Leita í fréttum mbl.is

Samherji minn Eiríkur Stefánsson í tómri vitleysu

Á hálftíma langri eldmessu samherja míns Eiríks Stefánssonar, á Útvarpi Sögu fyrr í dag, mátt glöggt heyra að félagi minn í samtökum um Þjóðareign var reiður og vanstilltur. 

Eiríkur var um nokkurt skeið í Frjálslynda flokknum og vorum við um margt sammála nema þá helst Evrópumálin. Eiríkur gekk úr Frjálslynda flokknum og í Samfylkinguna þar sem að hann átti rætur m.a. vegna þess að hann taldi vænlegra að ná fram breytingum á kvótakerfinu í stærri stjórnmálaflokki.

Ég hef haft nokkurn skilning á vonbrigðum Eiríks með Samfylkinguna, þar sem að hann hefur hvað eftir annað þurft að horfa upp á undanslátt og svik Samfylkingarinnar  í sjávarútvegsmálum.  Samfylkingin hefur haldið áfram að brjóta mannréttindi og ekki virt þá sjómenn viðlits sem sóttu rétt sinn til Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Eiríkur á mjög erfitt með að horfast í augu við að vistaskipti hans voru ekki til mikils gagns fyrir málstaðinn. Í stað þess að beina spjótum sínum að andstæðingum breytinga á illræmdu kvótakerfi, þá hefur hann ráðist með útúrsnúningum að fyrrum félögum sínum í Frjálslynda flokknum sem hafa haldið fram óbreyttri stefnu. 

Mér finnst þó steininn taka úr í vitleysisgangi og rangtúlkunum þáttargerðarmannsins á Útvarpi Sögu þegar hann þykist lesa út úr eftirfarandi ályktun einhvern stuðning við kvótakerfið, þar sem dreginn er fram tvískinnungur Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra:

Frjálslyndi flokkurinn er fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslum um umdeild mál.

Miðstjórn flokksins lýsir þó undrun sinni á því að forsætisráðherra þurfi að vísa stefnumörkun stjórnvalda í sjávarútvegsmálum í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Miðstjórn telur óþarft að kjósa um hvort að stjórnvöld hætti mannréttindabrotum.

Frjálslyndi flokkurinn hefur margoft komið með raunhæfar tillögur um hvernig megi komast út úr illræmdu kvótakerfi og hætta mannréttindabrotum og þannig auka verðmæti sjávarfangs landi og þjóð til heilla.

Eiríkur Stefánsson situr víst í framkvæmdastjórn samtakanna Þjóðareignar sem ég og ýmsir aðrir í miðstjórn Frjálslynda flokksins erum meðlimir í og hann flytur mál sitt einatt í nafni  samtakanna. Það hljóta eðlilega að vakna efasemdir um samtökinn ef að forvígismenn þverpólitískra samtaka sjá tíma sínum best varið í að snúa út úr ályktunum sem styðja við málstaðinn og krefjast þess að stjórnvöld hætti strax án undanbragða að brjóta mannréttindi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Eiríkur er alltaf reiður og núna er hann orðinn ráðvilltur líka. Og ekki nema von þegar hann bindur trúss sitt við eintóma lukkuriddara

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.3.2010 kl. 18:52

2 Smámynd: Björn Birgisson

Eiríkur Stefánsson hefur alltaf verið ör og orðhvatur. Ég kynntist honum þokkalega á heimaslóðum hans fyrir nærri 40 árum. Eitt má hann þó eiga umfram marga aðra. Hann er sannur í baráttu sinni gegn kvótakerfinu, á sama tíma og þeir sem valdið hafa, þykjast vilja breyta kerfinu, en gera fátt í því að standa við þau orð sín. Boða einhverjar smáskammtalækningar. Þar er mikill munur á.

Björn Birgisson, 29.3.2010 kl. 18:59

3 identicon

Sæll Sigurjón.

Alltaf þykir mér undarlegt að þjóðareignar og mannréttinda umræða ykkar félaga nær einungis til fiskveiða í sjó.

Það er ótvíræð hliðstaða í fiskveiðum í ám og vötnum landsins, verðmiðinn er þar á veiðiheimildunum, framsalið óheft og kvaðalaust.

Þjóðin í þessu tilfelli fær ekki einu sinni veiðiarðinn af sinni þinglýstu eign, þeas ríkisjörðunum.

Hefur þetta aldrei komið til umræðu á fundum ykkar?

Með kveðju, Vilhj

Vilhjálmur Jónsson (IP-tala skráð) 29.3.2010 kl. 20:20

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þetta snýst nú ekki um okkur félagana Eirík heldur álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, sanngirni og árangursríka fiskveiðistjórn.

Sigurjón Þórðarson, 29.3.2010 kl. 20:27

5 identicon

Sæll aftur.

Ég var ekki að vísa til ykkar Eiríks, heldur FF sem stjórnmálaafls og lýsi eftir áliti þínu sem formanns á því máli sem ég vek athygli á.

Með kveðju, Vilhj

Vilhjálmur Jónsson (IP-tala skráð) 29.3.2010 kl. 21:12

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er von mín að nú sé lag til að fylgja þessu máli fram til einhverrar þeirrar niðurstöðu sem kalla mætti fyrsta skref. Bjartsýnni en það þori ég ekki að vera. Hitt má öllum vera ljóst að varnir LÍÚ eru að bresta og forystumenn SA og LÍÚ hafa skotið sig í báða fætur til skaða svo um munar í skötuselsmálinu.

Ég man varla dæmi um jafn skelfileg slysaskot hjá næstum því fullorðnu fólki og líklega bláedrú!

Það væri mikill óvinafagnaður ef við, andstæðingar þessa óréttlætis yrðum fyrir álíka slysum af eigin völdum.

Það má aldrei verða.

Árni Gunnarsson, 29.3.2010 kl. 23:10

7 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Ég er sammála Árna.Nú er lag,varnir LÍÚ eru að bresta.Strandveiðar staðreynd,skötuselsfrumvarpið komið í höfn.Þetta eru skref,að frekari breytingum.Þetta vita útgerðarmenn,enda farnir að óska eftir 100 milljarða niðurskurð.

Þegar rætt er um smáskammtalækningar,ber mönnum að hugleiða það,þjóðarskútan hefur verið yfirhlaðin af sukki og svínarí,því verður að snúa henni með varúð,svo að hvolfi ekki.

Ingvi Rúnar Einarsson, 29.3.2010 kl. 23:45

8 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Umræðan um þjóðaratkvæðagreiðsluna er eðlilegt svar almennings í landinu við yfirgangi og óbilgirni útgerðarmanna. Þeir hafa hótað að sigla í land og þá er ekki óeðlilegt að almenningur hóti því vopni sem hann á sem er atkvæðið. Það er mikil einföldum að segja að Jóhanna Sigurðardóttir sé að draga í land fyrir hönd ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegs málinu. Það sem hún sagði á stjórnarfundinum var að það væri réttast að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið, fengjust útgerðarmann ekki að borðinu til að ræða málin. Þetta segir hún í ljósi þess hve krafa almennings um þjóðaratkvæðagreiðslu er orðin hávær.

Nú verðum við öll að leggjast á árarnar í hvað flokki sem við stöndum og skapa hver kyns þrýsting og umræður um afgerandi breytingar, í stað þess að deila um orðalag og hvað hver sagði við hvern hvnær.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 30.3.2010 kl. 02:46

9 identicon

Ágæta áhugafólk um kvótamál:

Áður hefi ég lagt ofangreint álit mitt fyrir formenn FF

og Þjóðareignar en djúpt er á viðbrögðum.

Það eru kvótar um allar jarðir í landbúnaði, framsalið er þar óheft og aðgengi nýliða takmarkað.

Af hverju er ykkar gagnrýni einskorðuð við sjávarútveg?

Hvað veldur?

Með kveðju,Vilhj

Vilhjálmur Jónsson (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 08:56

10 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Vilhjálmur, það gagnast lítið að bera í bætifláka fyrir mannréttindabrot og sóun  kvótakerfisins í sjávarútvegi með því að benda á brotalamir í öðrum kerfum og hvað þá að finna hliðstæðu um nýtingu hlunnindi eignarjarða.

Hvað varðar landbúnaðinn þá er frelsi þar til framleiðslu utan greiðslumarks en vissulega gengur aðgangur að ríkisstyrkjum kaupum og sölum. Frjálslyndi flokkurinn hefur beitt sér gegn því að ekkert þak væri á styrkjum til einstakra búa - greiður aðgangur að lánsfé fyrir hrun og stórir aðilar sem höfðu fullar hendur lánsfjár, hleyptu verðinu upp úr öllu valdi þannig að nokkuð ljóst var að í óefni stefndi.

Ég er viss um að það hefði betur verið farið að ráðum Frjálslynda flokksins en margir ungir bændur og þeir sem nýbúnir eru að stækka búin eru í mjög erfiðum málum. 

Í lokin þá tel ég það geti verið ágætt fyrir Vilhjálm og fleiri að rifja upp 1. grein laga um stjórn fiskveiða  - áður en reynt er að drepa umræðunni á dreif. 1. gr.

     Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.

Sigurjón Þórðarson, 30.3.2010 kl. 09:47

11 Smámynd: Árni Gunnarsson

Með þessari 1. grein laganna er öllum ágreiningi um bótakröfur handhafa veiðheimilda svarað til fulls.

Það er nefnilega svo með lög að þau eru óskilyrtur rammi utan um þær reglur sem þjóðinni ber að vinna eftir.

En stundum verður ágreiningur um sanngirni og siðferði laga í tengslum við breyttar aðstæður.

Mér er ómögulegt að túlka þessa lagagrein með samúð í garð þeirra sem með handhöfn aflaheimilda eru búnir að flytja þessi verðmæti frá þeim byggðum sem beint eru skilgreindar í lögunum.

Árni Gunnarsson, 30.3.2010 kl. 11:57

12 identicon

Ég spurðist fyrir um afstöðu FF,les engin svör út úr ofangreindu og er sem fyrr engu nær.

Hafðu góðan dag Sigurjón

Vilhjálmur Jónsson (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 14:31

13 Smámynd: Árni Gunnarsson

Vilhjálmur. Þrátt fyrir að vera ekki í forsvari fyrir Frjálslynda flokkinn þá ætla ég að svara spurningu þinni. Ég tek fram að ég er einn af stofnendum flokksins og hef þar af leiðandi vitneskju um erindi hans í pólitík þessarar þjóðar.

Kjarninn í stefnu þessa flokks og það sem helst hefur sameinað okkur er fullkomin andstaða við allt markaðsbrask með rétt til nýtingar á sameiginlegum auðlindum okkar.

Sú staða sem nú nýlega er orðin vandamál bændanna er til komin af nákvæmlega sömu orsök og hvatinn að braskinu með aflaheimildirnar. Nú ráðast auðmenn? inn í sveitir landsins, kaupa jarðir og sameina jarðir og framleiðslukvóta og nú fjölgar í þeirri stétt sem kallast mætti verksmiðjubændur.

Sá sem hér skrifar vill ekki samþykkja að þetta séu bændur í þeim skilningi sem fram til þessa hefur verið lagður í það hugtak.

Og þangað til annað kemur í ljós skulum við láta þetta svar nægja.

En Vilhjálmur: Það er full ástæða til þess að stjórnmálaflokkarnir verði krafðir svara um afstöðu þeirra til þessa máls.  

Það gæti nefnilega farið að styttast í þá tíma að framtíð landbúnaðar á Íslandi verði pólitíkst ágreiningsefni. Sá ágreiningur gæti orðið um grundvallaratriði sem máli skipta fyrir þróun þjóðmenningar okkar Íslendinga og ásýnd landsins. 

Árni Gunnarsson, 30.3.2010 kl. 16:20

14 identicon

Sæll Árni.

Tek undir þín sjónarmið, gaman að sjá greinilegt svar.

Andstaða við markaðsbrask er sjálfsögð, hefi áður sagt sanngjarnt að 90% skattur sé á allt kvótaframsal umfram skipti, og landbúnaður/hlunnindi ekki undanskilin.

Með kveðju, Vilhj

Vilhjálmur Jónsson (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 21:00

15 Smámynd: Hanna Birna Jóhannsdóttir

Til hamingju með formanninn. Vegni ykkur vel sem valin voruð í stjórn.KV.

Hanna Birna Jóhannsdóttir, 31.3.2010 kl. 16:30

16 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Daginn eftir ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur á flpkkstjórnarfundinu var spjallþátturinn hjá Pétri Gunnlaugssyni línan er laus.Hann var að velta fyrir sér, og fleiri, orðbragði Jóhönnu Sigurðardóttur í ræðunni.Ég hringdi inn og benti Pétri á það að þótt jóhanna hefði sagt að útgerðarmenn hefðu stóran kjaft og skötuselurinn hefði stóran kjaft þá hefði Jóhanna það sem væri stærra en bæði kjaftur á útgerðarmönnum og skötusel.Pétur spurði hvað það væri og þurfti ég þá að segja honum að það væri neðantil á henni. það ætlaði allt vitlaust að verða og þess var krafist af Samspillingarliðinu að stöðin lokaði á mig.Eini maðurinn sem kvartaði ekki yfir mér var Eiríkur Stefánsson.Hann var samkvæmur sjálfum sér. 

Sigurgeir Jónsson, 1.4.2010 kl. 22:08

17 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Auðvitað átti ég við vinstra lærið á Jóhönnu.Og ef þú Sigurjón og einhverjir aðrir haldið að kjafturinn á Eiríki Stefánssyni sé stærri en kjafturinn á skötuselnum þá er það rangt.Eiríkur verður að sætta sig við það.

Sigurgeir Jónsson, 2.4.2010 kl. 12:18

18 Smámynd: Viðar Helgi Guðjohnsen

Bara láta kjósa um lögin í heild sinni ásamt því að setja frelsi íslenskra ríkisborgara til smábátaveiða í stjórnarskrá.

Viðar Helgi Guðjohnsen, 2.4.2010 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband