Leita í fréttum mbl.is

Bara ef það hentar mér

Ákvörðun um nýtingu á sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar er í eðli sínu pólitísk ákvörðun.  Í seinni tíð hefur ákvörðun um nýtingu fiskistofna verið ákvörðuð af aflareglu sem mótuð var af hagfræðingum og útfærð af Hafró.  Það væri í sjálfu sér hið besta mál ef reglan hefði skilað einhverjum árangir en svo er alls ekki.

Sá mæti maður Árni Sverrisson, fyrrverandi skipstjórnandi hjá Hafró og formaður Félags skipstjórnarmanna hlýtur að sjá ósamræmið í því hjá fyrrum ráðherra Bjarna Ben að víkja algerlega frá ráðgjöf Hafró þegar komið er að djúpkarfanum og gefa út 3.800 tonna veiðiheimildir, en tilkynna nánast í sömu andrá að ekki megi víkja frá sömu ráðgjöf upp á sporð þegar komið er að þorskinum.

Ástæðan fyrir þessari tvöfeldni var að fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins vildi greiða götu stórútgerðarinnar með því að leggja til hliðar ráðgjöf Hafró á sama tíma og hann sagði hana svo heilaga að ekki mætti með neinu móti koma á móts við sjávarbyggðirnar og strandveiðar, með neinum sveigjanleika.

Ef forysta SFS meinti eitthvað með ábúðafullu tali um ábyrgar fiskveiðar og óbrigðulli ráðgjöf, þá hefðu samtökin haft forgöngu um stöðva veiðar þegar vart var við mikinn djúpkarfa sem meðafla, í stað þess að gráta út veiðiheimildir sem "vísindin" eða aflareglan sagði að væru ósjálfbærar veiðar. 

Vissulega má hafa skilning á því að forysta Félags skipstjórnarmanna vilji víkja frá fiskveiðiráðgjöf sem hentar ekki hagsmunum félagsmanna.

Erfiðara er að átta sig á því hvað liggur að baki því þegar forysta Félags skipstjórnarmanna spyrðir sig við SFS í andstöðu við Strandveiðar og hve lítil áhersla er sett á gagnsæja verðmyndun á afla.  

Það er augljóst að hátt verð á færafiski á fiskmörkuðum hefur afar jákvæð áhrif á uppgjör til umbjóðenda Félags skipstjórnarmanna. 

Það þarf vart að taka það fram að ég var sammála Bjarna Ben um að sveigja verulega frá ráðgjöf hvað varðar djúpkarfa og furða mig því að hann hafi ekki viljað víkja örlítið frá ráðgjöfinni í þorski, til að koma á móts við skuldbindandi álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.

 

 

 

 


mbl.is Djúpkarfakvótinn tryggði laun sjómanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. janúar 2025

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband