Leita í fréttum mbl.is

Ríkisstjórn í algerri upplausn - blómstrandi hælisiðnaður

Ríkisstjórnin var vart komin heim úr skemmti- og hópeflisferðinni í Skagafjörð fyrr en þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Berglind Ósk ræðst harkalega að barna- og menntamálaráðherra.  

Á skrifum þingmannsins má ráða að mikil óánægja sé innan Sjálfstæðisflokksins með vinnubrögð Ásmundar Einars Daðasonar. Hún fagnar því sérstaklega að umræða um ósæmilegt ábyrgðarleysi ráðherrans í menntamálum sé loksins komin upp á yfirborðið og gefur það í skyn að hún muni fylgja því eftir á Alþingi! 

Sagt er berum orðum að verið sé að vinna að því að útiloka aðkomu foreldra að skólagöngu barna og verið sé að innleiða óskiljanlegt námsmat. 

Nú hafa ráðherrar játað að innviðauppbygging hafi mistekist, efnahagsstjórnin er í algerri upplausn - Verðbólga og háir vextir, heilbrigðiskerfið og húsnæðismálin eru í keng og harðar deilur eru jafnvel um grunnskólann. 

Vissulega blómstrar hælisiðnaðurinn á Íslandi á meðan hagur þorra almennings fölnar. Ríkisstjórn sem ræður ekki við að búa til samstöðu um verkefni á borð við grunnskólann, hvað þá annað, er ekki á vetur setjandi.


Bloggfærslur 31. ágúst 2024

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband