Leita í fréttum mbl.is

Kerfið fyrst og fólkið svo - Forysta "Skjaldborgarinnar"

Í sérstakri umræðu á þingi sem Inga Sæland stóð fyrir um að taka húsnæðisliðinn út úr vísitölunni, þá kom  verulega á óvart að Samfylkingin skuli hafa lagst gegn öllum breytingum á útreikningum á neysluverðsvísitölu.

Talsmaður Samfylkingarinnar Jóhann Páll og þingmaður Vg gerðu lítið úr tillögunni og sögðu eitthvað á þá leið að það væri verið að breyta mælistikunni eða galdra í burt einhvern lið úr vísitölunni. 

Talsmenn Samfylkingarinnar og reyndar Vg einnig horfa fram hjá þeirri staðreynd að núverandi útreikningar á  neysluverðsvísitölu með húsnæðisliði, eru að skrúfast upp vegna markaðsbrests á húsnæðismarkaði - Framboð nær ekki að anna eftirspurn.   Áhrifanna gætir ekki aðeins á þá sem eru fjárfesta nú í húsnæði heldur einnig þá sem keyptu fyrir áratugum síðan.

Það er engu líkara en forysta Samfylkingarinnar setji kerfið sem byggir á brostnum forsendum í öndvegi en skuldug heimili mun aftar. 

Annað var eftir bókinni í umræðunni. Framsókn baulaði um að engu mætti breyta, Sjálfstæðisflokkur kenndi Reykjavíkurborg um lóðaskort og þar með húsnæðisverði.

Það var helst að tillaga Ingu fengi hljómgrunn hjá Pírötum og Miðflokki.

Skrýtnustu ræðuna flutti Óli Björn en gott ef hann varaði þingmenn ekki föðurlega við að vera vekja upp falskar væntingar um að vaxtabyrði fari lækkandi hjá þeim sem standa vart undir núverandi skuldum.

 

 

 


Bloggfærslur 24. september 2024

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband