Leita í fréttum mbl.is

Ólögleg tilmæli í þágu fjármálafyrirtækja

Það er merkilegur fjandi að stjórnvöld sem sváfu á verðinum á meðan bankarnir voru rændir innanfrá og tóku stöðu gegn krónunni og almenningi skulu nú vakna til þess að beina ólöglegum tilmælum til fjármálafyrirtækja.  Fyrirtækjanna sem hafa gengið hart fram í að innheimta ólögleg stökkbreytt lán. Það er fróðlegt að fara stuttlega yfir yfirlýsingu stjórnavalda.

Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands beina því eftirfarandi tilmælum til fjármálafyrirtækja:
 
1.       Lánasamningar sem að mati viðkomandi fjármálafyrirtækis innihalda óskuldbindandi gengistryggingarákvæði sbr. framangreinda dóma Hæstaréttar verði endurreiknaðir. Í stað gengistryggingar og erlends vaxtaviðmiðs skal miða við vexti sem Seðlabanki Íslands ákveður með hliðsjón af lægstu vöxtum á nýjum almennum óverðtryggðum útlánum eða ef verðtrygging er valin lægstu vöxtum á nýjum almennum verðtryggðum útlánum og beitt er þegar óvissa ríkir um lánakjör sbr. 18. og 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, nema aðilar semji um annað. 

18. gr. vaxtalaga, sem vísað er til, kveður á um skyldu kröfuhafa (lánveitanda) til endurgreiðslu til skuldara. 18. gr. vísar ekki til neinnar heimildar fyrir kröfuhafa. 
Með ákvæðinu eiga sko skuldarar rétt skv. gengistryggingadómunum en ekki lánveitanda eins og snúið er út úr í tilmælum um ólöglegt athæfi. 
Í tilmælunum er einnig vísað til 4. gr. vaxtalaga að því er varðar heimildir fjármálafyrirtækja til að endurákvarða vexti. Skilyrði þess að umræddu ákvæði verði beitt er að vaxtaprósenta sé ekki tiltekin í lánasamningi. Þegar af þeirri ástæðu verður ákvæðinu ekki beitt þar sem öll húsnæðislán, sem og bílalán, kveða nú þegar á um tilteknar vaxtagreiðslur.
Með þessu athæfi eru stjórnvöld að hvetja til lögbrota og upplausnar samfélagsins.

 


mbl.is Í þágu almannahagsmuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Þetta eru meiri helvítis fíflin, ég get ekki annað sagt.

Þórarinn Baldursson, 30.6.2010 kl. 12:19

2 identicon

Væri ekki sanngjart að bankarnir létu tíund af hendi rakna til fátækra?

Björn Jónasson (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 12:33

3 Smámynd: Dexter Morgan

Bönkunum er skítsama um fátæka. Þeir hugsa bara um þá sem eiga nóg af peningum. Aðrir koma þeim ekki við. Sama má líka segja um þessa svokölluðu "FAR-vel ferðarstjórn, VG og SF.

Ef fólkið í landinu byrjar ekki BYLTINGU í dag, þá erum við meðsek í spillingunni.

Dexter Morgan, 30.6.2010 kl. 12:50

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég held að fólk fari bráðum að láta í sér heyra fyrir alvöru.

Enn ætlar þessi ríkisstjórn að smíða lög og reglugerðir eftir geðþótta.

Þolinmæði Alþingis virðast engin takmörk sett. Hverjir kusu eiginlega þessar druslur?

Árni Gunnarsson, 30.6.2010 kl. 13:04

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Algerlega rétt hjá þér!

Sigurður Þór Guðjónsson, 30.6.2010 kl. 13:48

6 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Sigurjón,

góð færsla. Ég er svartsýnn á landann að hann fari að mótmæla að viti.

Gunnar Skúli Ármannsson, 30.6.2010 kl. 19:46

7 Smámynd: Björn Emilsson

Ekki nóg með, heldur jaðra aðfarir þeirra við landráð, sbr Icesave undriskriftina að nóttu til. Löngu tími til kominn fyrir sjálfstæða islendinga að flykkjast saman og standa saman að nýjum stjórnarháttum, sama hvar i flokki sem þeir standa..

Björn Emilsson, 1.7.2010 kl. 02:27

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þessi tilmæli innihalda ekki bara rangtúlkun á vaxtalögum og hvatningu til fjármálafyrirtækja að brjóta lög sem vernda rétt neytenda, heldur er þar líka beinlínis gert ráð fyrir að dómar sem hæstiréttur hefur fellt verði virtir að vettugi. Þetta er stjórnarskrárbrot af hálfu framkvæmdavalds.

Í tilmælum SÍ og FME segir: "með hliðsjón af lægstu vöxtum á nýjum almennum óverðtryggðum útlánum eða ef verðtrygging er valin lægstu vöxtum á nýjum almennum verðtryggðum útlánum"

Í dómi héraðdóms í máli NBI gegn Þráni ehf. sem var staðfestur af hæstarétti segir hinsvegar: "miða verði við upphaflegan höfuðstól auk áfallinna vaxta, en að ekki sé heimilt að reikna annars konar verðtryggingu í stað gengisviðmiðunar."

Guðmundur Ásgeirsson, 1.7.2010 kl. 12:18

9 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sælir. Er ekki verið að beina þessum tilmælum tímabundið eða þar til úrskurður kemur frá dómstólum um meðferð vaxtareiknings á þessi lán, mest til að halda hjólunum gangandi? Eflaust eru lagaákvæði sem segja til um hvað hægt er að gera. Ekki er ólíklegt að reynt verði að koma í veg fyrir að hluti skuldara græði á formgalla í pappírum meðan aðrir þurfa að kyngja verðtryggingu sem er ótrúlegt rugl og arðrán. Þessi lán, sem flest eru neyslulán, hækkuðu neysluvísitöluna og þar með lánin þeirra. Er ekki undarlegt að þeir lögmenn sem berjast fyrir ógildingu þessara viðmiðunarákvæða tóku svona lán á sínum tíma? Var það ekki lögbrot af þeirra hálfu þar sem þeir vissu um ólögmætið.

Ég held Árni minn að það sé búið að gjaldfella mótmæli, ofnota fyrirgefninguna og misnota kosningarréttinn þannig að það er ekkert eftir nema að "lepja dauðann" fyrir þá sem sáu skóginn glitra í góðærinu  og okkur hin líka  kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 1.7.2010 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband