Leita í fréttum mbl.is

Vita þingmenn Sjálfstæðisflokksins ekki eða tala þeir gegn betri vitund

Það er sorglegt að verða vitni að því að þingmenn Sjálfstæðisflokksins s.s. Unnur Brá Konráðsdóttir skuli halda því fram að kvótakerfið hafi verið sett á á sínum tíma til þess að auka hagkvæmni og hagræði útgerðarinnar.  Það er alrangt en kvótakerfið var sett á til reynslu til eins árs árið 1983 til fiskverndar.  Markmiðið var að veiða minna til þess að geta veitt meira seinna en þegar kerfið var sett á var þorskveiðin 300 þúsund tonn en nú er veiðin helmingi minni.  Kvótakerfið hefur því brugðist upphaflegu markmiði sínu enda stangast aðferðir reiknisfiskifræðinnar á við viðtekna vistfræði.

Hvað varðar vægast sagt vafasamar fullyrðingar um arðsemi og hagkvæmni kvótakerfisins, þá er einsýnt að þriðjungi minni þorskafli skilar þjóðinni minni tekjum en ella og svo eru útgerðirnar gríðarlega skuldsettar.  Það eru hæg heimatökin fyrir Sjálfstæðismenn að fá staðfestingu á skuldahalanum en  fræg er svæsin skuldsetning trilluútgerðar Ásbjörns Óttarssonar þingmanns sem skuldar vel á annan milljarð króna  en því miður er þessi skuldsetning langt frá því að vera einsdæmi í greininni.

Allt tal um einhverja hagkvæmni og hagræðingu kvótakerfisins er nánast fábjánaleg í ljósi stöðu mála.


mbl.is Rætt um stjórn fiskveiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

þessar kerlingar vita ekkert um sjávarútvegsmál en þykjast geta tjáð sig um allt. Ekki er Ólína betri

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.2.2010 kl. 17:10

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sigurjón, líklegast hittir þú naglann á höfuðið um að aðferðir reiknisfiskifræðinnar stangist á við viðtekna vistfræði.

Það hefur ekkert að gera með það hvort aflamarkskerfi sé betra eða verra en sóknarmarkskerfi.

Í báðum tilfellum verður að liggja fyrir ákveðið stofnstærðarmat og veiðiregla, í öðru tilfellinu til að ákvarða fjölda sóknardaga, í hinu tilfellinu til að ákvarða veitt magn, talið í tonnum.

Þannig að málið snýst um að efla vísindin á bakvið hafrannsóknir og koma þeim á fleiri hendur, þannig að ef einn aðili lendir í öngstræti í sínum vísindum og afstöðu, séu amk einhverjar líkur á því að hinn leiðrétti kúrsinn og heildarniðurstaðan verði betri.

Gestur Guðjónsson, 2.2.2010 kl. 17:38

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Já stóri vandinn er ráðgjöfin, en ég er langt frá því að vera sammála þér hvað varðar að lítill munur sé á aflamarks og sóknarkerfi. 

Stofnstærðarmat skiptir ekki máli í sóknarkerfi þar sem ef sóknin er fasti þá fæst mikill afli þegar mikill fiskur er á slóðinni en minni þegar sóknar eru í niðursveiflu. 

Aflinn stjórnast af náttúrunni.

Sigurjón Þórðarson, 2.2.2010 kl. 19:48

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Sigurjón, aflabrögð ráðast af mörgu fleiru heldur en vistkerfinu og aðstæðum í hafinu.

Fiskiaðurinn er í samkeppni við rándýrin í hafinu eins og hvali, seli og ránfiska eins og þorskinn sjálfan og makríl og fleira.
Eins hlýtur afli að ráðast af því að vera á réttum stað og á réttum tíma
Og í þriðja lagi þá skiptir fjöldi veiðiskipa á miðunum máli. Ef eitt eða fá skip eru að þvælast þá getur fiskurinn hæglega synt hjá án þess að þau verði hans vör eins og dæmin sýna með leiðangra Hafró

Fiskifræðin eru nefnilega ekki  vísindi frekar en hagfræðin. Báðar greinar byggja í besta falli á ágiskunum og í versta falli á lygum eða rangtúlkunum.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.2.2010 kl. 20:16

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég er að mestu leyti mjög sammála þér Jóhannes.

Sigurjón Þórðarson, 2.2.2010 kl. 20:29

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Aflamarkskerfið virkaði ekki í Færeyjum og það hefur ekki virkað hér.

Munurinn á sóknarkerfinu er sá að það stenst vistfræðilegar siðareglur.

Brottkast er siðleysi= skortur á grundvallar mannasiðum.

Kvótakerfið hefur í reynd mistekist því aflaheimildir hafa minnkað um meira en helming á meira en aldarfjórðungi.

Á Alþingi fóru fram í dag umræður um breytingar á þessum lögum. Maður eftir mann gekki pontu og fötin virtust vera að springa utan af vanvitunum af meintum ábyrgðarþunga. Allir lýstu ábyrgð á hendur ráðherranum fyrir að leyfa sér að ganga þvert á ráðgjöf vísindamanna Hafró! 

Er engum utan Sigurjóni Þ. Kristni P. Jóni Kristjánssyni og örfáum öðrum þeim sem hafa bent á:

Að aldamótaárið 2000 tóku Rússar og Norðmenn um það sameiginlega ákvörðun að sparka í afturendann á Alþjóða hafrannsóknarráðinu, senda ráðleggingar þess út í hafsauga og þrefalda veiðar í Barentshafi umfram "leyfðar" aflaheimildir?"

Og er ekki nema örfáum kunnugt um að nú ráðleggja "vísindamenn" sömu stofnunar meira en fimmfaldar veiðar miðað við ráðgjöfina 2000.

En á Alþingi þenja óvitarnir sig og þykjast vera þess umkomnir að setja ofan í við ráðherrann fyrir að leggja til auknar heimildir á fisktegund sem vegna vistfræðilegra breytinga hefur margfaldast í magni á grunnmiðum okkar og er orðinn kostnaðarsamur ránfiskur á veiðislóð grásleppunnar.

Árni Gunnarsson, 2.2.2010 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband