Leita í fréttum mbl.is

Við erum góðir menn - Sigmundur Ernir og Bjarni Karlsson

Ég hef reynt að átta mig á stefnu Samfylkingarinnar að undanförnu en mér hefur reynst snúið að skilja það hvers vegna "jafnaðarmenn" vilja endilega koma fyrirtækjum á ný til grunaðra glæpamanna sem orsökuðu hrunið.  Sömuleiðis hefur mér skringilegt að heyra fyrrum formann Samfylkingarinnar og núverandi utanríkisráðherra tala um 30 milljónir sem einhverja skitna upphæð sem engu skipti í raun - Og það í harðnandi kreppu.

Til þess að öðlast skilning á undarlegum hugsanagangi Samfylkingarinnar kveikti ég nokkuð spenntur á ÍNN sjónvarpsstöðinni þar sem tveir forystumenn jafnaðarmanna, þeir Sigmundur Ernir og Bjarni Karlsson ræddu landsins gagns og nauðsynjar.  

Ég verð að segja eins og er að ég var engu nær um hvað leiðir og hvaða stefnu þeir ætluðu marka við stjórnun samfélagsins. Þeir upplýstu hins vegar áhorfendur um að þeir hefðu kynnst þjóð sinni betur en aðrir í gegnum störf sín, annars vegar í gegnum prestskap og hins vegar í geysilegu fréttanávígi og þeim fannst það í kjölfarið samfélagsleg skylda sín að fórna sín í þágu þeirra sem standa höllum fæti.

Ég varð hins vegar eins og áður segir engu nær um hvað kapparnir ætluðu að gera - Ef til vill ætla þeir að halda áfram að innleysa tugmilljóna gróða rétt eins og fyrirmyndin Össur og jú að láta þá sem styrktu Samfylkinguna svo ríkulega um leið og þeir settu þjóðfélagið á hausinn, fá helstu fyrirtæki á silfurfati..

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég er líklega með svipaða pest, þar sem ég skil heldur ekkert í stefnu hennar.  En mér dettur í hug að þetta sé leynistefna og Jóhanna sé að legja hanna ín á leynireikkning í Sviss til ávöxtunnar.

Prestinn þekki ég ekki, en alveg einstök kynni og geysilegt frétta návígi við þjóðinna, þá glamraði allt sem vera skyldi í grend við þennan mann. 

Hrólfur Þ Hraundal, 10.2.2010 kl. 02:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband