Leita í fréttum mbl.is

Er ekki vilji fyrir því að rétta krónuna við?

Það er eitthvað meira en lítið að ráðamönnum í miðri kreppu að skoða ekki alla möguleika með opnum hug sem geta komið þjóðinni út úr vandanum. 

Beinast liggur við að auka veiðiheimildir til þess að auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar og rétta þar með krónuna við.  Við það að auka veiðiheimildir í þorski um 100 þúsund tonn, þá gæfi það þjóðinni 50 milljarða í auknum gjaldeyristekjum.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

 

Það er löngu ljóst að þetta er ráðlaust fólk, en það af því sem á ráð eru þjóðníðingar eins og Óllína Þorvarðardóttir sem ætlar að tryggja Spánverjum og Bretum aðgang að Íslandsmiðum í hlutfalli mannfjölda.  Bretum er auðvita vorkunn því Spánverjar yfir tóku miðin þeirra þegar Bretar gengu í ESB.

Hrólfur Þ Hraundal, 2.4.2010 kl. 15:25

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég held ekki, að sniðugt sé að reyna að hækka gengið - þó svo það væri hægt. En, hækkun minnkar hagnað af útflutningi og gerir innflutning ódýrari.

En, grunnvandi núverandi tíma er tvennur:

  1. ónógar útflutningstekjur - en, þrátt fyrir núverandi afgang af vöruskiptum, dugar tekjur samt ekki.
  2. samdráttur í landsframleiðslu, sem hefur verið viðvarandi, frá október 2008, er veldur því að útgjaldavandi ríkissjóðs og þar með skuldasöfnun vindur stöðugt upp á sig.

Sú aukning veiða, er við getum hugsanlega réttlætt til skamms tíma, er einfaldlega ónóg til að umbreyta þessu ástandi.

Það þarf meira til - stærsta einstaka atriðið, væri stór vaxtalækkun.

Vaxtalækkun myndi skila mun meira áhrifum, einmitt vegna þess, hve herfilega skuldug bæði heimilin og fyrirtækin eru. 

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.4.2010 kl. 00:07

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég er sammála Einari  hvað varðar vaxtalækkun en ekki skil ég hvernig hægt er að vera á móti gjaldeyirsöflun í þeirri stöðu sem þjóðin er.

Sigurjón Þórðarson, 3.4.2010 kl. 08:22

4 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Sigurjón..við réttum ekki krónuna við sí svona..það er margt sem spilar inn í..krónan er góður gjaldmiðill..vandamálið er ekki krónan, heldur það lið sem hefur verið í kringum hana..stjórnvöld hafa bara ekki hingað til burði til þess að reka rekstrarfélagið ríkið..það er endalaus halli á ríkissjóði, og þannig myndast í kerfinu veiking..við þurfum að koma hlutunum þannig fyrir að við eigum alltaf fyrir því sem við gerum.

Vaxtalækkun er enginn lausn..að losa um gjaldeyrishöftin eru langtum skynsamlegri aðgerð..vaxtalækkun er verri kostur og algjört glapræði..með því að afnema gjaldeyrishöftin mun koma flæði af peningum inn á markaðinn, og þannig myndi meiri peningur komast í umferð.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 3.4.2010 kl. 10:24

5 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Sigurjón, er ekki krónan nánast rétt skráð, er hún meira virði en núverandi gengi hennar segir? Hinsvegar vita allir sem vilja vita að íslenska krónan er handónýtur gjaldmiðill sem enginn vill sjá og kostar okkur Íslendinga mikið í lélegri lífskjörum en við þyrftum að búa við.

Ég er algjörlega sammála því að við eigum að auka kvóta á mörgum fiskitegundum, ég hef ákaflega litla rú á þeim hjá Hafró sem halda að þeir geti "geymt" fisk í sjónum svo og svo lengi, eru ekki þeirra takmarkanir til þess ætlaðar að auka stofnstærðir? Hefur það farið eftir?

Hrólfur, þú átt samúð mína að vera svona illa haldinn sálarlega. Þú segir annarsstaðar á blogginu að ég viti ekkert hvað ég sé að tala um þegar ég ræddi um Evrópusambandið og aðildarumsókn okkar. Mér finnst að þeir svívirða aðra fyrir það eitt að vera þeim ekki sammála eigi ekki að hafa aðgang að blogginu. Þó þú kallir Ólínu Þorvarðardóttur "þjóðníðing" þá hittir það engan fyrir nema sjálfan þig, þú afhjúpar þína sjúku sál. Það hefur engum dottið í hug að opna fiskimið Íslands fyrir Spánverjum og Bretum. Fiskveiðistefna Evrópusambandsins er að fara í gagngerða endurskoðun, það þýðir ekkert að benda á Rómarsáttmálann. Út úr þeirri endurskoðun, þar sem við Íslendingar ættum að hafa mikil áhrif, getur ekki komið annað en það að staðbundnir fiskistofnar í lögsögu ríkis eru óumdeild eign viðkomandi ríkis á sama hátt og hugsanleg olía á Drekasvæðinu, olía og gas í sjávarbotni lögsögu Danmerkur og Bretlands. Um flökkustofna verður að semja eins og við höfum þurft að gera hingað til.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 3.4.2010 kl. 11:32

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég held, að það sé algert óráð að losa um gjaldeyrishöftin.

Ég legg til, að þið hlustið á hann Stiglitz:

Joseph Stiglitz hélt seminar í Háskóla Íslands, 7. september 2009.

Stiglitz - fundur.

  • Hann er mjög gagnrýninn á þá hugmynd AGS, sem ímsir aðrir hafa gangrýnt hér, að taka peninga að láni til að setja í gjaldeyris varasjóð. (Hann ræðir AGS frá 57 mæinæutu til cirka 70 mínútu.)
  • Leggur áherslu á, töku skynsamlegra renta af auðlyndum - 40 nínúta.
  • 83-87 mínúta, leggur hann áherslu á, að við höldum krónunni, og spilum með hana af skynsemi.
  • 88-101 mínútu minnist hann á Thailand og Ísland, telur þ.s. hann kallar þriðju leið, vera sú ákjósanlegustu fyrir okkur.
  • 110 - varar við sölu auðlynda, nema að sala sé algerlega "transparent" þ.e. allar upplýsingar á borðinu.

----------------------------------------

Hann leggur eindregið til, að við höldum höftunum.

Hann Alex Jurshevski, sagði það sama.

  • Stóra málið, eru krónubréfin - milli 6-700 milljarðar- sem þarf að borga út með gjaldeyri, ef höftin eru tekin af.
  • Við einfaldlega höfum ekki nægan gjaldeyri, til að borga þessum aðilum út, yrðum því að fá hann að láni.
  • Þá er einmitt spurningin, hve óréttlátt þ.e. að láta þjóðina skuldsetja sig, til að borga þessum aðilum út.

Ég ítreka, þetta er hið versta óráð.

Skv. útskýringum Stiglitz og Jurshevski, eru gjaldeyrishöft ekkert óvenjulegt ástand né eru þau erfið.

Höfum í huga, að Kína hefur ekki kosið að setja sonn gjaldmiðil á flot.

Gengi þeirra gjaldmiðils, er ákveðið af stjórnvöldum í Kína. Því, er viljandi haldið þannig, að kínverskur útflutningur njóti góðs af.

  • Þetta er ekki vandamál - er þ.s. mér hefur verið sagt. 
  • Stiglitz telur einnig, að við eigum að halda krónunni.

----------------------------

Varðandi spurninguna um aukingu á ölfun gjaldeyris, með aukningu veiða, þá mæli ég sterkt gegn því.

  • Þ.e. algert grundvallar atriði, að við spilum ekki rússneska rúllettu með okkar fiskistofna.
  • Það væri ekkert um þessar mundir, hættulegra okkar enfahagslega sjálfstæði, en að taka áhættu með okar fiskistofna og síðan að tapa veðmálinu.
  • Við erum búin, að spila rassinn úr buxunum, hvað bankakerfið varðar. Ef, við gerum það sama með hafið hér í kring, þá einfaldlega verðum við fátæk.
  • Eins og staðan er í dag, hafa fiskistofnarnir burði til að tryggja okkur, ákveðin lágmarks lífskjör. Þ.e. eins og þeir gefa í dag, þá dugar það fyrir lágmarks innflutningi.
  • Þannig, er hafið trygging þess, að við verðum ekki fátæk, þó svo að ríkið fari í þrot, sem við verðum að skilja að er mjög vel mögulegt, einnig vel hugsanlegt.
  • Þannig, að við verðum að líta á hafið, eins og tryggingafélag lítur á þann sjóð sem það notar til að tryggja að það eigi sjálft fyrir því að greiða út tryggingar. Þ.e. hafið er okkar baktrygging, þ.e. trygging þess að alveg sama hvað gerist, verðum við ekki alvarlega fátæk.
  • Ég get ekki ítrekað það, of rækilega, að öll umframáhætta með okkar fiskistofna, er of varasamt miðað við núverandi aðstæður.

----------------------------------------

Við eigum að stuðla að gjaldeyrisöflun. 

  • En, við skulum gera slíkt með því, að bjóða svokallaða "Targeted" skattalækkun. Þ.e. beina henni til allra þeirra fyrirtækja, sem annað af tvennu vilja umbreyta rekstri sínum með þeim hætti að hann muni skila gjaldeyristekjum eða allra þeirra, sem vilja stofna til nýs rekstrar er myndi skila gjaldeyristekjum. Þetta væri hannað til að beina atvinnulifinu í átt gjaldeyrisöflunar. 
  • Þetta sé gert, á sama tíma og einnig er liðkað almenn séð fyrir atvinnulífinu með stórri lækkun vaxta. Þannig, að fyrirtækjum fjölgi, sem hafi fjárhagslega burði, til að umbreyta sinni starfsemi. Að auki, með stórri vaxtalækkun, verða bankalán allt í einu nægilega ódýr, til að einhver geti farið að taka ný lán. Þannig, að bankarnir geti farið, að taka eðlilegan þátt í hagkerfinu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.4.2010 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband