Leita í fréttum mbl.is

Það stefnir í aðra fegurðarsamkeppni í Sjálfstæðisflokknum

Nú er nokkuð rætt um hver verði næsti formaður Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir að ýmislegt bendi til þess að núverandi formaður sé á faraldsfæti.

Vandi Sjálfstæðisflokksins er ekki persóna Bjarna Ben sem er ágætis náungi en vissulega sérgóður og stingur á sig eigum almennings til að tryggja það að enginn annar steli þeim.

Vandinn er fyrst og fremst stefna flokksins sem miðar að því að þjóna örfáum auðmönnum og kvótaaðlinum. Minni atvinnurekendur og skuldugur almenningur fær sífellt að kenna meira á núverandi stefnu.

Hvernig sem á það er litið þá er enginn af þeim sem nefndir hafa verið til sögunnar sem arftakar Bjarna líklegir til þess að breyta stefnu flokksins í einu né neinu a.m.k. ekki Þórdís K.R., Áslaug Arna, Jens Garðar, Guðrún og fullreynt er með Guðlaug Þór. Guðlaugur Þór bauð sig fram gegn formanninum án þess að gera nokkurn málefnalegan ágreining, þannig að úr varð nokkurs konar fegurðarsamkeppni sem Guðlaugur tapaði auðvitað þar sem hann var draghaltur eftir aðgerð á fæti.


Það er ekki útilokað að einhver stökkvi fram á sjónarsviðið sem setur fram málefnalegan ágreining við núverandi stefnu.  Það er á hinn bóginn afar ólíklegt m.a. vegna þess að það eru ákveðin tabú sem tekin eru markvisst af dagskrá flokksins.  Kvótaaðallinn sem hefur stjórnað flokknum hefur bannað alla gagnrýna umræðu um fiskveiðistjórnunarkerfið þó svo að afli hafi dregist verulega saman í öllum nytjategundum sem hafa verið kvótasettar!

Það var sett umræðubann á unga flokksmenn á síðasta flokksráðsfundi. Tabú virðist vera um vafasamar einkavæðingar formannsins m.a. söluna á Borgun, Lindarhvol, Bankasýsluna og kaupum Landsbankans á tryggingafélagi.

Það er flest sem bendir til þess að það verði kjörin ný þokkafull ungfrú eða herra flokksins á komandi landsfundum, en líklegast verður það ekki á þeim næsta. 

 

 


Bloggfærslur 8. september 2024

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband