29.1.2010 | 00:10
Rakarinn í Seðlabankanum
Samfylkingin rak þann billega áróður að allt myndi lagast í efnahagsmálum þjóðarinnar ef bara Davíð yrði rekinn og sótt yrði um aðild að ESB.
Það breyttist hins vegar ekkert við það að Samfylkingin fékk sinn mann í bankann og að Össur skytist með hraði með umsóknina. Það sem helst var sett út á Davíð var að hann væri í pólitík og þess vegna ekki trúverðugur og sömuleiðis hávaxtastefna hans. Már hélt áfram með hina háu vexti Davíðs og kenndi lengi vel AGS um og nú er hann kominn með fram á varirnar flokkspólitískar yfirlýsingar sem eru svo afgerandi að Davíð Oddsson hætti sér aldrei út í þvílíkar sendingar. Ég minnist þess a.m.k. ekki að fyrrverandi seðlabankastjóri hafi með yfirlýsingum reynt að hafa bein áhrif á kosningaúrslit.
Már Guðmundsson gerir því skóna að það sem valdi gífurlegri óvissu sé óleyst Icesave-deila, að hana þurfi að leysa í sátt við umheiminn og þess vegna sé efnahagslífið í óvissu. Ég er sannfærður um að ef við förum í þá vegferð að ætla að halda áfram að rétta fjárglæframönnunum sem hafa staðið í blekkingum og svikum, ekki bara gagnvart íslenskum almenningi heldur fólki víða um heim, öll fyrirtæki og gefa þeim sérstaka afslætti og fyrirgreiðslu eftir að allt hefur hrunið yfir hausinn á þjóðinni sé það miklu fremur fallið til þess að valda okkur fáheyrðum álitshnekki. Það öðru fremur gerir okkur ómarktæk.
Öll upplýsingagjöf frá Seðlabankanum er í skötulíki. Bankinn greinir ekki lengur skilmerkilega frá því hverjar erlendar skuldir þjóðarinnar eru. Það ætti að vera lítið mál fyrir bankann að taka saman skuldir opinberra fyrirtækja, sem sagt ríkis og sveitarfélaga, sem eru lykilupplýsingar til þess að meta hvort þjóðfélagið ræður við núverandi skuldabagga. Samkvæmt efnahagsáætlun stjórnvalda og AGS er mjög langt í land með að til verði erlendur gjaldeyrir í landinu til að standa undir vaxtagreiðslum af erlendum lánum.
Seðlabankastjóri virðist leggja miklu meiri áherslu á rakstur og snyrtingu tveggja þjóðkunnra herramanna sem hafa orðið fyrir barðinu á hávaxtastefnu Davíðs og Más en að gefa þjóðinni sannar upplýsingar um stöðu efnahagsmála.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 109
- Frá upphafi: 1013224
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 61
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Einhvern veginn fannst mér þeir hálf umkomulausir, þessir fulltrúar þjóðarinnar, þegar þeir stóðu þarna fyrir utan Seðlabankann og horðu hvor á annan, rúnir inn að skinni, eftir að Seðlabankastjóri var búinn að fara höndum um þá.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 29.1.2010 kl. 02:13
Mun seðlabankastjóri leggja fyrir sig kantskurð fyrir ráðherra Samfylkingarinnar?
Sigurður Þórðarson, 29.1.2010 kl. 02:13
Mig undrara að viðskiptablaðamenn skuli ekki óska eftir að seðlabankastjóri leggi á borðið lykil upplýsingar um stöðu efnahagsmála. Í stað þess má sjá að einn þeirra Friðrik Indriðason hjá 365, eyða sínu púðri í skamma Ögmund án nokkurs rökstuðnings fyrir það eitt að óska eftir því að seðlabankastjórinn rökstyðji vafasamar fullyrðingar sínar um Icesave.
Mér sýnist sem það þurfi að fá Gunna leikstjóra í Seðlabankann til þess að kreista út upplýsingar frá Seðlabankastjóra Samfylkingarinnar.
Sigurjón Þórðarson, 29.1.2010 kl. 10:22
Ég skil nú ekki af hverju menn hafa búist við einhverju af Má Guðmundssyni.
Hann kemur frá BIS bankanum sem er banki bankanna og sá aðili sem kom kreppunni af stað með snöggri hækkun bindiskyldu, sem yfir spenntir bankar gátu ekki þolað.
Már er svo innmúraður og trúaður bankamaður að hann mun ætíð láta hagsmuni bankaheimsins koma á undan hagsmunum Íslands.
Sigurjón Jónsson, 29.1.2010 kl. 10:32
Manni finnst einkennilegt að Seðlabankastjórinn leggi alla áherslu á að gangast við Svavarssamningunum og skuldsetja landið enn frekar á sama tíma og hann treystir sér ekki til að birta fullnægjandi upplýsingar um skuldastöðu landsins og þá sértaklega ríkis og sveitarfélaga.
Sigurjón Þórðarson, 29.1.2010 kl. 10:52
Fyrst seðlabankastjóri þurfti endilega að agnúast útí okkur sem viljum fella þennan nauðungarsamning og spá landslíð hörmungum að hætti Steingríms, þá hefði hann mátt til jafnvægis lýsa því sem gerðist ef hann yrði samþiktur. En það það myndi Steingrímur aldrei gefa heimild til.
Hrólfur Þ Hraundal, 29.1.2010 kl. 12:32
Við erum með mjög góðan Seðlabankastjóra núna sem hefur við á peningamálum og alþjóðlegum viðskiptum, annað en Davíð. Már hefur staðið sig virkilega vel og verið mjög faglegur í öllu sem hann gerir, annað en Davíð. Már lætur pólitík sig ekki skipta máli, hann veit bara að ef við afgreiðum ekki IceSave fljótlega mun það auka á óvissuna. Eru þið kannski að segja mér að afgreiðsla IceSave hafi ekki valdið óvissu hér á landi? Að halda öðru fram er heimska.
Már sagði okkur ekki að greiða IceSave, heldur að tafir á afgreiðslu valdi óvissu, sem er alveg rétt hjá honum. Þegar það ríkir óvissa þá vill enginn lána okkur, það er bara common sence.
Skuld sem fyrrverandi seðlabankastjóri, Davíð Oddson, stofnaði til vegna óvarkárra lánveitinga til gömlu bankanna er miklu stærri biti fyrir okkur að kyngja en IceSave.
Bjöggi (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 13:30
Við erum ekki í verri málum þó við samþykjum IceSave, IceSave er peenuts við hliðin á öðrum skuldbindingum sem við þurfum að standa skil á. Sjálfstæðismenn hafa notað IceSave til að slá ryki í augun á okkur hinum til draga athyglina frá öllum þeim mistökum sem þeir gerðu sem leiddu síðar til algjörs hruns.
Þið hafið fallið í gryfju sjálfstæðismanna og eruð að hjálpa þeim að hvítþvo sig af hruninu. TIL HAMINGJU!!!
Bjöggi (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 13:33
heyr heyr Bjöggi
Óskar Þorkelsson, 29.1.2010 kl. 17:27
Góð grein Sigurjón...
Ólafur (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 22:35
Bjöggi, það má vera að Már sé góð sál og hafi einhver próf sem Davíð hefur ekki en eftir stendur að upplýsingagjöf Seðlabankans um lykilatriði í þjóðarbúskapnum er algerlega óviðunandi.
Hvernig stendur á því að "faglegur" seðlabankastjóri vill ólmur bæta mörghundruð milljarða skuldum einkafyrirtækis á þjóðina þegar hann getur ekki grein fyrir því hverjar erlendar skuldir hins opinbera eru?
Sigurjón Þórðarson, 30.1.2010 kl. 13:04
Sigurjón, þú hefur ákveðið að misskilja, líklega til að koma höggi á núverandi seðlabakastjóra. Þú verður að skilja að Már vill ekki bæta mörghundruð milljarða skuld einkafyrirtækis á þjóðina. Hann benti bara á að þegar það væri ekki búið að afgreiða þetta mál myndi skapast óvissa, þá vill engin fjárfesta á íslandi eða lána okkur. Er það rangt hjá honum.
Þessari óvissu sem Már var að tala um getur líka verið eitt ef við ákveðum að borga ekki og alþjóðasamfélagið er tilbúið að samþykja það. Sem er reyndar mjög ólíklegt, þar sem að stórveldunum þykir ekkert mál að milljónir svelti bara svo þeir fái peningana sína.
Upplýsingagjöfin hefur kannski ekki verið góð en hún hefur stórbatnað í tíð Márs. Þú verður líka að átta þig á að hlutirnir hafa breyst dag frá degi síðan í hruninu, hlutir sem geta haft stór áhrif á skuldarstöðu þjóðarbúsins. Reyndar finnst mér ótrúlegt hvað Már og aðrir starfsmenn seðlabankanns hafa staðið sig vel í upplýsingagjöf, það hefur orðið stórt stökk fram á við í þeim málum í tíð Márs frá því sem áður var.
Bjöggi (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 15:19
Bjöggi, nefnir hér að upplýsingagjöfin hafi stórbatnað en segir ekki hvaða hátt. Það vill svo til að ég hef fylgst um árabil með upplýsingum sem Seðlabankinn hefur látið frá sér fara m.a. um skuldastöðu þjóðarbúsins en upplýsingagjöfin á excelskjölum á heimasíðu bankans hefur langt frá því að batnað eða orðið aðgengilegri.
Ég ítreka það að seðlabankastjóri sem ekki getur greint frá hverjar opinberar skuldir þjóðarinnar eru á sama tíma og hann grefur undan málstað Íslands um að gangast undir allar kröfur Breta sem beittu hryðjuverkalögum, er ekki mjög trúverðugur og ætti að lít í eigin barm.
Sigurjón Þórðarson, 30.1.2010 kl. 17:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.