Leita í fréttum mbl.is

Sjálfstæðisflokkurinn er skrýtin skrúfa

Um árabil hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins gengið með þá hugmynd að selja Landsvirkjun og eina alþjóðlega flugvöll landsmanna. Það er í sjálfu sér hálfklikkað að ætla að selja nánast eina hliðið inn og út úr landinu, en það er augljóst að nýr rekstraraðili, ekki ólíklega kínverskur mun ekki sæta neinni samkeppni að neinu tagi.

Einhliða umfjöllun Morgunblaðsins um ágæti einkavæðingar á Kastrup hleypur yfir þá hörðu gagnrýni sem kom upp í Danmörku þegar ljóst var að alþjóðlegu fjárfestarnir fluttu allan ágóða starfseminnar á Kastrup í skattaskjól á Bermúda. 

Varaformaður Sjálfstæðisflokksins sagðist nýlega vilja fara með flokkinn lengra til hægri og hefur þá eflaust átt við að setja enn meiri kraft í einkavæðingu Landsvirkjunar og fleiri innviða. Sjálfstæðisflokkurinn er skrýtin skrúfa en á meðan hann segist vilji fara til hægri og auka samkeppni, þá festir hann í lög að leyfilegt sé að koma upp einokun í úrvinnslu kjötafurða og sér ekkert athugavert við ríkisverðlagningu á fiski sem er langt undir markaðsvirði. 


mbl.is Einkavæða alþjóðaflugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. ágúst 2024

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband