Leita í fréttum mbl.is

Hvað á maður að kjósa?

Ég lenti í nokkrum vandræðum um daginn þegar mér stóð til boða að gera upp hug minn til fylkinganna í stúdentapólitíkinni þar sem ég er skráður í HÍ. Ég fór inn á vefsvæði Vöku og datt m.a. inn í upplýsingar um fyrri stjórnir Vöku þar sem sjá má víkinga, Íraksfara og sjálfan Evrópukratann Baldur Þórhallsson. Á endanum lét ég það ógert.

Það er hins vegar mjög létt að gera upp við sig hvernig á að merkja við kjörseðilinn á morgun. Ég segi NEI þrátt fyrir fýlu og úrtölur Steingríms og Jóhönnu. Vilji þeirra til að borga ólögvarðar kröfur óreiðumanna er óskiljanlegur þegar litið er til viljaleysis til þess að taka á sömu mönnum með hörku og opna jafnvel á að veita þeim sérstakar skattaívilnanir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ekki nóg með að þau vilji endilega borga sem allra mest heldur eru þau að reyna að stuðla að því að sem flestir sitji heima og kjósi EKKI til þess að geta sagt "ÞAÐ VAR SVO LÍTIL ÞÁTTTAKA Í ÞESSARI ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU AÐ ÞAÐ ER EKKERT AÐ MARKA HANA".  Því hvet ég alla sem vettlingi geta valdið til að mæta og kjósa.

Jóhann Elíasson, 5.3.2010 kl. 14:20

2 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Hvaða betri samning eru þau alltaf að tala um. Það er enginn annar undirritaður samningur en þessi hörmung sem á að kjósa um, og þess vegna skil ég ekki málflutning þeirra.Samkvæmt Steingrími þá er þetta besti samningur sem völ var á, og svo ætlar hann ekki einusinni að mæta og greiða afkvæmi sínu atkvæði sitt.

Hvað er að marka svona fólk?

Sveinn Elías Hansson, 5.3.2010 kl. 14:45

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Tek undir með Sveini að afstaða Steingríms er sérkennileg.

Sigurður Þórðarson, 6.3.2010 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband