Leita í fréttum mbl.is

Fé án hirðis með liðlega 30% fjárins

Pétur H. Blöndal skoraði feitt á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins á kostnað stjörnuþingmannsins Bjarna.  Eflaust hefði hann sigrað ef hann hefði beitt sér en hann lýsti því yfir að hann hefði svo sem ekki neinn sérstakan áhuga á sigri og að leiða Sjálfstæðisflokkinn.

Bjarni sem vildi ná Sjálfstæðisflokknum saman með óljósum yfirlýsingum sem allir armar flokksins hefðu svo sem getað sætt sig við, átti í vök að verjast. Stjórnmálaspekingar hafa lesið það út úr úrslitunum að Bjarni hafi eitthvað sem kallast veikt umboð.  Aðrir hafa bent réttilega á að Pétur hafi í raun verið fulltrúi óánægju aflanna líkt og Besti flokkurinn á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Rétt eins og sá Besti hefur Pétur horft aðeins á naflann á sér og skarað eld að sinni köku. 

Líkt og fé án hirðis fékk Besti flokkurinn liðlega 30% fylgi en spyrja má hvort að í gerjun stjórnmálanna muni Pétur í náinni framtíð leiða flokk Besta flokks sjálfsgræðis og kaupleigufyrirtækja. Eitt er víst að Jón Gnarr getur skaffað starfandi framkvæmdastjóra fyrir flokkinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég hygg að nú sé svo komið að Jón Gnarr borgarstjóri verði að fara í mjög nákvæma naflaskoðun. Fæstir munu hafa tekið mark á galgopalegum yfirlýsingum hans um spillta stjórnsýsluhætti. Ég skal játa að mér kom það aldrei í hug að það væri tilgangur hans að bjóða til veislu ef hann næði völdum.

Nú er hann kominn á háskasiglingu og ráðning hans á lykilmanni frá Lýsingu verður kjósendum hans erfiður biti að kyngja.

Árni Gunnarsson, 2.7.2010 kl. 12:50

2 identicon

Það eru ekki allir gamanleikarar, góðir stjórnmálamenn. og þó ég efist ekki um gáfur borgarstjórans, hefði verið betra ef hann hefði haldið sig við sitt starf. og látið öðrum um það sem þeir voru góðir í.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband