Leita í fréttum mbl.is

Sama gamla þreytta karpið í Silfrinu

Í Silfri Egils í dag ræddu leiðtogar stjórnmálalflokka sem nú eiga sæti á Alþingi úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave. Það var fátt nýtt sem fram kom í Silfrinu og engir nema Birgitta voru tilbúin að endurmeta stöðuna, heldur var áherslan að grafa dýpra í hefðbundinni flokkspólitískri skotgröf.

Það var þó greinilegur óttaglampi í augum formanns Sjálfstæðisflokksins þegar talið barst að rannsóknarskýrslunni og sömuleiðis virðist hann ekki mega hugsa þá hugsun til enda ef að breyta á í einhverju gjaldþrota kvótakerfi í sjávarútvegi.

Steingrímur j. virtist enn halda að nei þýði eitthvað annað en nei og spilar sömu Icesaveplötuna og fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna enda veit hann flest betur enn aðrir.


mbl.is Nei sögðu 93,2%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað sagði þjóðin nei í þessari Sovét-kosningu. Annað var ekki í boði!Fólkið gat ekki sagt annað en NJET! Bréfsneff hefði getað verið ánægður með svona lýðræði. Halda menn að einhverjir aðrir en sirkusskrípi segi já við lögum, sem ekkert gildi hafa, þegar komið er fram hagstæðara tilboð. Svo koma Vafningur og Sigmundur D og túlka þessa kosningu sem vantraust á ríkisstjórnina. Heyr á endemi! Ef þú heldur að Steingrímur skilji ekki NEI, þá er það þinn eigin kjánaskapur.

En spyrjum að leikslokum. Samninganefndi heldur áfram störfum og gaman verður að sjá hversu mikið verður hægt að lækka vaxtabyrðina.

NH

Nikulá Helguson (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 14:46

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég skil þessa kosningu þannig að Íslendingar séu alls ekki tilbúnir til að greiða fyrir fjármálaglæpi einkabanka, sérstaklega í ljósi þess að umræddir fjárglæframenn og stjórnmálamenn sem létu gjörningana viðgangast, hafa ekki sætt neinni ábyrgð.

Steingrímur virðist ekki fatta það.

Sigurjón Þórðarson, 7.3.2010 kl. 14:52

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Sigurjón: athugasemd þín við grein þinni segir allt sem segja þarf um málið á kjarngóðan og stuttan hátt.

Tókstu annars eftir því hvernig Steingrímur var alltaf að kíkja í tómt vatnsglas í þættinum, og gat ekki haft sig eftir að biðja um meira vatn. Mér fannst það svolítið skondið miðað við stöðu mála.

Hrannar Baldursson, 7.3.2010 kl. 16:14

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

jóhanna sem íbúi í R. vík, vill fá að kjósa um það hvort aflaheimildir fyrirtækja í Skagafirði skuli fara til Ríkisins,þetta hrökk upp úr henni í Silfrinu.Þá ætlar hún að skunda á kjörstað.Hafnfirðingar fengu að kjósa um álver í Hafnarfirði.Skagfirðingum er eins treystandi til að kjósa um hvort atvinnurekstur í Skagafirði á að lifa.En það vill Jóhanna ekki.Hún sem Rvíkingur  heimtar völdin til Faxaflóans.Niður með ráðleysisafætuna í Rvík, sem getur ekki stjórnað landinu.Landsbyggðin lifi.

Sigurgeir Jónsson, 7.3.2010 kl. 17:56

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Sigurgeir, þetta kerfi er ekki að ganga upp og Skagfirðingar sem aðrir landsmenn munu hagnast á að leggja kerfið af.

Sigurjón Þórðarson, 7.3.2010 kl. 18:33

6 Smámynd: Haraldur Baldursson

  1. Nei við Icesave - þetta var niðurstaða sem leyfir okkur smá hlé og tiltekt í eigin ranni og kannski ekki vaþörf á nú þegar loks er búið að klippa á afleiðingar Svavars-Harakiri-samningins
  2. Kveðjum AGS (skila peningunum) - Horfum til reynslu Argentínu, sem jú skuldaði mikið...en eftir meðferð AGS og spillingar í eigin landi jukust skuldirnar út fyrir geðveikismörkin.
  3. Sleppum ESB viðræðunum (það sparar okkur einhverjar milljarða að sleppa þessu bjölluati) - Auk þess, að ef það er eitthvað sem íslenskur iðnaður þarf ekki á að halda, þá er það Evran, sem myndi jú tryggja stöðuleika, en það er líka stöðugleiki að hvíla undir 6 fetum að mold. Við hverfum sem þjóð með Evrunni...
  4. Semjum við lánadrottna sem væntingar hafa um greiðslur 20111 og 2012 (þeir hafa lítið um að velja...að eignum ganga þeir ekki. Semja því frekar um skilmálabreytingu. Og nei við erum ekki upp við vegginn með vaxtabyrði...þeir eru upp við vegginn)
  5. Leiðréttum lögbrotið sem gengistryggðu lánin eru
  6. Leiðréttum verðtrygginguna
  7. Færum kvótann til fólkins í formi árlegra ávísana upp á 1/300.000 hluta kvótans til hvers íslendings, sem skráður er á Íslandi (ekki á 20 árum heldur 6 mánuðum) - Ef það er eitthvað sem markaðurinn kann, þá er það hlutverkið að finna rétt verð.
  8. Leyfum útgerð trillu og smæstu báta frjálst innan 4 mílna (plássum út á landi líður betur með 100 trillur en stakan frystitogara)
  9. Allur ALLUR fiskur á markað
  10. Og síðan vinna, vinna, vinna....þannig og aðeins þannig tryggjum við bata hér á landi. (AGS er ekki mætt hingað í mannúðarskyni)
  11. Við verðum, sjálfviljug, áður en varir farinn að styðja við hjálparstofnanir í Evrópu, enda kominn sjálf á lappir um það leiti sem Evrópa fær sultardropann

Haraldur Baldursson, 7.3.2010 kl. 19:44

7 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Haraldur sammála öllu nema þá helst nr. 7.

Sigurjón Þórðarson, 7.3.2010 kl. 22:08

8 Smámynd: Haraldur Baldursson

Og ég sem þyrfti svo mjög á þér að halda varðandi lið 7

Það versta sem gæti gerst væri að ríkið hefði vald yfir fiskinum...það vill ég reyna að hindra...en hver er ég svo sem

Haraldur Baldursson, 7.3.2010 kl. 22:32

9 Smámynd: SeeingRed

"Það versta sem gæti gerst væri að ríkið hefði vald yfir fiskinum..."

 Það besta sem gæti gerst er að þjóðin hefði vald yfir fiskinum.

SeeingRed, 8.3.2010 kl. 13:59

10 Smámynd: Haraldur Baldursson

Seeing red....sjá 7.

Haraldur Baldursson, 8.3.2010 kl. 21:40

11 identicon

Gott kvöld.

Að ofan er smá umræða um fiskinn. Gaman væri að fá álit á tveim atriðum:

1) Lög um stjórn fiskveiða segja nytjastofna á Íslandsmiðum sameign þjóðarinnar og þeir nytjastofnar séu í íslenskri fiskveiðilögsögu.

Spurning: Hvað um veiðiheimildir sem náðst hafa af fáum útgerðum utan landhelgi, í bolfiski, kolmunna, síld og makríl? Vart telst t.d. Barentshaf til Íslandsmiða.

2) Nytjastofnar fisks eru líka í ám og vötnum þessa lands.

Spurning: Telur Alþingi að vatnið þurfi að vera salt svo sameiginlegur nytjastofn teljist?

Með kveðju, Vilhj

Vilhjálmur Jónsson (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband