Leita í fréttum mbl.is

DNA greining Þorgerðar Katrínar

Formaður Viðreisnar á það til, sérstaklega þegar nær dregur kosningum að kynna sig og flokk sinn sem afl breytinga þegar komið er að nýtingu sameiginlegrar sjávarauðlindar þjóðarinnar. Engu að síður þá nýtti Þorgerður Katrín þann tíma sem hún sat í stóli sjávarútvegsráðherra ekki til nokkurra jákvæðra breytinga á kvótakerfinu. Gott ef hún tók ekki harða afstöðu gegn sjómönnum í deilu þeirra við SFS, gerði sitt ýtrasta til þess að breiða yfir umræðu um brottkast og opnaði fyrir dragnótaveiðar upp í fjörur.
 
Viðreisn snéri einfaldlega við stefnu sinni í sjávarútvegsmálum eða a.m.k. út úr henni til þess að komast í ríkisstjórn. Hún hélt því fram að óánægja þjóðarinnar með kvótakerfið snéri að því að hún væri illa haldin af öfundargeni sem verið væri að spila á. Þessi fullyrðing um öfund er nokkuð brött í garð kjósenda í ljósi þess að hún fékk sjálf hátt í 2 milljarða króna afskriftir í hruninu í boði þjóðarinnar.
Það sem er verst við málflutning Þorgerðar Katrínar er órökstudd staðhæfing hennar um efnahagslegan ávinning af kvótakerfinu. Staðreyndin er sú að kerfi sem átti að byggja upp fiskstofna og tryggja byggðafestu hefur leitt af sér minnkaðan afla í öllum tegundum sem hafa verið kvótasettar og blæðandi byggðir hringinn í kringum landið.
 
Það er mjög afhjúpandi fyrir tvöfeldni Viðreisnar að engin áhersla er lögð á að taka á verðmyndun á fiski og því að afurðir séu seldar í gegnum skúffufélög í skattaskjólum. Það er auðveld leið til þess þ.e. að fiskur taki verð á frjálslum markaði.

Bloggfærslur 7. september 2024

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband