona er algjörlega vanhæf til að vera leiðtogi fyrir landið. Einnig hirðin sem er í kring um hana. Það þarf að gera allt til að víkja þessu liði í burtu hið snarasta áður en þau skaða landið meir. Skil ekki í nokkurri  manneskju með fullu viti að hrópa "Húrra fyrir Jóhönnu og Steingrími sem hægt og bítandi eru að leiða okkur gegnum mesta hrun sögunnar"!!! Algjörlega óskiljanlegt

Edda Karlsdóttir, 4.7.2010 kl. 09:30

15 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Vil vita, skalinn kemur fram í málefnaskrá flokksins.

O. Marwin, ég er sammála þér að það er nauðsynlegt að efla Frjálslynda flokkinn.

Aðalsteinn, Frjálslyndi flokkurinn hefur beitt sér fyrir í sveitarstjórn Skagafjarðar að leyfa frjálsar handfæraveiðar í Skagafirði.  Mér sýnist sem Ólína sé að etja sjómönnum saman í stað þess að beita sér fyrir auknum veiðum. Vinnubrögð Ólínu eru auðvitað í anda Samfylkingarinnar.

Sigurjón Þórðarson, 4.7.2010 kl. 10:31

16 identicon

Jæja Sigurjón... gott að sjá þig við stjórnvölin í FF... þó fyrr hefði verið.

Sem formaður flokks verður þú að vera greinarbetri en meðal bloggari í gagnrýni á stjórnvöld og stjórnarandstöðu... og keyra á staðreyndum.

Einning vantar að keyra á mögulegum lausnum... t.d. eins og sú staðreynd að íslendingar hafa ekki greiðslugetu til að standa við lögbundnar skuldbindingar... hvað þá ólögbundnar eins og Icesave.

 Hvernig væri að FF legði til að stjórnarflokkarnir létu stjórnarandstöðuna og FF alfarið sjá um Icesave deiluna... þeir segjast jú geta það og stjórnin kemst hvort sem er ekki yfir helminginn af þeim málum sem liggja fyrir.

 Stjórnvöld misstu Icesave umboð sitt í þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Þú ættir að fela Sigga bróður að koma með lausnir... það er hans sérsvið.

Jóhann Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.7.2010 kl. 11:21

17 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Það er rétt Siggi er góður.

Gunnar Skúli Ármannsson, 4.7.2010 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband