Leita í fréttum mbl.is

Bjarni Ben gagnrýnir stefnu Sjálfstæðisflokksins í sjávarútvegsmálum

Sjálfstæðisflokkurinn er illilega klofinn í sjávarútvegsmálum.  Í ræðu formannsins kom fram að hann vildi auka strax veiðiheimildir um leið og Bjarni benti á að þann vilja væri ekki að finna á stjórnarheimilinu.  Sannleikurinn er sá að hörðustu fylgismenn þeirra stefnu að veiða minna til að geta veitt mikið meira seinna eru innan Sjálfstæðisflokksins.  Talsmaður Sjálfstæðisflokksins í sjávarútvegsmálum Einar K. Guðfinnsson er harðkjarna niðurskurðarmaður sem engin rök bíta á. Einar sá nýlega ástæðu til þegar honum fannst Jón Bjarnason vera að stela af sér glæpnum, til þess að undirstrika í blaðagrein að það var hann og Sjálfstæðisflokkurinn sem herti á niðurskurðarstefnunni fyrir þremur árum síðan.  Stefnu sem hvergi skilað nokkrum árangri.  Einar K. er trúaður fylgismaður Ragnars Árnasonar sem lagði m.a. til árið 2007 þá dellu að hætta þorskveiðum í nokkur ár til þesss að fá enn meiri afla síðar.  Hagfræðistofnun taldi íslenskt efnhagslíf standa svo vel rétt fyrir hrun að tímabært væri að hætta veiðum og það þrátt fyrir að kenningar Ragnars Árnasonar gengu þvert gegn viðtekinni vistfræði.

Á sama tíma og formaðurinn hefur boðað auknar veiðar hefur Einar Kristinn bent hróðugur á að hann hafi komið í veg fyrir veiðar á árinu 2008 en veiðar á árinu en þegar þýskir kafbátar friðuðu fiskimiðin á stríðsárunum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Þvílík veruleikafirring.

ThoR-E, 27.6.2010 kl. 11:56

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Það er um að gera að styrkja Bjarna í baráttu sinni. Frjálslyndi flokkurinn ætti að senda út opinbert boð til ráðgjafar í þessum málaflokk. Þessu fleiri fylgismenn skynsamlegrar nýtingar, þessu betra....

Haraldur Baldursson, 27.6.2010 kl. 12:40

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Haddi, þetta er góð hugmynd sem að Bjarni mun vonandi þiggja.

Sigurjón Þórðarson, 27.6.2010 kl. 13:14

4 identicon

Gefum okkur ad Frjálslyndi flokkurinn fengi 52% atkvaeda í naestu althingiskosningum.  Ad flokkurinn gaeti gert nákvaemelga thad sem hann vildi í sambandi vid fiskveidistefnu landsmanna.  Hvad yrdi thá um kvótakerfid?  Hverjar yrdu breytingarnar ef einhverjar yrdu og á hvad löngum/skömmum tíma?

Taeki annad kerfi vid?  Ef svo..hvernig kerfi?

Finnst bara betra ad fá upplýsingarnar strax thví vid sjáum hvad Samfylkingin og VG hafa svikid kjósendur sína med adgerdaleysi sínu vardandi thetta mál.

Thorir Frjálslyndi flokkurinn einhverju í thessum málum....eda eru allir flokkar í vasa LÍÚ thótt their segist ekki vera thad?

Vil vita strax (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 13:49

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Kvótakerfið yrði aflagt.  Fyrsta verk er að tína tegundir út úr kvóta s.s. löngu keilu skötusel og gefið frelsi til handfæraveiða.

Næsta verk er að koma á sóknarkerfi að Færeyskri fyrirmynd þar sem aflinn væri ekki takmarkaður heldur sókninn en með því sparaðist einn milljarðaru í eftirlitskostnað og allur afli sem eitthvað verð fæst fyrir kæmi á land.  Brottkast yrði úr sögunni.

Sigurjón Þórðarson, 27.6.2010 kl. 14:50

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Aths. kl. 14:50. Það er nákvæmlega þetta sem er brýnt að gert verði og helst núna um mánaðamótin.

Síðan þarf að setjast niður með togaraskipstjórum (ekki útgerðarmönnum) og ræða sig til niðurstöðu í nýtingu togarflotans.

Árni Gunnarsson, 27.6.2010 kl. 16:03

7 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Losum okkur við Jón Bjarnason, þorskurinn er orðinn

heilög kú í hans augum.

Aðalsteinn Agnarsson, 27.6.2010 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband