Leita í fréttum mbl.is

Hver var besti forsætisráðherrann?

Margur hefur réttilega hneykslast á ráðaleysi Jóhönnu okkar Sigurðardóttur forsætisráðherra, sem ætlar að sitja heima á  morgun í festum.  Mér finnst rétt að því tilefni að velta þeirri spurningu upp hver hefur verið bestur í  djobbinu á síðustu tveimur áratugum en það eru þau Davíð Oddsson, Halldór Ásgrímsson, Geir Haarde og svo frú Jóhanna Sigurðardóttir sem koma til greina. 

Niðurstaða mín kom mér satt að segja verulega á óvart en mér finnst að Jóhanna sé eftir nokkuð jafnan samanburð ekki vera langt frá toppsætinu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Svei mér þá,  ég held að ég verði að vera sammála.

Jens Guð, 5.3.2010 kl. 23:53

2 identicon

Andskotinn, nei getur það verið..  Ég held ég gangi í sjóinn og/eða hengi mig!

Þórður Áskell Magnússon (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 23:56

3 identicon

Hvers vegna kemur það þér á óvart ?

Hinir tveir, eru það merkilegir pappakassar ?

JR (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 23:57

4 identicon

Fallegt af þér að tala um hana í fortíð

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 00:00

5 identicon

Heill Sigurjón.

Hálfpartinn grunar mig að þér þyki ekki mikið þurfa til að vera skárri en hinir sem taldir voru upp. Sé sem sagt ekki í fljótu bragði hvort þetta er lof eða last.

Slík ummæli þurfa svo sem ekki að vera lof né last. Það er öllum frjálst að hafa húmor :-)

Jón Daníelsson (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 00:44

6 Smámynd: Yngvi Högnason

Ekkert sérstakt héðan, en af hverju situr Jóhanna heima í festum í dag fremur en aðra daga? Eða er kominn nýr skilningur á festar?

Yngvi Högnason, 6.3.2010 kl. 09:10

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Steingrímur Hermannson bar af... en hann er ekki á listanum :) Restin er rusl

Óskar Þorkelsson, 6.3.2010 kl. 10:21

8 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

 Nýr skilningur nei held ég ekki - hún er í tryggðum við Breta.

Sigurjón Þórðarson, 6.3.2010 kl. 10:46

9 identicon

Fyrst kemur Jóhanna....svo kemur enginn....svo kemur enginn...svo kemur enginn...

.....svo kemur enginn....svo kemur enginn....

svo kemur aela og piss....svo kemur vidbjódur og gúanó

svo koma vidridin thraedd uppá perluband.

Hjúbert (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 11:11

10 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Vaeri ekki naer ad spyrja hver hefdi verid minnst verstur?

Halldór Egill Guðnason, 6.3.2010 kl. 11:22

11 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Halldór Egill það má auðvitað velta þessu á ýmsa kannta en niðurstaðan er kannski fyrst og fremst sú að það sé ekki nein tilviljun í hvaða sporum þjóðin er stödd.

Sigurjón Þórðarson, 6.3.2010 kl. 12:00

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ha ha .......................

Ég er að springa og held um magann.

Já líklega er Jóhanna bara best, hun hefur amk valdið minnstum skaða enn sem komið er.

Sigurður Þórðarson, 6.3.2010 kl. 12:28

13 identicon

Nokkuð gott hjá þér Sigurjón .Ekki skulum við gleyma fortíð  og hverjir hafa komið Islendingum og markvist með vilja í þá stöðu er við þraukum nú , og gott hjá þér að vera ekki með skrum , því mikið er af skrumurum um þessarmundir ( auðvita er ég ekki glaður með skjaldborgina ) vonandi verður til eithvert alvöru manneskjulegt/fjölskylduvænt ofurlegt afl  til á Islandi með skynsemi fyrir manneskjur Islands að leiðarljósi

Ásgeir Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 12:42

14 Smámynd: Finnur Bárðarson

Skemmtileg pæling :)

Finnur Bárðarson, 6.3.2010 kl. 15:40

15 identicon

Jóhanna er að minnsta kosti langbesti kvenkyns forsætisráðherra sem við höfum fengið.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 15:42

16 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Haaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaa,??????

Valdimar Samúelsson, 6.3.2010 kl. 19:37

17 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Jóhanna var í ríkisstjórn með Halldór Ásgrímssyni 1977-1991. Hún studdi vel við bakið á honum þar.Hún kom síðan Davíð Oddsyni til valda 1991, þá var hún varaformaður Alþýðuflokksins.Hún sat síðan í stjórn Davíðs til 1994. Hún var helsti stuðningsmaður Davíð í þeirri stjórn.Hún var síðan formaður Þjóðvaka þar til hann var lagður niður.Hún stjórnaði engu þar.Hún getur engu stjórnað.Skaðinn af að hafa hana í forystu liggur í því.

Sigurgeir Jónsson, 7.3.2010 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband